Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Álfsnesbraut.

Brautin er lokuð í dag vegna undirbúnings fyrir bikarkeppni. Vinnukvöld í kvöld frá kl 18:00 – 20:00. Þarf bara að hreinsa steina og laga aðeins til.

Skráning hafin í MXoN Bikar/styrktarmótið

Uppfærsla:

Þeir sem ekki eiga tímatökusenda!!!!  Nítró – MSÍ lána okkur senda í þetta mót.

Verðum með þá á staðnum, Engin vandamál. Engin greiðsla.

Skráning fram að miðnætti Föstudagskvöld.

Veitt verða sér verðlaun fyrir FLOTTASTA búninginn, að mati keppnisstjórnar.

Heiðurmenn eiga séns á að skrá sig á staðnum.

______________________________________________________________________________

Þá er búið að opna fyrir skráningu í bikarmótið sem fer fram á laugardaginn á Álfsnesi. Keppt verður í 4 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

Hér eru flokkarnir sem keppt verður í

  • Mx Open: MxOpen + Unglingaflokkur ( þeir sem treysta sér ) + bestu úr B og MX 2.
  • Mx85 + kvenna: Mx kvenna + 85kvk + 85 KK
  • Mx B: Bestu úr 85cc KK, Unglingaflokkur, +40 )
  • H(eiðursmenn)a: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár.

Keppnin fer fram á laugardaginn milli klukkan 10 og 15. Hver flokkur keppir í 2 X 12 mín. Keppnisgjald er 4.000 á mann óháð stærð eða aldri.

Í lokin verða öllum keppendum boðið að vera með í „Tvímenningsmoto“. Keppnisstjórn velur tvo saman í lið, vanan og óvanan, og hjóla þeir í 45 mínútna keppni. Hver keppandi hjólar tvo hringi og svo er skipt.

Smelltu hér til að skrá þig

Álfsnesbraut

Álfsnesbraut er ný yfirfarin og í flottu standi. Reynir tók góða yfirferð með ýtunni í síðustu viku. Muna eftir að miðunum eða árskortunum. Það verður strangt eftirlit.

Bikarkeppni verður haldin þar næstkomandi Laugardag. Allur afrakstur þeirrar keppni rennur til styrktar MXON faranna okkar. Uppl. um skráningu og dagskrá kemur hér á vefinn bráðlega.

ATH þetta verður skemmtikeppni með alvarlegu ívafi. Hvetjum alla hjólara til að mæta. Boðið verður uppá flokka fyrir alla. Meira að segja fyrir þá sem eiga rykfallna 550 2t tuggu inn í skúr.

Stefnum að skemmtilegum degi sem í leiðinni hjálpar strákunum okkar í að kljúfa fjárhagsvegginn í því að keppa fyrir okkar hönd.

Það verður gaman að sjá hvort að Torfi gull þori að mæta, Kalli Motoforingi, Píparagengið og margir aðrir fyrrverandi meistarar???

MX Bolaöldubraut 2010

Frábær mæting var á vinnukvöldið í gærkvöldi. Um 30 manns mættu til að gera brautina og alla aðstöðu eins flotta og mögulegt er. Það var unnið við að þrífa allt húsið undir skeleggri stjórn Bínu, það var verið að smíða nýja þvottaaðstöðu, það var verið að hreinsa grjót og græja til brautina, það var verið að lagfæra hitt og þetta. Kalli stjórnaði grillinu og stepurnar ( Bína, Helga og Guðný) græjuðu borgarana ofaní hungraða vinnuþjarka. Þökkum öllu þessu frábæra fólki fyrir aðstoðina.

Smá vesen kom upp með jarðýtuna í gær sem varð til þess að ekki náðist að klára alla brautina fyrir myrkur. Gaðrar og Tóti mættu við sólarupprás í morgun til að klára brautina sem er að sögn HRIKALEGA flott. Nú er vatni dælt í ómældu magni svo að brautin verði geggjuð á morgun.

Gott væri ef einhver af vinnuþjörkum gærkvöldsins gætu séð af ca 1-2 klst í kvöld til að klára frágang á þvottaraðstöðu og merkingum á brautinni.

Gaman saman.

Söfnun / Kennsla fyrir Reykjadal

Joikef #177, Gylfi #9,ásamt Kára #46, ætla að standa að söfnun fyrir krakkana í Reykjadal. þriðjudaginn 17.ágúst. á Sólbrekkubraut.

Einnig munum við notast við fjórhjólabrautina sem enduro æfingarsvæði sem Kári mun sjá um, ekkert gjald verður heldur vonumst við eftir frjálsu framlagi sem rennur allt til krakkana í Reykjadal.

Kennslan er klukkutími í senn, kl. 17,18,19,20 og mögulega lengur ef mæting verður framar vonum.

VÍR ætlar að leggja þessu málefni strákanna lið og í stað þess að kaupa brautarmiða greiðið þið andvirði þeirra við komuna og rennur það óskipt ásamt frjálsa framlaginu til krakkana í Reykjadal.

Við vonumst til að sjá sem flesta, því málefnið er gott !!!

Kv VÍR .

Bolaöldubraut

Minnum á opnunartímann. 10:00 – 13:00. 17:00 – 22:00.

Brautin er lokuð á milli 13:00 – 17:00 vegna viðhalds.

Við verðum með miðaeftirlit í hliðinu næstu daga. Allir verða að vera með miða eða árskort Á HJÓLINU!
Miði eða árskort í bíl er ekki afsökun. Það er ekki í boði að taka prufuhring.

Brautin verður lokuð frá og með Fimmtudeginum fram á Sunnudag.

Vinnukvöld verður á Fimmtudagskvöldinu frá kl 18:00 – 20:30.

Heyrst hefur að Kalli, hamborgarakóngur, verði á svæðinu og muni hita upp grillið. Hvetjum félagsmenn til að mæta og vera með í skemmtilegum hópi.

Brautarstjórn.