ÍSÍ býður upp á fræðslukvöld næstu tvo fimmtudaga, þann 21. okt í Reykjavík og 28. okt á Akureyri. Bæði fræðslukvöldin standa yfir frá kl. 17.00-21.00. Að þessu sinni verður boðið upp á íþróttasálfræði og verða það sálfræðingarnir Hafrún Kristjánsdóttir og Rúnar Andrason sem munu sjá um fyrirlestrana/kennsluna.
Fræðslukvöldin eru öllum opin, eru liður í þjálfaramenntun ÍSÍ á 2. stigi og henta jafnframt vel sem endurmenntun fyrir íþróttakennara og íþróttaþjálfara. Þau henta einnig iðkendum í öllum íþróttum.
Þátttökugjald er kr. 3.000.- Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.
Lesa áfram Fræðslukvöld ÍSÍ
Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
Bolaöldubrautir
Garðar er búinn að rippa og lagfæra stóru brautina eftir fjör helgarinnar. Öll uppstökk og lendingar eru flottar, pottþéttur raki og góðir battar.
Brautirnar eru allar í flottu standi og nú er um að gera að nýta sér hvern dag sem hægt er áður en það fer að frysta. Sem fer öruggla að gerast.
Muna eftir miðum eða árskortum Á HJÓLUNUM!!
Brautarstjórn
Næturenduró frestað
Einungis 5 manns skráðu sig til keppni um helgina í næturenduroskemmtikeppni en að auki er spáð mikilli rigningu um helgina þannig að við frestum keppninni um nokkrar vikur. Meira um það síðar.
Mánuður í lokahóf!
Ef þú ert ekki búinn að taka 13. nóvember frá þá skallt þú gera það NÚNA! Því þá verður lokahóf MSÍ haldið í Rúbín Öskjuhlíð. Dagskráin verður með nokkuð hefðbundnum hætti, þriggja rétta kvöldverður, verðlaunaafhending, grín og glens, myndbönd frá árinu frumsýnd og svo dansað fram á nótt. Miðasala hefst fljótlega hérna á vefnum og verður miðaverði líklega það sama og það var í fyrra.
Dverghamraskáli brenndur
Fyrir nokkru kviknaði sú hugmynd að koma járnkari upp að rústunum af Dverghamraskála. Á laugardag fóru Hjörtur Líklegur og Garðar upp að skálanum með járnkar á sexhjóli. Stormur hafði lánað sexhjól til verksins og Hringrás járnkarið til að nota sem brennustæði. Það tók fjóra tíma að komast upp með járnkarið því að það þurfti að gera slóð fyrir sexhjólið og það varð að gera með skóflu og haka og tók sinn tíma. Eftir að járnkarið var komið upp hefur logað eldur í karinu á laugardag í um þrjá tíma og í gær frá 11.00 til 20.00. Það hafa verið nokkrir félagar í Slóðavinum sem hafa verið að bæta á eldinn og er stefnt á að vera búnir að brenna allt brennanlegt drasl þarna fyrir næstu helgi, en þá er stefnt á að Reynir hjá Þyrluþjónustunni komi á þyrlu og taki karið niður með draslinu sem ekki getur brunnið. Það væri ekki óvinsælt að ef einhverjir sem eru á ferðinni þarna og sjá að það er logandi eldur í járnkarinu að bæta á eldinn og jafn vel kveikja upp eld í karinu. Lesa áfram Dverghamraskáli brenndur
Bolaöldubrautir
Bolaöldubrautir er sennilega í því besta ástandi sem möguleiki er á. Pottþéttur raki í jarðveginum, öll uppstökk gjörsamlega geðveik og lendingarnar ekki síðri. Slóðakerfið er ekki síðra!!! OG VEÐRIÐ!!!!!! Það gerist ekki betra.
Það er Október!!! Garðar var hreinlega ekki alveg viss hvort að hann væri þarna á réttum árstíma þar sem á sama tíma í fyrra var allt frosið. Nú er um að gera að nýta helgina í tætlur og hjóla af sér afturendann. Það er ekki öruggt að okkur bjóðist svona verður aftur þetta árið.
Muna eftir miðunum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Keli verður svakalega grimmur í eftirlitinu í dag. Engin miði eða árskort á hjóli þýðir brottvísun með svaka skömm á bakinu. Og jafnvel verður það rætt sérstaklega á árshátíð.
Miðar eru seldir í Olís við Rauðavatn og í Litlu Kaffistofunni.
Gaman saman.
Brautarstjórn.