Það er hörkustemning á Crossfit Moto æfingum VÍK í CrossFit Reykjavík. Æfingarnar hafa verið gríðarlega vel sóttar en 25-30+ manns á öllum aldri hafa sótt æfingarnar frá því október. Nú er takturinn farinn að herðast og fólk er nú þegar í svakalegu formi. Hægt er að fylgjast með æfingum í beinni útsendingu á mánudags og fimmtudagskvöldum kl.20-21 og miðvikudagskvöldum kl. 19-20.
Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
Vinnukvöld í skúrnum
„Vinnukvöld í skúrnum“ fer fram í húsnæði N1 að Funahöfða klukkan 20:00 miðvikudaginn 23 febrúar.
Farið verður yfir hvernig dekkjaskipti fara fram á fjór- og tvíhjólum ásamt því hvernig best er að bera sig að við viðgerð á brotnum vélarhlutum með sérstakri málmsteypu.
Einnig verður efnt til dekkjaskipta keppni þar sem verðlaun verða fyrir þann sem er fljótastur að taka afturdekk af og setja annað á gjörð. Þeir sem vilja taka þátt í þeirri keppni er bent á að mæta með sín eigin gjörð og dekk ásamt verkfærum sem nota skal til verksins. Nánari upplýsingar um keppnina veitir Ásgeir Örn (897-7800).
Einnig verður sýnt hvernig aflmæling á tvíhjóli fer fram á sérstökum „Dyno“ bekk sem N1 hefur upp á að bjóða.
Slóðavinir standa fyrir kvöldinu en leiðbeinendur kvöldsins verða þeir Valur Vífilsson, Ragnar Ingi Stefánsson og Bjarni Finnbogason
Eyþór Reynisson á leið í spænska meistaramótið og EMX-2 í Evrópu.
Tekið af motosport.is
Hinn ungi og bráðefnilegi ökumaður Eyþór Reynisson hefur gert saming við erlenda aðila um að taka þátt í spænska meistaramótinu í motocrossi og í EMX-2, en EMX-2 er MX2 mótaröð unglinga eins og við þekkjum hana og er þetta í raun FIM EMX-2 GP mótaröð haldin af FIM heimsambandinu og við köllum gjarnan heimsmeistaramótið. Þetta eru sjö keppnir sem fara samhliða með MX1 og MX2, þ.e. er haldinn á sama stað og á sama tíma og keppninn í MX1 og MX2 fer fram þannig að Eyþór Reynisson er að fara taka þátt í keppni fyrir framan allt að þrjátíu þúsund áhorfendum. Fyrsta mótið í FIM EMX-2 GP, sem Eyþór mun taka þátt í, fer fram í Valkenswaard í Hollandi 25 apríl. Jafnframt mun Eyþór Reynisson taka þátt í breska Red Bull mótinu, en það verða hugsanlega eingöngu tvær keppnir. Fyrir vikið mun Eyþór hugsanlega missa eitthvað af keppnum hér heima í Íslandsmeistaramótinu í motocrossi. Þetta er frábær árangur hjá þessum unga ökumanni og sýnir að íslenskir ökumenn eiga möguleika á að komast að erlendis, svo framarlega ef þeir eru tilbúnir að færa þær fórnir sem þarf til þess að ná árangri með þrotlausum æfingum. Lesa áfram Eyþór Reynisson á leið í spænska meistaramótið og EMX-2 í Evrópu.
ATH!! ENGIN ÆFING Í REIÐHÖLLINNI Í DAG!!!
Hundaræktunarfélagið er með húsið í allan dag, sunnudag, og því engin æfing í dag, og líklega ekki næstu sunnudaga. Ég talaði við manninn sem sér um húsið og ætla að hitta hann á morgun og reyna að fá annan tíma fyrir krakka æfingarnar.
Afsakið þetta.
Kveðja,
Helgi Már
ÍBR heiðrar Íslandsmeistara
Í dag klukkan 16.30 í Laugardalshöllinni mun Íþróttabandalag Reykjavíkur veita um 600 reykvískum íþróttamönnum frá 13 ára aldri viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitla á árinu 2010. Hér er að neðan er listi íþróttamanna innan raða VÍK sem verða heiðraðir.
Íslandsmeistarar VÍK á árinu 2010:
Björgvin Sveinn Stefánsson
Eyþór Reynisson
Guðbjartur Magnússon
Guðfinna Gróa Pétursdóttir
Haukur Þorsteinsson
Ingvi Björn Birgisson
Kári Jónsson
Kjartan Gunnarsson
Magnús Guðbjartur Helgason
Það var mikill hamagangur í Reiðhöllinni
Það var mikið fjör í Reiðhöllinni í dag. Fullt af upprennandi stjörnum á æfingunum og foreldrarnir líka í uppeldi til að verða mekkar. Það er virkilega gaman að sjá hversu marga upprennandi snillinga við eigum í yngsta hópnum. 85cc hópurinn var flottur og fullt af snillingum þar á ferð, en hefði verið gaman að sjá fleiri þar. Stóru hjólin voru síðasti hópurinn í höllina, þar voru fullt af hormónum á ferð og Guggi líka.( Hormónarnir hjá honum er ekki alveg eins æstir og hjá þeim yngri 🙂 . )
Hvetjum alla til þess að nýta sér þessar æfingar, það þurfa allir leiðbeiningar frá okkar frábæru þjálfurum, Helga, Gulla og Arnari. SJÁ MYNDIR HÉR.