Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Fundur hjá Slóðavinum

Næstkomandi miðvikudagskvöld, kl. 20:00, koma á fund hjá Ferða og útivistarfélaginu Slóðavinir þau Marta Jónsdóttir, lögfræðingur, og Kristófer Kristófersson, verkefnastjóri tæknimála, en bæði starfa þau hjá Umferðarstofu.  Þau koma til með fjalla um öll þau mál sem snúa að skráningar og skoðunarmálum mótorhjóla, auk þess sem fjallað verður um breytingar á umferðarlögum og áhrif þeirra.  Ásgeir Örn Rúnarsson, stjórnarmaður í Slóðavinum og nefndarmaður Tækninefndar félagsins, heldur erindi um raunveruleg áhrif regluverksins á umhverfi hjólafólks.

Einnig mætir Karl Alvarsson, skrifstofustjóri samgönguráðuneytisins á samgöngusviði. Endurskoðun á Umferðarlögum er á borðinu hjá Karli og kemur hann til með að fjalla um breytingar á umferðarlögum sem snúa að mótorhjólum.  Verulegar breytingar eru fyrirhugaðar á umhverfi tví-, fjór- og sexhjóla, og hafa Slóðavinir fundað nokkrum sinnum með ráðuneytinu og sent inn athugasemdir við frumvarpið.

Hjá okkur verða því allir helstu embættismenn stjórnkerfisins sem hafa áhrif á það laga- og reglugerðaumhverfi sem um hjólafólk gildir.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Arctic Trucks, Kletthálsi 3, og hefst eins og áður segir kl. 20:00 .

Mikið fjör hjá hjólafólki þessa helgina eins og oftast

Kennarinn að leggja línuna fyrir næstu æfingu.
Kennarinn að leggja línurnar fyrir næstu æfingu.

Samkvæmt Sveppagreifanum var mikið fjör á ísnum í gær þrátt fyrir að hann væri farinn að gefa eftir í hlýindunum. Hjólarar eru náttúrulega hörkutól og láta ekki smá bleytu hafa áhrif á sig.

Í dag var ekki síður mikið fjör enda veðrið mun vænna. Í Þorlákshöfn var múgur og margmenni og að sögn hefur bílastæðið aldrei verið eins troðið. Sandurinn er að sjálfsögðu krefjandi þegar hann er svona blautur.  Mörgum fannst það frábært en öðrum fannst það erfitt – en allir skemmtu sér vel.

Lesa áfram Mikið fjör hjá hjólafólki þessa helgina eins og oftast

Þrekæfingar Drullumallarafólks.

Jafnvægisæfingar
Jafnvægisæfingar

Nú eru æfingar að hefjast aftur á nýju ári, fyrsta æfingin verður á þriðjudag 05.01.10.og hefst að venju með útihlaupum kl 20:00.

Æfingarnar eru haldnar í sal fimleikadeildar Ármanns í Laugardal. Æfingarnar eru settar upp þannig að þær henti öllum, alveg sama á hvaða aldri eða kyni iðkendur eru.

Ef einhver hefur áhuga á því að taka þátt í sprikklinu þá er laust pláss fyrir 4. Kostaður er 4000 kr á mánuði, þjálfun er á vegum fimleikaþjálfara, skal það tekið fram að þetta er hörku púl. Í útihlaupinu er hlupið 5-7 km  og ætti það að skila sterkum lungum fyrir átök sumarsins.

Það er vöntun á kvennfólki í hópinn þar sem einungis 1-2 stelpur hafa verið að mæta að staðaldri á æfingarnar.

Ef þú hefur áhuga hafðu samband við Óla í S: 864-1243 eða emil: olafur@bernhard.is

Riddarar Reiðhallarinnar í dag. Frábært framtak hjá VÍK.

60 - 85 cc hópurinn bíður spenntur eftir nýju verkefni frá þjálfurunum.
60 - 85 cc hópurinn bíður spenntur eftir nýju verkefni frá þjálfurunum.

