Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Bolaöldubraut

Bolaöldubrautin er í frábæru standi. Garðar er búinn að  græja og gera  brautina í dag. Náttúrulega vökvunarkerfið virkar líka alveg 100% . Frábært veður seinnipartinn í dag.

Brautin opnar kl 17:00. Í dag föstudag.

Opið um helgina til kl 18:00. Jafnvel aðeins lengur.

Ef einhver er svakalega þurfandi í að hjóla fyrr, þá er möguleiki á að ná samningum við Garðar með vinnu á móti hjóleríi.

Munið eftir miðunum.                           Brautarstjórn.

Fjör í Bolaöldubraut

Kjarri í útsýnisflugi.

Það var mikið fjör í brautinni sem margir elska að hata.  Brautin var mjög góð í kvöld enda var hún yfirfarin í gær. Allir pallar voru góðir og nýttu flottu stökkvararnir okkar það sér vel og sýndu listir sínar í loftinu.

Þess má geta að Garðar mætir aftur til vinnu á morgun og mun hamast í því að hafa brautina í nothæfu ástandi fram að keppni. Veðrið framundan ætti að gera það auðveldara. Lesa áfram Fjör í Bolaöldubraut

Loksins langtímasamningur um Sólbrekkubraut

Guðlaugur H. Sigurjónsson og Ásgrímur Pálsson við undirritun samningsins

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti þann 22.júlí s.l. samning við Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness um leyfi til tímabundinna afnota á Sólbrekkusvæðinu auk stækkunar. Samningurinn gildir til 31.maí 2017 með möguleika á framlengingu.

Samningurinn er sannkallaður tímamótasamningur fyrir VÍR því í mörg ár hefur brautin verið á skammtímaleyfum. Uppbygging á aðstöðunni við brautina mun eflaust taka kipp eins og menn hafa séð byrja í sumar enda hefur VÍR marga öfluga liðsmenn innanborðs.

Bolaöldubraut

Stóra brautin í Bolaöldu verður opnuð kl 20:00 á morgun Miðvikudag.

Þeir vösku sem mættu til að aðstoða við brautina í kvöld hafa forgang til að hjóla í henni frá kl 17:00 fram að opnun.

Brautin var öll lagfærð, allir pallar slípaðir til, sumir lengdir, aðrir lækkaðir og einn var færður aðeins til. Nokkrar beyjur fengu yfirhalningu og brekkurnar tóku líka smá breytingum. Í heildina vonumst við til að brautin verði enn betri en áður.

Brautarstjórn

PS:

Brautin lýtur hrikalega vel út, prufuökumaðurinn okkar sagði brautina vera gjörsamlega „geðveika“

ATH!!! Garðar gæti jafnvel gefið undanþágur í brautina fyrr, ef velviljaður grjóttínslumaður lætur sjá sig tímalega.

Bolaöldubraut.

Næstkomandi Þriðjudag. 27.07.2010. verður Stóra brautin LOKUÐ vegna viðhalds.

Vinnukvöld verður í brautinni eftir að ýtan og grafan verða búin með sitt hlutverk. Vinnan hefst .kl 19:00 – 21:00 Það þarf að taka til hendinni með ýmis verk. M.a að hreinsa alla stóra steina sem koma upp, laga til meðfram brautinni og ýmislegt sem fellur til. Nú er tækifærið til að koma og sýna félgasandann. Boðið verður uppá veitingar fyrir þá sem koma og hjálpa til.