Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Næturendúró skemmtikeppni.

Þar sem ótrúlegur fjöldi hefur gefið okkur jákvætt svar við því að keppa í Næturendúróskemmtikeppni þá höfum við ákveðið að láta verða af þessari frábæru hugmynd.

Skráning hefst eftir helgi hér á vefnum.  Þar sem það er nú Október þá förum við út í þetta með fyrirvara um veður. Þ.e við áskiljum okkur þann rétt að hætta við keppnina ef veður verður válegt / ekki boðlegt.

Greiðsla verður á staðnum, Kr: 4.000.- posi verður á staðnum.    Skráning opin fram til kl 20:oo á Föstudag.

Keppnin verður á Laugardaginn 16. okt. Mæting kl 17:30. Prufuhringur verðu farinn kl 18:30. Keppnisstjóri raðar saman í tveggja manna lið, ekið verður í tvær til þrjár klst og fer það eftir veðri.

Þar sem þetta er í skemmtikeppnisformi þá verður þetta einfalt. 1.2.3 sæti og allir keyra í sama flokki.

Stjórn.

Næturendúró skemmtikeppni?

Upp er komin sú hugmynd að halda næturendúró-skemtikeppni á Bolaöldusvæðinu á næstunni.

Keppnisfyrirkomulagið væri með því fyrirkomulagi að keyrt væri ca í tvær – þrjár klst.  Jafnvel með tveggja manna fyrirkomulagi, A og  B ökumenn saman.  Ekið væri frá kl 19:00 – 21:00. Kostnaður kr 4000 á keppanda.

En þá er ósvöruð spurning! Hverjir hefðu áhuga á að taka þátt. Að sjálfsögðu miðast þetta við að keppendur væru þannig ljósum búnir á tuggunum, að þeir væru ferðafærir í svona brjálæði.   

Er áhugi fyrir svona keppni?  ( Með fyrirvara um veður! )

Vinsamlegast svarið í spjallinu eða senda póst á vik@motocross.is

Flott veður á Bolaöldusvæðinu í dag.

Fjóri HARÐIR í góðu stuði.

Samt var lítið um fólk á svæðinu þegar ég mætti kl 12.  Eina sem var jákvætt var að ég var hraðasti maðurinn í brautinni, það sem var hins vegar neikvætt var að ég var eini maðurinn í brautinni. Gott eða slæmt, það er spurning. þó týndist eitthvað af liði á svæðið þegar leið á daginn og þar á meðal fjórir HARÐIR. Þeim fannst ekki mikil spenna í því að aka í hringi og leist ekki betur en svo á tilþrif mín í brautinni að þeim fannst nauðsynlegt að draga mig með í „smá“ hring um slóðana. Ég komst að því af hverju þeir eru kallaðir „Harðir“ það er vegna þess að það er bara full gjöf og engar bremsur hjá köppunum. Ég sá glitta í þá öðru hverju rétt á milli þess að ég elti slóðina eftir þá. Jú og svo öðru hverju þegar þeir komu slóða sem lá á móti.

Skemtilegur dagur en ég furða mig mikið á því hvar allir hjólasnillingarnir eru og þá sérstaklega endúrósnillarnir. Slóðakerfið er frábært og passlega krefjandi fyrir hvern sem er. Brautirnar eru ótrúlega góðar miðað við árstíma. Eina sem þarf að passa sig á er að það eru stórir pollar neðst í MX brautinni. Annars bara geðveikt. Lesa áfram Flott veður á Bolaöldusvæðinu í dag.

Crossfit Moto æfingarnar byrja á morgun

Crossfit Moto æfingarnar byrja á morgun í CrossfitReykjavík, Skeifunni 8 kl. 20. Enn eru nokkur laus pláss en nú þegar hafa 27 manns skráð sig í æfingarnar. Það eru því síðustu forvöð að bæta sér á listann en æfingarnar eru fyrir alla óháð getu, hver og einn ræður sínu álagi. Áhugasamir senda póst á vik@motocross.is með upplýsingum um sig.

Bolaöldubraut

Bolaöldubrautirnar eru í flottu standi. Pottþéttur raki og Garðar er búinn að skríða um á fjórum fótum til að hreinsa smásteina úr stóru brautinni.

Hvetjum alla hjólara til að nýta sér þá daga sem bjóðast. Þeim fer víst alveg örugglega fækkandi.

Munið eftir miðunum í Olís Norðlingaholti eða Litlu Kaffistofunni.

Brautarnefnd.

Crossfit æfingar fyrir hjólafólk

Hér hlusta allir spenntir á Árna # 100 og hugsa sér " þetta verður ekkert mál"

Það var hörku prufutími í Crossfit Reykjavík í gærkvöldi þar sem góður hópur hjólafólks mætti. Í byrjun var farið yfir grunninn í Crossfit og hvernig ætti að gera æfingarnar rétt. Síðan var tekin „létt“ æfing!! Eða svo sagði Árni. Það var BARA tekið smá skokk og síðan farið í SMÁ maga, bak og armbeyju æfingar í 12-15 mín. Þetta var aðsjálfsögðu ekkert mál fyrir allt þetta massaða hjólafólk, eða hvað? Það var svitnað svakalega og sumir náðu ekki að halda út þessar örfáu mínútur. 🙂  Svo í lokin var tekinn „létt“ róðrarkennsla. Það má öruggt teljast að CROSSFIT er málið fyrir okkur hjólafólkið.

Takmarkaður fjöldi kemst að í hópinn og hvetjum við þá sem vilja vera í topphjólaformi til að skrá sig STRAX í námskeiðið á vik@motocross.is Lesa áfram Crossfit æfingar fyrir hjólafólk