Motocross skóli VÍK hefur ákveðið að færa út kvíarnar og ætla nú að byrja með nokkurs konar sumarnámskeið fyrir krakka. Námskeiðið er fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára sem eru viðloðinn motocrossi, hvort sem þau eiga eða vilja fá hjól.
Námskeiðið verður ekki eins og fyrri motocross námskeið sem skólinn er með. Á þessu námskeiði verður ekki einungis farið í æfingar á hjólinu heldur einnig farið í leiki, sund og margt fleira og verður fjölbreytileikinn í fyrirrúmi. Foreldrar munu þá skutla krökkunum á viðkomandi staði sem og sækja þau.
Námskeiðið verður 4 daga vikunnar þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá 9-12. Krakkar þurfa að hafa með sér nesti 3 daga vikunnar en á föstudögum munu leiðbeinendur grilla fyrir krakkana.