Stjórn MSÍ frétti af því fyrir tæpum tveimur mánuðum að til stæði að breyta lögum um innflutningsgjöld af ökutækjum. Eftir góðan undirbúning stjórnar MSÍ héldu Karl Gunnlaugsson formaður MSÍ og Jóhann Halldórsson stjórnarmaður MSÍ á fundi með fulltrúa fjármálaráðuneytis og einnig með efnahags og skattanefnd Alþingis.
Á þessum fundum var óskað eftir því að vörugjöld af keppnisbifhjólum yrðu felld niður til samræmis á við keppnisbifreiðar. Einnig voru lögð fram skrifleg rök og greinargerð hvernig þessum málum væri háttað á Norðurlöndunum og farið yfir það mikla ungliðastarf sem er í gangi innan aðildarfélaga og vébanda MSÍ.
Þessi vinna hefur skilað þeim árangri að frumvarpið hefur tekið breytingum á þann veg að keppnisbifhjól verða undanþegin 30% vörugjaldi. Tillögur MSÍ hljóða upp á að moto-cross keppnishjól í öllum stærðum falli undir þessa skilgreiningu. Moto-cross keppnishjól sem flutt verða inn til landsins án gjalda verður eingöngu leyft að nota á samþykktum akstursíþróttasvæðum, ef slíkt hjól er notað utan slíkra svæða getur eigandi þess átt á hættu að verða krafinn þeirra gjalda sem á hjólið hefðu fallið auk álags og sektar.
Lesa áfram Fréttatilkynning frá MSÍ
Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
Tímamótafrumvarp fyrir Alþingi
Í tengslum við fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár hefur Alþingi unnið í breytingum á vörugjöldum meðal annars á mótorhjólum. Í dag lagði meirihluti efnahags- og skattanefndar fram breytingartillögu á frumvarpinu sem gæti ollið straumhvörfum í motocross íþróttinni á Íslandi. Lagt er til að vörugjöld verði felld niður á motocrosshjólum eða eins og þetta hljóðar í frumvarpinu
Ökutæki undanþegin vörugjaldi:….Sérsmíðaðar keppnisbifreiðar og keppnisbifhjól sem eru skráð sem slík og einungis notuð í skipulögðum keppnum og æfingum á vegum samtaka akstursíþróttamanna…
Keppnisbifreiðarnar hafa verið þarna inni í nokkur ár en íþróttamenn á mótorhjólum fá loksins þá sanngjörnu meðferð sem aðrir íþróttamenn hafa hlotið í lengri og skemmri tíma. Nú verðum við bara að vona að Alþingi samþykki þetta frumvarp með þessa breytingu inni.
Fyrir hinn venjulega motocrossmann mætti áætla að hjólin myndu lækka um 20%, en ekki eru hin venjulegu endúróhjól á hvítum númerum talin með. Önnur klausa er áhugaverð í frumvarpinu en hún er um að öll rafmagnshjól verða vörugjaldslaus og má teljast nokkuð öruggt að sú klausa komist í gegn.
Motocross vs MotoHross
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=xxiFgGx_7Ck&NR=1[/youtube]Það hefur lengi verið í umræðunni hve illa það fer í hross að mæta vélhjóli. Það má heldur ekki draga neitt úr nauðsyn þess að vélhjólafólk síni ítrustu varfærni þegar reiðmenn eru í nánd. Við vélhjólafólk getum alltaf drepið á hjólunum og látið fara lítið fyrir okkur ef þarf – en reiðfólk hefur ekki sömu möguleika. Hrossin eru misjöfn og á þeim verður ekki slökkt. Það er því gríðarlega mikilvægt að rétt sé staðið að samskiptum hjóla og hrossa (sjá frétt hér á undan).
Hér er hins vegar skemmtilegt myndband frá Evrópu sem sýnir að með réttri æfingu þá er ýmislegt mögulegt.
Hestamenn og hjólamenn mætast án vandræða
Það er enginn heimsendir fyrir hestamann að mæta motorhjóli. Ef ákveðnar reglur eru hafðar í huga eru meiri möguleikar á að þetta gangi vel. KKA hefur gert myndband sem sýnir hversu auðvelt þetta er.
Mikilvægt er að hafa ákveðnar reglur í huga.
- Hjólamenn eiga að víkja út í kant þegar þeir mæta hestamönnum, stöðva og drepa á hjólinu og taka af sér hjálminn
- Ekki ræsa hjólið fyrr en hesturinn hefur fjarlægst aftur.
- Hestamaðurinn bregst við með ró, hann veit að hesturinn skynjar hans líðan.
- Hann klappar hestinum róandi á makkann og ræðir við hann í rólegum tón.
- Hesturinn skynjar fum eða hræðslu, allur æsingur knapans verður til þess að hann æsist líka.
- Knapinn talar rólega við hestinn og ennfremur við þann sem hann mætir.
[youtube width=“485″ height=“344″]http://www.youtube.com/watch?v=Vy7HppUwhq8[/youtube]
Akstur á Bolaöldusvæðinu
Það er kannski þegar komið í gleymskubókina hjá mörgum – en það eru samt ekki nema fimm ár síðan VÍK fékk afnot af Bolaöldusvæðinu. Fram að þeim tímapunkti var ekkert svona svæði aðgengilegt og samningurinn við Ölfuss um afnot af svæðinu kærkominn tímamótagjörningur.
Samningurinn var hins vegar ekki á þeim nótunum að við mættum sprauta um allt svæðið og spóla það í klessu á núll komma þremur!
Af gefnu tilefni er fólk beðið um að halda sig við slóðana sem eru á svæðinu og búa alls ekki til nýja. Sérstaklega er beðið um það í samningnum, að ekki sé keyrt upp í Ólafsskarðið. Vinsamlegast hjálpið til við að virða þessi tilmæli.
Er ekki annars bara allt gott að frétta..!?
Jafnvægis og styrktaræfingar.
Fyrir þá sem eru að æfa sveittir í ræktinni, án þjálfara eða aðstoðar, þá er alltaf gott að fá góð ráð frá sérfræðingum Muscle Milk.