Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Bolaöldubraut, Miðvikudag

Garðar, yfirgæslumaður Bolaöldusvæðisins, mun hafa MX brautina lokaða til kl 19:00 á morgun.

Verið er að gera smá lagfæringar í brautinni sem taka fram til 19:00. Óskað er eftir áhugasömum til að aðstoða frá kl 18:00 – 19:00.

Nú er bara að dusta rykið af félagsandanum, mæta í Bolaölduna á morgun, láta gott af sé leiða og skella sér síðan nokkra hressandi hringi í brautini. Og það sem meira er að það ringdi alveg ágætlega í brautina í dag, rakastigið ætti þar af leiðandi að vera gott.

Endúró Slóðar í Bolaöldum

Nú eru slóðakerfið á Bolaöldusvæðinu að detta í nothæft ástand. Það er vinnukvöld í kvöld kl 18:00. 

Þeir sem mæta hafa að sjálfsögðu forgang í að hjóla í slóðakerfinu í kvöld.

Hinir sem ekki mæta á vinnukvöld!!! Þið getið ekki hjólað fyrr en á morgun, föstudag.

Hvetjum alla alvöru slóðaökumenn til að mæta í kvöld og aðstoða við að gera slóðakerfið betra.

ATH slóðakerfið er ekki í sama ástandi og það var sl haust. Farið með varúð fyrsta hringinn til að kanna aðstæður.

Ljósmyndir óskast

Flott mynd

Kanntu á myndavél? Motocross.is óskar eftir ljósmyndum frá öllum keppnum sumarsins, einnig frá æfingum og félagsstarfi. Tilvalið að byrja á myndum frá Klaustri um helgina.

Ljósmyndarar geta fengið aðgengi að Vefalbúminu okkar og sett myndirnar sjálfir beint á netið þar sem þúsundir sjá þær!

Hafðu samband við vefstjori@motocross.is ef þú átt flottar myndir frá helginni eða ert til í að taka í sumar

Starfsmenn óskast

Um komandi helgi er Klausturskeppnin víðfræga og okkur vantar aðstoð við ýmislegt.

Brautargæsla:

Nú vantar okkur ca. 25 manns í brautargæslu og aðra aðstoð fyrir keppnina til að sinna gæslu á brautinni og umhverfi, lagfæringum og aðstoð við keppendur eftir þörfum. Brautargæslumenn fá mat og bensín á keppnisstað en þurfa að koma sér sjálfir á staðinn. Gæslumenn þurfa að vera 20 ára eða eldri, vera á hjóli eða fjórhjóli og geta valdið slaghamri (til að reisa upp stikur). Áhugasamir geta sent Svavari yfirbrautargæslustjóra tölvupóst á svavark@gmail.com Lesa áfram Starfsmenn óskast

Vinnudagur í MotoMos á sunnudag

Halló allir saman,

Nú ætlum við í Motomos að reyna að taka  til á svæðinu okkar og vantar hjálp 🙂
Vinna við húsið og reyna að festa niður dælur, skrúfa sprinklera upp aftur, vinna í brú, tína grjót og margt fleira.  Gott væri að fá sem flestar hendur, þá tekur þetta stuttan tíma 🙂
Mæting kl 12 á sunnudaginn og vinna til kl 16 og hjóla svo saman ………
Sjáumst hress,

Guðni F