Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Viðhaldsnámskeið VÍK, FRESTAÐ!!!

3. hluti viðhaldsnámskeiðs VÍK sem var dagsett á morgun, Miðvikudaginn 31.03.2010. Frestast  til Miðvikudagsins 07.04.2010.  Þetta gerum við vegna þess að margir eiga ekki heimagengt annað kvöld.

Vonandi veldur þetta ekki óþægindum fyrir ykkur.

MBK

Óli Gísla

Skyndihjálparnámskeið Slóðavina á miðvikudagskvöld

Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir halda skyndihjálparnámskeið á miðvikudagskvöld. Farið yfir þau atriði sem snúa beint að mótorhjólafólki og þeim áverkum sem við verðum oftast fyrir. Kennari á námskeiðinu er Björgvin Herjólfsson, skyndihjálparkennari, en hann kom líka til okkar í fyrra og þótti standa sig mjög vel.

Námskeiðið tekur mið af þeirri skyndihjálp sem veitt er á fjöllum, fjarri góðum samskiptum og hjálp. Meðal efnis sem farið verður yfir er beinbrot, innvortis áverkar, hreinsun sára, stöðvun blæðingar, marblettir og bólgnun, áverkagreining o.fl. Námskeiðið verður bæði bóklegt og verklegt. Fyrir verklega hlutan eru þátttakendur hvattir til að taka hjálminn sinn með. Við munum æfa okkur í að taka hjálm af „slösuðum“ félaga okkar.

Lesa áfram Skyndihjálparnámskeið Slóðavina á miðvikudagskvöld

Viðhaldsnámskeið VÍK

Einar Sig að sýna hvernig hægt er að gera við göt á vélarhlífum.

 2. Hluti viðhaldsnámskeiðs VÍK fór fram á Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur í gærkvöldi. Mjög góð mæting var á námskeiðið og hægt er að fullyrða að fólk fékk vel fyrir peninginn. Einar Sig og Einar Sverris sáu um að troða inn í fólk eins mikilli visku og hægt var á tveimur klst. Einar Sig kenndi allt um kúpplingar og ventlastillingar á meðan Einar Sv kenndi allt um umhirðu og stillingar á börkum. Einnig var Einar Sv með fyrirlestur í umhverfisvænum hreinsiefnum fyrir loftsíur. Í lokin fengu allir að sjá hluta af verkfæraúrvali sem er í boði frá MX Sport. Lesa áfram Viðhaldsnámskeið VÍK

Framtíðarsýn VÍK kynnt á aðalfundinum

Framtíðarsýn VÍK í Bolaöldu

Aðalfundur VÍK var haldinn í gærkvöldi og voru aðalfundarstörf haldin í takt við gamla siði og reglur. Hrafnkell Sigtryggsson var endurkjörinn formaður og reikningar kynntir. Hann kynnti framtíðarsýn stjórnarinnar og bar hana undir félagsmenn. Tillagan gekk útá mikilvægi þess að félagið eignist betri æfingaraðstöðu, þar með talda innanhússaðstöðu aukþessara liða:

  • Ökukennarasvæði norðan við svæðið
  • Hjólahöll
  • 3 motocrossbrautir til viðbótar –Ný 85cc braut, byrjendabraut fullorðinna, ný æfingabraut
  • Flóðlýsing á aðalbraut
  • Trial/þrautabraut
  • Freestylesvæði
  • Uppgræðsluáætlun
  • Geymsluaðstaða fyrir hjól
  • Nýtt og stærra þvottaplan
  • Bundið slitlag inn á svæðið

Bar Hrafnkell upp þá tillögu að hefja undirbúning byggingu hjólahallar auk hinna atriðanna. Tillagan var samþykkt einróma og stefnt er að að hjólabyggingin verði tilbúin árið 2015 en önnur atriði fyrr.

Lesa áfram Framtíðarsýn VÍK kynnt á aðalfundinum

Viðhaldsnámskeið VÍK

Síðastliðinn Miðvikudag var 1. hluti í viðhaldsnámskeiði á drullumöllurnum. Mjög góð mæting var á námskeiðið og voru allir mjög áhugasamir um það sem Einar Sig/ Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, framreiddi úr reynslubankanum. Okkar von, hjá VÍK, er að þeir sem mæta á námskeiðin hafi í lokin kunnáttu í að sjá til þess að hjólin séu tilbúin til notkunar fyrir hverja hjólaferð. A.m.k að skilja hvað þarf til þess. Nú eða þá bara að skilja að það þarf að gera við á ákveðnum tímapunkti. Næsta námskeið verður Miðvikudaginn 24.03.10. Kl: 19:30

Frægðarför var farin í myndatöku á námskeiðinu en því miður þá gaf tölvan, sem geymdi myndirnar, upp öndina áður en þessi grein var rituð. Vonandi verður hægt að bæta úr því á næsta námskeiði.