Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Sumarnámskeið fyrir krakka

Frá einu af námskeiðum VÍK

Motocross skóli VÍK hefur ákveðið að færa út kvíarnar og ætla nú að byrja með nokkurs konar sumarnámskeið fyrir krakka. Námskeiðið er fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára sem eru viðloðinn motocrossi, hvort sem þau eiga eða vilja fá hjól.

Námskeiðið verður ekki eins og fyrri motocross námskeið sem skólinn er með. Á þessu námskeiði verður ekki einungis farið í æfingar á hjólinu heldur einnig farið í leiki, sund og margt fleira og verður fjölbreytileikinn í fyrirrúmi. Foreldrar munu þá skutla krökkunum á viðkomandi staði sem og sækja þau.

Námskeiðið verður 4 daga vikunnar þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 9-12. Krakkar þurfa að hafa með sér nesti 3 daga vikunnar en á föstudögum munu leiðbeinendur grilla fyrir krakkana.

Lesa áfram Sumarnámskeið fyrir krakka

Krakkaæfingar/Kvennaæfingar í Bolöldu

Nú er nýr mánuður að hefjast hjá okkur og við ætlum að færa okkur úr Álfsnesi yfir í Bolöldu. Enn getum við tekið eitthvað af strákum/stelpum á æfingar. Sjáumst hress og kát kl 18:00 í Bolöldu allavega næstu tvær vikurnar. Einnig eru nokkrir einkatímar lausir, hægt er að panta á namskeid@motocross.is.

Kvenna æfingar hjá James Robo verða í Bolöldu í kvöld kl 18:00

Flöggun á Álfsnesi

flag.jpgÍ þessari keppni eru allir keppendur beðnir um aðstoð við flöggun á einu Moto.

Hver keppandi, annað hvort sjálfur eða einhver fyrir hans hönd, skal sjá um flöggun á einu Moto sem tilgreint er í skjölunum hér að neðan.

Vinsamlegast athugið að keppni getur ekki hafist fyrr en allar FLAGGARA-stöður í öllum Motoum hafa verið mannaðar. Það er því afar mikilvægt að keppendur sinni þessu hlutverki samviskusamlega.

Gefið ykkur á tal við yfirflaggara ef uppgefinn tími hentar ekki.

Keppendur vinsamlega skoðið þessar skrár og helst prentið út:

Flöggun_keppendur_Alfsnes – PRENTA ÚT

Keppendur MX  Alfsnes 2010_pdf

Þökkum aðstoðina,
Mótstjórn

Álfsnesbraut. ÁRÍÐANDI!!!!!!!

Startið og stóri pallurinn, glæsilegt á að líta.

Nú er komið að því!!!.

Nú vantar okkur harðduglegt fólk til að aðstoða okkur við lokaundurbúninginn fyrir morgundaginn. Það er ekki mikið eftir en þó það mikið að það verður ekki gert af örfáum.

Hvetjum alla þá sem telja sig eiga hlut í brautunum okkar að koma og taka til hendinni. Og hverjir eiga brautirnar? Jú að sjálfsögðu félagsmenn. VÍK byggist upp af félagsmönnum, ekki satt?      Mæting kl: 18.00. Ca 2 tíma vinna.

Ekki láta örfáa ( og alltaf þá sömu ) bera uppi félagsstarfið, verið með í okkar frábæra hópi. Lesa áfram Álfsnesbraut. ÁRÍÐANDI!!!!!!!

Álfsnesbraut

Það verður mikið lagt í brautarvinnu fyrir keppnina á næsta Laugardag. Reynir verður með gröfur, jarðýtu, traktor og vökvunarmenn á vöktum.  Gámapallurinn, við hliðina á startinu, verður lagaður til þannig að hann verði með betri lendingu bæði ofaná og niðurstökkið. Að venju má búast við flottri Álfsnesbraut í keppni. Okkur vantar harðduglegt fólk til að aðstoða okkur á fimmtudag og föstudag. Það eru næg verkefni fyrir alla. Þeir félagsmenn okkar sem vilja leggja hönd á plóg hafi samband við Reyni S: 898 8419.

Brautarnefnd.

Bolaöldubraut

Leyni útlendingurinn að stökkva þrefalt.

Bolaöldubrautir verða lokaðar frá og með kl: 18:00. í dag.

Opnar aftur fyrir almenning á Sunnudag. Þetta er vegna LEX GAMES 2010. Sem allir ætla að sjá.

Þeir sem mættu í brautina í gær fengu helling fyrir peninginn. Brautin var vökvuð í ræmur. Uppstökkið á stóra pallinum var lagfært. Leyni útlendingur var að sýna okkur hvernig ætti að stökkva yfir þrefalda pallinn, sem enginn vissi að væri til, og það var þannig. Það var kennari með hóp á svæðinu. Bína BR…… var líka, alveg á háa C-inu. Það voru stórvirk vinnutæki, gröfur. Freestæl reiðhjólafólk. Líklegur með pípuna. Garðar á traktornum. Lexi og co að preppa fyrir helgina.  Það var kvennahópur og OfurHaukur. Fullt, Fullt af skemmtilegu fólki. Og ekki skemmdi veðurblíðan fyrir. Lesa áfram Bolaöldubraut