Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Álfsnesbrautin í dag.

Kátir kappar í Álfsnesi.

Það var múgur og margmenni á opnunardegi Álfsnesbrautar. Reynir #3 er búinn að vera að gera og græja undanfarna daga til að við hin getum leikið okkur. Og það vantaði ekki brosið á alla í dag. Enda fátt skemmtilegra en að komast í moldarbraut svona snemma að vori. Brautin virðist koma ótrúlega góð undan vetri, það má þakka allri þeirri vinnu sem var lögð í hana sl sumar. Að sjálfsögðu höfðu allir keypt miða í brautina og öllum þótti sjálfsagt að stoppa öðru hverju og tína steina 0g rusl sem var að þvælast fyrir. Gaman saman á góðum vordegi. Lesa áfram Álfsnesbrautin í dag.

Bolaöldubraut Laugardaginn 24 Apríl

Bolaöldubrautin er opin í dag. Hitastigið kl 9 í morgun var um 3 gráður í +. Það var sáralítið næturfrost og brautin ætti að vera orðin góð um hádegi. Háþrýstidælan verður opin til kl 16:00 eða á meðan Garðar er á svæðinu. Minnum alla á að kaupa sér miða í brautina í Olís v/ Norðlingaholti eða í Litlu Kaffistofunni.

Endúró slóðarnir eru LOKAÐIR. En einhverjir telja sig ekki þurfa að fara eftir því og hafa verið að spæna upp slóðana. Og með því framferði er verið að skemma. Það er verið að skemma þá þannig að við þurfum að öllum líkindum að LOKA einhverjum af þeim í allt sumar. ATH við erum ekki að LOKA bara af því. Það er lokað að því að jarðvegurinn þolir ekki akstur ennþá. Það myndast djúp för eftir hjólin sem jafna sig jafnvel aldrei.

EINUNGIS 1 % ÖKUMANNA FARA EKKI EFTIR SETTUM REGLUM. EKKI HALDA ÁFRAM AÐ SKEMMA FYRIR ÖLLUM HINUM.

Bolaöldunefndin.

Bolaöldubrautin opnar kl 13.00 Sunnudag

Bolaöldubrautin fékk góða yfirhalningu í dag. Tóti ýtukall og Gaðar Bolaöldumeistari tóku alla brautina í gegn, allir pallar og lendingar eru í toppstandi. Einungis eru 1-2 smákaflar blautir  að öðru leyti er brautin 100%.

Félagslyndir og morgunhressir eru hvattir til þess að mæta í fyrramálið kl 11.00 og hreinsa aðeins til í brautinni og fá að launum frímiða í brautina. Svo ekki sé nú talað um hamingjuna í því að hjóla í frábærri braut.

Árskortin frá því í fyrra eru ekki lengur gild og verða ALLIR að kaupa sér miða í Olís v/ Rauðavatn eða Litlu Kaffistofunni.  Undantekning á þeirri reglu eru að sjálfsögðu þeir sem mæta í morgunvinnuna.

Enduró slóðarnir eru LOKAÐIR þangað til annað verður tilkynnt.

Sjáumst hress og kát á morgun.

Brautarstjórn




Álfsnesbrautin.

Álfsnesbrautin var tekin í vettvangskönnun í dag.

Það er amk 1-2 vikur í að hún verði ökufær, það eru stórar tjarnir hér og þar í brautinni og  undirlagið er frosið. Farið verður í það á næstunni að ræsta vatnið úr brautinni og gera það sem þarf til að hún verði nothæf sem fyrst.

Brautin er LOKUÐ þangað til annað verður auglýst.

Stjórnin.

Munið félagsgjöldin

motogp10.gifKeppendalistinn fyrir Klaustur verður birtur um eða eftir helgina og vegna mikillar aðsóknar verður gengið mjög hart eftir því að keppendur séu skráðir í félag og hafi greitt félagsgjald. Þeir sem ekki hafa greitt félagsgjald í sinn klúbb geta því átt á hættu að vera hent út af listanum fyrir þá sem eru á biðlista inn í keppnina.

Ný verðskrá hefur tekið gildi og enn eru nokkrir dagar til að tryggja sér skráningu á lága verðinu hér á vefnum áður en greiðsluseðlar verða sendir út í næstu viku. Nú er einnig hægt að greiða fjölskyldugjaldið hér á vefnum.

Félagsgjöld VÍK 2010
Greitt á netinu / millifært 4.000 kr.
Greitt með greiðsluseðli 5.000 kr.
Greitt fjölskyldugjald á netinu / millifært 7.000 kr.
Greitt fjölskyldugjald með greiðsluseðli 8.000 kr.

Viðhaldsnámskeið VÍK

VÍK þakkar Einari / Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, fyrir aðstoðina og kennsluna á þessum þremur námskeiðum sem haldin voru. Það skal tekið fram að Einar gerði þetta án þess að taka greiðslu fyrir, þannig að þær tekjur sem komu inn af námskeiðunum renna til félgasstarfs VÍK.  Þetta er  félgasandinn í hnotskurn.

Við teljum að allir sem sóttu námskeiðin hafi haft gott af og vonandi geta flestir nýtt sér það sem boðið var uppá. Nú ættu viðkomandi að kuna að viðhalda hjólinu sínu og meta hvenar er komið að stærra viðhaldi, hvort að hann geri það sjálfur eða fái fagmenn til þess er síðan annað mál. 

VÍK mun að öllum líkindum halda sambærileg námskeið næsta vetur þar sem þörfin er klárlega fyrir hendi.

Takk fyrir okkur.   Lesa áfram Viðhaldsnámskeið VÍK