Við minnum á aðalfundinn sem verður í dag, þriðjudag 16. mars kl. 20 í húsakynnum ÍSÍ í Laugardalnum. Á dagskránni verða venjuleg aðalfundarstörf s.s. skýrsla stjórnar, yfirferð ársreikninga, kosning í stjórn og nefndir og fleira.
Að auki verða kynntar áhugaverðar tillögur að framtíðarskipulagi Bolaöldusvæðisins þar sem margt forvitnilegt og spennandi mun koma fram. Við hvetjum því alla til að mæta og taka þátt í starfinu og móta framtíðina með okkur.
Kveðja, Stjórn VÍK
Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
Viðhaldsnámskeið VÍK
Á morgun, Miðvikudag, hefst námskeiðaröð VÍK í viðhaldi á drullumöllurum. Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur – Bæjarflöt 13 Grafarvogi, sér um kennsluna og hefst námskeiðið Kl: 19:30. Góð þáttaka er á námskeiðin og víst er að hinir fróðleiksfúsu fá eitthvað til að moða úr eftir að Einar verður búinn að hella úr viskubrunni sínum. Minnum þáttakendur á að mæta á réttum tíma til að missa ekki af neinu. Þeir sem eiga eftir að borga, vinsamlegast klárið það áður en mætt er á námskeiðið.
Námskeiðin eru eftirfarandi Lesa áfram Viðhaldsnámskeið VÍK
Undirbúningur fyrir Klaustursskráningu
Nú styttist í skráninguna fyrir Klaustur. Til að fyrirbyggja misskilning og vesen þurfa menn að vera yfirvegaðir yfir tölvunni miðvikudagskvöldið svo skráningin gangi smurt fyrir sig. Hér eru nokkur tips fyrir verðandi keppendur:
- Greiðið félagsgjöldin í VÍK, eða annað félag innan MSÍ, hér og nú því allir sem keppa þurfa að vera í félagi.
- Veljið ykkur liðsfélaga Lesa áfram Undirbúningur fyrir Klaustursskráningu
Skráning í skyndihjálparnámskeið
Hér með hefst skráning í skyndihjálparnámskeið sem er sérhannað fyrir mótorhjólafólk og þá sem umgangast mótorhjólafólk. Smellið hér til að lesa frétt frá því um daginn en smellið á „Lesa meira“ til að skrá ykkur
Það er allt að gerast hjá VÍK
Stjórnarmenn í VÍK eru, að venju, hrikalega virkir þennan veturinn, þá er eins gott fyrir félagsmenn að vera á tánum og taka þátt í öllu sem er að gerast á vegum klúbbsins. Það eru búin að vera hjólanámskeið í Reiðhöllinni, það eru búnar að vera innikeppnir, ískeppnir, næringarnámskeið, þrekþjálfun og svo má lengi telja. Mars er mánuðurinn sem toppar síðan allt í vetrarstarfi klúbbsins.
Skyndihjálparnámskeið verður þann 11.03.10. Aðalfundur verður þann 16.03.10
Og nú erum við með VIÐHALDSNÁMSKEIÐ. Hér setjum við upp námskeið fyrir alla þá sem hafa ekki grunnþekkingu í því að þjónusta hjólin.
Námskeiðið er í samstarfi við og hjá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, en þar eru menn hoknir af reynslu í mótorhjólaviðgerðum.
Skráning sendist til: olafur@bernhard.is eða í S. 864-1243 Óli Gísla. Lesa áfram Það er allt að gerast hjá VÍK
Sérsniðið mótorhjóla-skyndihjálparnámskeið
Sérsniðið skyndihjálparnámskeið verður haldið fimmtudaginn 11.03. kl: 19-22 í Reykjavík (staðsetning auglýst síðar). VÍK í samstarfi við strákana
í Slökkviliðinu sem séð hafa um sjúkrabílinn á keppnunum hjá okkur hafa sett saman sérsniðið skyndihjálparnámskeið fyrir hjólafólk. Þetta námskeið
hentar þeim sem stunda æfingar í Moto-Cross, Enduro og eru í ferðamennsku.
Eftirfarandi eru helstu þættir sem farið er í: Lesa áfram Sérsniðið mótorhjóla-skyndihjálparnámskeið