Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Málþing um lyfjamisnotkun

Lyfjaeftirlit ÍSÍ í samvinnu við lyfjafræðinema við HÍ stendur fyrir málþingi um lyfjamisnotkun og íþróttir þann 23. nóvember n.k. Er málþingið hluti af námskeiði 5. árs nema í klínískri lyfjafræði við Háskóla Íslands.

Helstu umfjöllunarefnin eru almenn umfjöllun um lyfjamisnotkun og íþróttir, náttúruefni og fæðubótaefni, notkun vefjaaukandi efna og stera auk þess sem fjallað er um mismunandi deilu- og vafamál. Í lok málþingsins verður samantekt á efni dagsins og tækifæri fyrir umræður og fyrirspurnir.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestrarnir verða haldnir í húsakynnum Háskóla Íslands við Stakkahlíð í salnum Bratta (sjá nánarhér). Dagskráin stendur frá kl. 9.00-16.00, nánari upplýsingar um fyrirlestrana er að finna sem viðhengi hér.

Lesa áfram Málþing um lyfjamisnotkun

AÐALFUNDUR VÍK Á MORGUN MIÐVIKUDAG 10.11.2010

Aðalfundur félagsins verður haldinn 10. nóvember nk. kl. 20 í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, kosning í nefndir og stjórn, skýrsla stjórnar og samþykkt reikninga. Aðalfundur félagsins hefur vanalega verið haldinn febrúar/mars en er færður til samræmis við óskir ÍSÍ um reikningsskil aðildarfélaga.

Hvetjum alla sem áhuga hafa á  félagsstarfinu okkar að mæta.

Ertu með hugmynd um breytingar á brautunum?

Finnst þér eitthvað betur megi fara?

Ertu með kvörtun?

Ertu félagsmálatröll?

Viltu hafa áhrif á einhverju sviði í félaginu okkar?

Viltu vinna með skemmtilegu fólki?

Þá er um að gera að mæta annað kvöld og tjá sig. Það er meira að segja nægilegt bara að greiða atkvæði á með eða móti, þá er amk. verið að leggja stjórn félagsins línurnar.

Ykkar er valið. Það þýðir ekkert að kvarta á kantinum eftir aðalfund, það hlustar engin stjórn á svoleiðis.

Mætið og látið ykkar atkvæði skipta máli.

Æfing í Reiðhöllinni á sunnudaginn kl. 16

Við minnum á að nú eru æfingarnar í Reiðhöllinni í Víðidal byrjaðar aftur. Yngri (50/65) krakkarnir mæta kl. 16 og eldri (85) mæta kl. 17. Skráning á námskeiðin er í gegnum namskeid@motocross.is en það líka hægt að borga staka tíma á staðnum. Frábær skemmtun og mikið sem krakkarnir eru að læra hjá þeim Gulla og Helga. Nánari upplýsingar hér:

Við þetta má bæta að ef áhugi er fyrir hendi getum við líka verið með æfingar fyrir stóru hjólin frá kl. 18 – eru einhverjir sem langar að mæta á inniæfingar í Reiðhöllinni næstu vikur? Kommentið endilega á það.

Aðalfundur VÍK haldinn 10. nóvember nk.

Aðalfundur félagsins verður haldinn 10. nóvember nk. kl. 20 í fundarsal ÍSÍ við Engjaveg. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, kosning í nefndir og stjórn, skýrsla stjórnar og samþykkt reikninga. Aðalfundur félagsins hefur vanalega verið haldinn febrúar/mars en er færður til samræmis við óskir ÍSÍ um reikningsskil aðildarfélaga. Nánar um dagskrána og fundinn síðar.