Það var líf og fjör í Álfnesbraut í morgun. Nokkrir velútsofnir og sprækir mættu snemma til að taka á tuggunum sínum. Veðrið var gott, brautin var góð, er hægt að hafa það betra? Fínn og góður sumarmorgun. Lesa áfram Morgunstund í Álfsnesi.
Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
MotoMos 2 ára afmæli.
Jæja þá er brautin okkar í MotoMos orðin 2 ára, og í tilefni dagsins ætlum við að vera með smá húllumhæ á morgun 17. júní kl 13.
Eysteinn ýtusnillingur verður búinn að taka brautina í gegn:) Balli er búinn að vera vinna í braut fyrir yngstu snillingana, 65cc-85cc. Einnig erum við að vígja húsið okkar og ætlum að bjóða upp á grillaðar pylsur, gos og kaffi. Munið bara eftir miðum á N1 í Mosó 🙂 Sjáumst hress.
Álfsnesbraut opnar
Álfsnesbrautin opnar á morgun, miðvikudag, kl: 17.00. Eftir flottar lagfæringar.
Áður en hleypt verður í brautina er skilyrði að allir labbi einn hring í brautinni og hreinsi sjáanlega steina. Nú eða skipuleggja sig vel og allir taki einn kafla. Muna eftir miðum – árskortum á hjólunum. Enginn miði – árskort = brottvísun úr brautum VÍK. Miðar fást í N1 Mosó.
Brautarnefnd.
Álfsnesbraut!!!
Við ýtrekum að Álfsnesbraut ER LOKUÐ! ÖLL UMFERÐ HJÓLA ER STRANGLEGA BÖNNUÐ Í BRAUTINNI. Það á eftir að þjappa uppstökk og palla með stórum bíl/jeppa. Ef einhver hefur bíl til slíkra verka, þá má sá hinn sami hafa samband við Reynir í síma 8988419. Engin þjöppun = Engin opnun 🙁
Opnun brautarinnar verður auglýst þegar þjöppun er lokið.
Brautarstjórn
Álfsnesbraut
Álfsnesbraut er lokuð.
Verið er að lagfæra brautina til að gera hana góða fyrir heljarmikla æfingatörn næstu daga.
Opnun verður auglýst .
Kv.
Reynir og Álfarnir
Bolaöldubraut.
Stóra brautin í Bolaöldum verður lokuð frá og með deginum í dag. Opnar aftur á fimmtudag kl: 18:00.
Við erum að fá jarðýtu í brautina og ætlum að gera smá breytingar.
Þeir sem vilja fá forskot í brautina á fimmtudag! þá er það hægt með því að mæta tímalega og tína grjót.
Barnabrautir eru opnar sem og Enduro slóðar. En því miður býður veðrið okkur ekki uppá heilbrigða vökvun.