Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Íslandsmót í Sólbrekkubraut

Nú líður senn að Íslandsmóti í Sólbrekkubraut en það hefst laugardaginn 24.júlí n.k. Skráningin er á vef MSÍ. Við munum hafa sama fyrirkomulag varðandi flöggun og var haft á Íslandsmótinu í Álfsnesi og á Bikarmótinu í Sólbrekku þ.e. keppendur eða aðstoðarmenn þeirra sjá um flöggun.

Eins og þeir sem komið hafa nýlega á Sólbrekkubraut hafa tekið eftir hefur mikið verk verið unnið á síðustu vikum á svæðinu. Búið er aðkoma upp aðstöðu fyrir hjólafólk. Unnið er að grjóthreinsun innan brautarinnar og bætir það ímynd svæðisins mikið og er þar af nógu af taka. – Loooksins máttum við taka til hendinni ! Við eigum mikið verk óunnið fyrir höndum og ekki tekst að gera allt fyrir Íslandsmót en þetta kemur allt með tímanum.

Við viljum nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn og unnið óeigingjarnt og ómetanlegt starf í þágu félagsins á einn eða annan hátt á síðustu vikum, það verður seint fullþakkað.

Kveðja,

Stjórn Vélhjólaíþróttafélags Reykjaness.

Líf og fjör í Bolaöldubraut

Það voru þjálfarar á hverju horni með hrikalega áhugasama nemendur

Það hefði mátt halda að það væri keppni á næsta leyti í Bolaöldubraut. Amk var þvílík mannmergð í brautinni og áhorfendur / aðdáendur upp við húsið. Brautin var í þvílíkt góðu ásigkomulagi, öll uppstökk og lendingar í þrusu góðu standi. Það voru þjálfarar með hópa út um alla braut, það voru byrjendur á ferð, það voru „atvinnumenn“ á ferð og það voru endurokappar að sprikkla um allar jarðir. Gaman saman í Bolaöldu. Lesa áfram Líf og fjör í Bolaöldubraut

Heimboð KKA um verslunarmannahelgina

kkalogo.pngKKA býður hjólafólki að eiga góða hjólahelgi um verslunarmannahelgina á Akureyri.  KKA mun eftir fremsta megni reyna að gera þessa helgi skemmtilega fyrir þá sem vilja koma og eiga góða helgi á aksturssvæði KKA. Motocrossbrautin mun verða í toppformi svo og endurosvæðið.

Ekki er búið að teikna endanlega dagskrá en hún fer m.a. eftir veðri og þátttöku.

En hugsanlegir viðburðir eru:

  • Hardenduro sýningin klofinn mótor. (keppni)
  • Endurotúr í nágrenni Akureyrar (2-3 tímar)
  • Hjólatorfærukeppnin gamla góða.
  • Motocross æfingar alla helgina.
  • Kynning á sportinu fyrir byrjendur. Umhirða hjóla, búnaður o.fl.

Lesa áfram Heimboð KKA um verslunarmannahelgina

Úrslit í Skemmtikeppni Hjartar

Hjörtur Líklegur, keppendur og aðstoðarfólk

Ég vil byrja á að þakka stjórn VÍK fyrir að bjóða mér að halda þessa keppni, þó vil ég þakka Kela formanni sérstaklega fyrir hans þátt í að þessi keppni gat orðið að veruleika.

Þegar Keli hafði samband við mig og bauð mér að vera með þessa keppni mér til styrktar svo ég gæti keypt mér annað hjól hafði ég ekki mikla trú á að margir kæmi, en gerði mér vonir um 20-30 keppendur, en að fá yfir 40 keppendur í aðal sumarfrísmánuði ársins var framar mínum vonum.

Þá að keppninni sem tókst frábærlega í alla staði. Upphaflega stóð til að ræsa á slaginu 12.00, en skömmu fyrir keppni ákvað ég að láta keppendur fara einn prufuhring fyrir keppni. Það var Guggi sem leiddi keppendur hringinn rétt eins og andamamma sem leiðir ungana sína niður á tjörn og þakka ég honum hér með fyrir. Lesa áfram Úrslit í Skemmtikeppni Hjartar

Meira um skemmtikeppni Líklegs

Keppnisbrautin - smellið fyrir stærri

Ég vil þakka mikil og jákvæð viðbrögð við styrktar/skemmtikeppninni næstkomandi sunnudag.

Hvað varðar undirbúning fyrir keppnina þá fór ég á Bolaöldu síðastliðinn laugardag og lagaði hluta af keppnisleiðinni sem keppt verður í á traktornum með flaghefilinn aftan á. Á mörgum stöðum þurfti að fara nokkrar ferðir til að laga skurði sem myndast hafa í gegn um árin eftir mikla notkun og vatnsskemmdir. Ég teiknaði fríhendis (kóngablátt) inn leiðina sem keppt verður í inn á mynd sem ég átti af slóðakerfinu á Bolaöldum fyrir þá sem átta sig á þessu.

Ég hef verið undanfarna daga að skreppa í fyrirtæki og betla vinninga og gjafir handa keppendum og sendi ég einnig mynd af hluta af vinningunum sem keppendur fá í lok dags, ei eins og sjá má á myndinni er töluvert til og sýnist mér að allt að 10 fyrstu fái vinning + aukaverðlaun eftir mínum geðþótta.

Lesa áfram Meira um skemmtikeppni Líklegs

Ný dagskrá / Flöggun í Sólbrekkukeppninni

Nýja aðstaðan

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á Bikarmótið í Sólbrekku en skráningu líkur á miðnætti 8 júlí á vef MSÍ. Um að gera að drífa sig og vera með. Í þessari keppni eru allir keppendur beðnir að aðstoða við flöggun annað hvort sjálfir eða aðstoðarmaður fyrir hans hönd. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort nægir að flaggað sé í einu motoi og verða endanlegar upplýsingar sendar út á föstudaginn. En án flaggara getur engin keppni hafist.

Búið er að vinna mikið á Sólbrekkusvæðinu undanfarið eins og þeir sem hafa komið hafa tekið eftir og er þetta bara byrjunin á enn stærra verki. Við erum afskaplega ánægð með það sem komið er enda höfum við kraftaverkafólki á að skipa.

Sjáumst kát og hress.
Kveðja, Stjórnin.

Hér er Nýja dagskráin (kvennamótóin lengd)