Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Æfing í Reiðhöllinni í dag – stór hjól kl. 19 Uppfærð Frétt.

Það verður allt í gangi í Reiðhöllinni í dag!

Við minnum á æfinguna á eftir í Reiðhöllinni.

Æfingin hefst kl. 17 fyrir minnstu hjólin og 85-urnar mæta kl. 18. Þegar krakkarnir hafa lokið sér af verður opnað fyrir stóru hjólin. Undanfarna sunnudaga hefur verið mjög góð mæting og hörkureis og frábær æfing fyrir þá sem hafa mætt í húsið. Ekki missa af þessu, 1500 kall á mann og bara gaman.

Hjólað á Ísilögðu Hafravatni

Hirðljósmyndarinn og Ferðamaðurinn á ísspjalli. ( Ásgeir og Sverrir )

 Þrátt fyrir kulda og trekk létu gallharðir hjólarar það ekki á sig fá og tættu upp ísinn á Hafravatni. Forvitnilegt að sjá muninn á þeim sem keyra um á skrúfum ( járnbrautarteinum ) og þeim sem keyra um á trellum. En væntanlega jafn skemmtilegt hvort sem er undir tuggunum. Fullt af fólki og mikil skemmtun í gangi. Lesa áfram Hjólað á Ísilögðu Hafravatni

Kynningar á liðum

Motocross.is ætlar að birta hér á síðunni kynningar á keppnisliðum ársins 2011. Liðsstjórar eru hér með hvattir til að senda inn lista yfir þá sem eru í keppnisliðum með upplýsingum um aldur, hjólategund, styrktaraðila o.s.frv.
Myndir af meðlimunum mega endilega fylgja með.

Þetta gildir fyrir lið í öllum flokkum, öllum greinum og á öllum aldri.

Sendið efni á vefstjori@motocross.is

Lögin samþykkt

logo_sm.gifHið háttvirta Alþingi Íslendinga hefur samþykkt breytingar á lögum um vörugjöld af bifreiðum og bifhjólum (sjá frétt hér). Lögin höfðu talsverða þýðingu fyrir þá sem stunda íþróttir á mótorhjólum því vörugjöld af sérsmíðuðu keppnishjóli(ekki til notkunar á götum) hefur hér með verið fellt niður.

Búast má við að motocrosshjól muni fljótlega lækka í verði um sirka 20% og verður að teljast líklegt að motocrossið og enduroið muni eflast talsvert í kjölfarið. Þetta mun eflaust gefa fleirum kost á að stunda íþróttina, ungum sem öldnum. Einnig inní lögunum er ákvæði um að rafmagnshjól séu undanþegin vörugjaldi þannig að þau ættu einnig að lækka í verði og verða að raunverulegum kosti í sumum tilvikum

Lesa áfram Lögin samþykkt