Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Opin umræða um keppnishald í sumar

Nú þegar keppnistímabilinu er lokið og það er enn í fersku minni, ætlum við að opna fyrir umræðu um keppnirnar í sumar. Segið ykkar skoðanir hvort sem þær voru góðar eða slæmar, hvort sem þið voruð keppendur eða áhorfendur, hvort brautirnar voru góðar eða slæmar, hvort skipulagið var gott eða slæmt og svo framvegis.

Við erum að tala um allar keppnir; íscross, enduro, motocross, Klaustur og endurocross.

Reynum að forðast skítkast en koma heldur með hrós eða uppbyggilega gagnrýni.

Bolaöldubrautir

Garðar „brautarmeistari“ er búinn að vera í jarðhræringum alla vikuna þannig að brautirnar verði í sem bestu ástandi um helgina. Miðað við veðurpá fyrir Laugardag þá ætti allt að smella saman í frábærann hjóladag fyrir alla, bæði hringakstursfólk og slóðaeltandi hjólakappa.

Fyrir þá sem ekki eru með árskort…… Muna eftir miðunum sem fást í Olís Norðlingaholti eða Litlu kaffistofunni.

Gaman saman.

Ástand brauta hjá VÍK.

Bolaöldubrautir: Stóra brautin og 85cc brautin voru lagaðar með ýtu í vikunni og eru mjög góðar.

Álfsnesbraut er í fínu standi, eina sem gæti verið er að sjálfvirka vökvunin hafi verið í of miklu mæli. En þá er það bara alvöru drullumall.

Góða skemmtun um helgina hvort sem þið keppið að Jaðri eða leikið ykkur í hringakstri.

VÍK. Brautarmál.

Álfsnesbraut er í flottu standi.

Bolaöldubrautir eru lokaðar í dag á meðan Tóti ýtukall fer yfir 85cc brautina og stóru brautina. Látum vita þegar verkið er búið.

Álfsnesbraut

Álfsnesbrautin er í flottu standi. Garðar er búinn að vera að vinna í henni í dag og einnig hefur ringt þar örlítið í dag. Muna eftir miðunum.

Frábær MXoN styrktarkeppni í Álfsnesi í dag

Það varð enginn fyrir vonbrigðum sem mættu í keppnina í Álfsnesi í dag. Sól, nánast logn og brautin í frábæru standi. Garðar var búinn að keyra yfir 100 þús. lítra af sjó og vatni í brautina og tók síðustu keyrslu eldsnemma í morgun. Brautin gat því tæplega verið betri. Yfir 60 keppendur voru skráðir til keppni í nokkrum flokkum, Heiðursmannaflokkurinn var nýjung og gaman að sjá nokkra spræka á besta aldri taka þátt þar. Keyrð voru tvö moto í hverjum flokki og allt gert til að jafna bilið á milli keppenda. Lesa áfram Frábær MXoN styrktarkeppni í Álfsnesi í dag