Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Bolaöldufjör í dag.

Fríður hópur keppenda á ráslínu.

Það var mikið stuð í Bolaöldum í dag, fyrsta keppni sumarsins var haldin í dag með frábærum árangri fyrir flest alla. Úrslit verða birt vona bráðar hér á síðuni. Keppnin í dag gekk vonum framar þrátt fyrir að nýtt keppnisfyrirkomulag vefðist aðeins fyrir keppendum en það var ekkert sem ekki var hægt að leysa með góða skapinu sem allir voru með í farteskinu í dag. Á svæðinu voru allir helstu þolaksturkeppendur Íslands sem tókust á við þær þrautir sem Guggi og félagar höfðu lagt fyrir þá. Dagurinn byrjaði með sól og sumaryl en þokan tók völdin þegar leið á daginn. Ekki voru keppendur að kippa sér upp við það smáræði enda veðuraðstæður eitthvað  sem verður að taka með í reikninginn. Starfsmenn, brautargæslumenn og stjórnendur fá stórar þakkir fyrir frábært félagsstarf í dag, án ykkar væri þetta ekki framkvæmanlegt. ATH… Slóðakerfið okkar er lokað þangað til annað verður auglýst. Lesa áfram Bolaöldufjör í dag.

Bolaöldubrautir

Allar brautir í Bolaöldum eru lokaðar frá og með kl:19:00 í kvöld, föstudag, vegna undirbúnings við endúrókeppni.

 Endúróslóðar eru LOKAÐIR eftir keppni, þangað til annað verður auglýst.

Mx brautir opna aftur á sunnudag kl 12:00.

VÍK-ingar í Álfsnesbraut

Það er frábært að sjá þegar félgasmenn okkar taka sig til og framkvæma stórvirki upp á eigin spýtur.

Þeir félagar Viggó #2 og Ingvar Hafberg eru búnir að vera að vinna við Álfsnesbrautina í dag. Þar hafa þeir verið við trjárækt, grassáningu og aðra snyrtingu í kring um brautina. Þetta er frábært framtak hjá köppunum og öðrum gott fordæmi. Frábært fyrir okkur að eiga svona græna og væna félgasmenn. Takk fyrir strákar.

VÍK

Álfsnes, morgunstund gefur gull í munn.

Amk gaf sú vinna það af sér að þeir sem mættu, fengu forgang í nýlagaða brautina. Reynir og Tóti kláruðu að mestu leyti að umbreyta brautinni í gær og allt lítur það hrikalega flott út. En það vantaði ekki mannskapinn í morgun og alir voru gríðarlega spenntir að fá að taka trylling í brautinni. Já og veðrið……. einfaldlega frábært hjólaveður. Lesa áfram Álfsnes, morgunstund gefur gull í munn.

Álfsnesbraut tekin í gegn. Opnar kl 14:00 Sunnudag.

Reynir á fullu að stika út fyrir nýjum palli

Vefurinn kíkti við í Álfsnesbrautinni í dag þar sem Reynir er á fullu við að gera brautina frábæra. Breytingarnar líta hrikalega vel út og verður pottþétt spennandi að prófa hana. Fyrir þá sem vilja fá að vera fyrstir til að keyra brautina á morgun,,,, þá er bara mæta í vinnutörn í fyrramálið milli 11- 13.00 og fá í staðinn forgang í brautina. Það verður ekkert hangs, bara kröftug vinna. Reynir verður með gríðalegt eftirlit á því ( hann er svakalegur harðstjóri 🙂 )

ATH allir verða að kaupa miða í brautina nema þeir sem mæta og vinna vel. Lesa áfram Álfsnesbraut tekin í gegn. Opnar kl 14:00 Sunnudag.

Álfsnes lokuð á morgun vegna viðhalds

Álfsnes verður lokuð á morgun vegna viðhalds þar sem meðal annars pallar verða lagaðir o.fl.  Það verður jarðýta sem vinnur verkið undir leiðsögn Reynis.  Á sunnudag verður svo vinnudagur í Álfsnesi frá kl.10 – 13 og fá þeir sem mæta til vinnu, á réttum tíma, smá forskot á sæluna og keyra einir í brautinni frá kl 13 – 15.  Brautin verðu svo opnuð almenningi frá kl 15 á sunnudaginn.  Er þetta í raun fyrsta lagfæringin á brautinni síðan fyrir síðasta mót í Íslandsmeistaramótinu sem haldið var í júlí í fyrra.  Þannig að hún ætti að verða eins og best verður á kosið á sunnudaginn.  Minnum á miða í brautina sem fást á N1 í Mosfellsbæ.