Það er okkur mótorhjólafólki þvílík blessun að fá afnot af Reiðhöllinni í Víðidal. Í dag voru æfingar fyrir alla aldurshópa alveg frá yngstu, tilvonandi, afreksmanna okkar upp í og niðurí fullorðna. Já meira að segja nokkrir yfir „forty something“ Það er aldur þar sem fólk hættir alveg að kunna að telja aldursárin! En þessar æfingar eru  jafn skemmtilegar og nauðsynlegar fyrir alla aldurshópa.

Við hina eldri var ítrekað alveg sérstaklega að það mætti alls ekki nota stóru „Jólagjöfina“  í höllinni. Að sjálfsögðu voru allir algjörlega sammála því sem hinir íðilfögru, fjallmyndarlegu og hæfileikaríku þjálfarar ( Helgi Már og Gulli Karls )  sögðu. „Já, já við munum alls ekki nota jólagjöfina og alls ekki stóru JÓLAGJÖFINA í beyjunum, og við munum alls ekki fara í neitt reis eða að taka fram úr, neibb alls ekki! Og svo fór hjálmurinn á hausinn, heilinn skilinn eftir, Jólagjöfin sett í botn og helvítis asn… á undan skyldi sko ekki vera á undan lengi 🙂 . En vá! hvað þetta var frábærlega gaman fyrir alla sem tóku þátt.  Grunnatriðin voru lögð sem gildi dagsins og er það eitthvað sem allir þurfa að fara yfir aftur og aftur. Beygjur, bremsun, klemma og reyna að hugsa. Allir þáttakendur dagsins voru gríðarlega ánægðir með æfingarnar og virkilega ánægðir að geta fengið að snúa upp á rörið í inniaðstöðu.

Lesa áfram Riddarar Reiðhallarinnar í dag. Frábært framtak hjá VÍK.

Jólaæfing í Reiðhöllinni sunnudaginn kl. 18 – fyrir öll hjól

Næsta sunnudag, 20. desember ætlum við að gera tilraun og halda æfingu innandyra í Reiðhöllinni fyrir stór hjól á milli kl. 18 og 19. Æfingar fyrir krakkana hafa gengið gríðarlega vel og er mikil aðsókn í þær. Við höfum því fengið vilyrði fyrir því að prófa fullorðinsæfingar í höllinni! Gulli og Helgi setja upp æfingabraut þar sem áherslan verður á beygju og bremsuæfingar og farið verður í gegnum grunnatriðin sem allir þurfa að æfa og rifja upp. Takmarkaður fjöldi kemst á æfinguna eða max 15 manns sem þurfa að boða sig með því að senda póst á vik@motocross.is, og fyrstir koma – fyrstir fá! Gjald fyrir æfinguna er 2.000 kr. á mann, greitt á staðnum! Verður þetta gaman, eh já!!! Sjáumst.

Endurokross í Reiðhöllinni 5. des – í fyrsta skipti á Íslandi.

52685507_EC2DSC_3061
Frá endurocrossi í Ameríku


Nítró og Vélhjólaíþróttaklúbburinn bjóða til mótorsportveislu laugardaginn 5. desember í Reiðhöllinni í Víðidal. Þetta er fyrsta skipti á Íslandi sem keppt verður innanhúss í Endurokrossi þar sem hver hindrun verður áskorun!

Skemmtun fyrir áhorfendur og pressa á keppendur.
Nokkrir velkunnir reynsluboltar í sportinu hafa lagt fram krafta sína í hönnun á braut sem getur flokkast undir fjölbreytta eðalblöndu af enduro, trial og mótorcrossi. Keppendur geta því átt von á alls kyns spennandi hindrunum; staurabreiðum, stórgrýti, hleðslusteinahrúgum, risadekkjum, kubbagryfjum, vatnstjörn og mörgu fleira.

Lesa áfram Endurokross í Reiðhöllinni 5. des – í fyrsta skipti á Íslandi.