-
Eftir að staðfesting um endurnýjun Klausturskeppninnar barst, jókst áhugi fólks verulega á að koma sér í hörkuform fyrir sumarið. Allt í einu er keppnisfólk, jafnt sem aðrir, tilbúnir að leggja mun meira á sig til að úthaldið og styrkurinn verði 100% þegar kemur að átökum í Maí. Myndavélin var tekin með á æfingu hjá einum þeirra hópa sem æfa á fullu, svona rétt til þess að leyfa öðrum að sjá hvað væri í gangi hjá þessu ferska og kraftmikla fólki. Lesa áfram Hörkuátök hjá Drullumöllurum.
Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
Önnur keppni vetrarins í Endurokrossi á sunnudaginn í Reiðhöllinni
Á sunnudaginn 14. febrúar nk. munu Nítró og Vélhjólaíþróttaklúbburinn endurtaka leikinn og bjóða til mótorsportveislu í Reiðhöllinni í Víðidal. Þetta er í annað skipti á Íslandi sem svona keppni er haldin en síðasta er bæði keppendum og áhorfendum ógleymanleg.
Skemmtun fyrir áhorfendur og pressa á keppendur.
Brautin síðast reyndist mörgum ótrúlega erfið og þess er að vænta að menn mæti enn grimmari til leiks núna þegar menn vita hverju má búast við. Brautin um helgina verður þó án efa talsvert breytt og með öðru sniði og ætti að bjóða upp á harða keppni milli allra bestu hjólaökumanna landsins. Sem fyrr eiga keppendur von á spennandi hindrunum; stökkpöllum, staurabreiðum, stórgrýti, hleðslusteina- og dekkjahrúgum, kubbagryfjum og mörgu fleira. Lesa áfram Önnur keppni vetrarins í Endurokrossi á sunnudaginn í Reiðhöllinni
Sögustund Slóðavina
Næstkomandi miðvikudagskvöld, 10. febrúar, stendur Ferða- og útivistafélagið Slóðavinir fyrir Sögustund í samvinnu við Bernhard Vatnagörðum. Nú sem endranær er sögustundin helguð frumkvöðlum í ferðamennsku á mótorhjólum þar sem sérstaklega er horft til ferðalaga í óbyggðum Íslands. Í sal verða til sýnis nokkur af þeim mótorhjólum sem notuð voru til ferðalaga hér á Íslandi í denn. Á seinasta ári tókst þessi viðburður vonum framar og mættu yfir 100 manns og hlustuðu á sögur og horftu á myndir af ferðalögum sem farnar voru fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan. Í ár verður róið á svipuð, en þó ekki sömu mið, og verða m.a. sagðar sögur frá ferð Snigla á Látrabjarg, vorferð í Landmannalaugar á torfæruhjólum, ágústferð á NA-land ásamt fleiri sögum. Njáll Gunnlaugsson, höfundur Þá riðu hetjur um héruð – 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi, segir frá og sýnir myndir úr einstöku safni sínu. Sögustundin fer fram hjá Bernhard í Vatnagörðum, hefst kl. 19.00 og er allt áhugafólk um ferðalög á mótorhjólum velkomið. Veitingar í boði Bernhard og Slóðavina. Til sölu verður bók Njáls Gunnlaugssonar, en andvirði bókarinnar fer í uppbyggingu á mótorhjólasafni Íslands sem nú er í smíðum á Akureyri (www.motorhjolasafn.is).
Miklar pælingar og stór framtíðaráform
Á stjórnarfundi VÍK voru miklar pælingar um framtíð félagsins. En klárlega hefur komið í ljós að mikill eftirspurn er eftir aðgengi að innanhúsbraut fyrir félagsmenn, bæði til æfinga og keppnishalds. VÍK mun kynna á næsta aðalfundi stórhuga hugmyndir um hvert félagið vill stefna á næstunni, bæði hvað félagið varðar og alla aðstöðu. Var mikill hugur í mönnum og ljóst er að þrátt fyrir barlóminn í þjóðfélaginu, að þá heldur lífið svo sannarlega áfram og félagið þarf að huga að framtíðinni og uppbyggingu félagsins. Félag eins og VÍK getur ekki leyft sér þann munað að leyfa félagsstarf dofna vegna lágdeyðu og úrræðaleysi stjórnmálamanna.
Lesa áfram Miklar pælingar og stór framtíðaráform
Fyrsta námskeiðið í kvöld kl 19:30.
Fyrsta námskeið vetrarins, hjá VÍK, verður haldið í kvöld, mánudag, kl. 19.30 – 21.30
Fyrirlestur / kennsla frá íþróttanæringafræðingi.
Farið verður yfir hvernig hjólaíþróttafólk ætti að stjórna mataræði sínu fyrir æfingar, keppnir og almennt. Fyrirlesari er Fríða Rún Þórðardóttir Íþróttanæringarfræðingur.
Staðsetning: Í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, fundarsalur D, 3. hæð.
Kostnaður: Kr: 500.- Greitt á staðnum.
Námskeiðahald á vegum VÍK.
Á næstu vikum og mánuðum mun VÍK halda ýmis námskeið fyrir félagsfólk og aðra áhugasama hjólara. Við hefjumst handa næstkomandi mánudag 25. janúar en þá kemur í heimsókn til okkar
Fríða Rún Þórðardóttir íþróttanæringarfræðingur og heldur fyrirlestur um næringarfræði keppnisfólks.
Í kjölfarið munum við svo bjóða upp á námskeið þar sem við sýnum og kennum allar helstu viðgerðir sem menn geta sinnt sjálfir og hvernig þeir eiga að fylgjast með hjólunum til að koma í veg fyrir óþarfa bilanir og halda viðgerðakostnaði í lágmarki.
Að auki verður boðið upp á skyndihjálparnámskeið í samstarfi við Rauða krossinn. Námskeiðin eru hugsuð sem hagnýt fræðsla og þjónusta við félagsmenn og aðra áhugasama hjólara en ekki síður sem fjáröflun fyrir félagið og því viljum við sjá sem flesta nýta sér námskeiðin til að styðja félagið og læra eitthvað og hitta mann og annan kannski í leiðinni.