Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Veðrabreytingar

Veður breytist oft og hratt hér á landi. 
Nú t.d. er allt í einu 5 stiga hiti, eftir að jörð hefur verið frosin í einhvern tíma.
Aðstæður eru því eins og að vori.  Vatn situr í efstu lögum jarðvegarins og drullusvöð myndast.  Hafið þetta endilega í huga og sleppið öllum akstri tví- og fjórhjóla þegar svona aðstæður koma upp.  Skemmdirnar sem hljótast af slíku brölti eru fráleitt virði þeirrar skemmtunar sem fæst út úr einum túr.  Einn svona túr, eins manns, getur kostað tóm leiðindi í langan tíma fyrir alla sem á eftir koma.

Íslenskt landslið á ISDE 2011?

msi_stort.jpgFormannafundur MSÍ var haldinn fyrir lokahófið á laugardaginn. 18 manns mættu a fundinn sem var að sögn formanns MSÍ gagnlegur og með góðri samstöðu. Nokkur mál eru í vinnslu og er að vænta niðurstöðu úr þeim flestum fyrir áramót, sumum jafnvel fljótlega. Hér verða talin upp nokkur atriði sem eru í vinnslu og eru misjafnlega langt komin.

  • Stefnt er ad því að senda Íslenskt landslið á ISDE sem haldið verður í Finnlandi í ágúst. (6 í hverju liði)
  • Keppnisdagatalið verður svipað og í fyrra nema að Sauðárkrókur kemur inn fyrir Ólafsfjörð í motocrossinu. Ólafsfjörður kemur svo aftur 2012.
  • Keppnisdagatalið gæti riðlast í ágúst ef landslið fer á ISDE.
  • Klaustur verður 21. maí
  • 3 endurocross í vetur gilda til Íslandsmeistara 2011
  • Keppnisfyrirkomulag í enduro verður breytt. Aftur farið í 2 keppnir á dag en líklega breytt dagskrá innan dagsins frá því sem var áður. Hugsanlega verður C-flokkur kynntur til sögunnar.
  • 3 Íscross keppnir eftir áramót með höfuðstöðvar á Mývatni og hugsanlega á Ólafsfirði.

Hvað finnst fólki um þessa punkta?

Hjólað á ÍS

Það  var góður hópur sem mætti á ísinn í dag. Flott veður og Harði Pétur lagði krefjandi braut. Ekki var mikið um að menn væru að sultast á hausinn enda vildu allir vera klárir fyrir MSÍ árshátíð í kvöld. Ja!!! nema einn, „litli“ Harði Pétur náði ekki einum hring áður en hann testaði hörkuna í ísnum, jú og ísinn var harður, hjól og maður runnu langa lengi 🙂  Svo var heitt kakó á kanntinum sem allir voru þvílíkt ánægðir með. Skemmtilegur dagur með skemmtilegu fólki. Sjáumst hress í kvöld.

Lesa áfram Hjólað á ÍS

Hjólum á Ísilögðum vötnum.

Hjólað á Ís

Heyrst hefur að stór hópur hjólamanna ætli sér að fjölmenna á ísilagt vatn rétt fyrir ofan Hafnarfjörð á morgun Laugardag. Veðurspáin er frábær. Sjá HÉR.

Stefnt er á að hefja hjólamennskuna upp úr hádegi og að sjálfsögðu verður hætt tímalega til að allir verði klárir í árshátíð MSÍ. Það væri nú gaman að skála í a.m.k Kakói í lok dagsins.

Sjáumst ísköld og kát.

Aðalfundur 2010 – Nýtt starfsár hafið

Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins fór fram í gær.  Ný stjórn tók við og enn eitt spennandi starfsárið er hafið.
Um 30 áhugasamir félagar mættu á fundinn sem var með hefðbundnu sniði.  Skýrsla stjórnar var lögð fram ásamt reikningum líðandi starfsárs.  Ánægjulegt var að sjá að félagið stendur nokkuð vel og er nánast skuldlaust, þrátt fyrir erfitt árferði.
Kosið var í stjórn og nefndir – fátt um breytingar í þeim efnum og mun Hrafnkell taka eitt árið enn sem formaður.
Eftir kaffihlé spunnus fjörugar umræður um starf félagsin;  Keppnisfyrirkomulag, Enduróslóðar og fl. var rætt og marga punkta sem fram komu mun Keli taka með sér á formannafund MSÍ sem verður í vikunni.
Skýrsla stjórnar, reikningar og fundargerð eru hér Lesa áfram Aðalfundur 2010 – Nýtt starfsár hafið