Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Mikið fjör um helgina

Spenntir framtíðarökuþórar bíða eftir fyrirmælum Gulla og Helga
Spenntir framtíðarökuþórar bíða eftir fyrirmælum Gulla og Helga

Þessi helgi er búin að vera okkur hjólafólki gríðarlega hagstæð. Veðrið hefur leikið við okkur og við í staðinn getað leikið okkur á drullumöllurunum vítt og breytt amk hér á suðvesturhorninu.

Laugardagurinn var frábær og var fullt af fólki að djöflast í öllum brautum á Bolaöldusvæðinu, slóðarnir voru líka flottir en að sjálfsögðu voru moldarslóðarnir blautir og mikil drulla þar. Vonandi hafa hjólarar farið vel með þau svæði og einbeitt sér að sandinum í Jósepsdalnum. Mosóbrautin var líka opin í gær og náðu hjólarar varla upp í nef sér af ánægju með brautina, menn héldu hreinlega að dagatalið væri vitlaust, það bara gæti ekki verið 21 Nóv og brautirnar í þessu líka flotta ásigkomulagi.

Dagurinn í dag var ekki síðri þó að hann væri aðeins kaldari en í gær. Að sjálfsögðu látum við hjólarar ekki svoleiðis á okkur fá, enda var fullt af fólki að hjóla í Bolaöldum og í Mosó.

Lesa áfram Mikið fjör um helgina

Krakkakross í Reiðhöllinni í dag!

Við minnum á æfinguna í Reiðhöllinni í dag kl. 16. Þá mæta minni hjólin og kl. 17 mæta 85 cc hjólin og vanari ökumenn á minni hjólum. Allir velkomnir og um að gera að mæta með púkann og leyfa honum að prófa, 2000 kall æfingin hjá Gulla og Helga eða 12.000 til áramóta.

Racer X Films: Wil Hahn

Svona til að hita okkur upp fyrir helgina!

Will Han var að skrifa upp á samning við Troy Lee Designs og mun keyra á Honda CRF 250 2010. Í tilefni þess var tekið viðtal við kappann þar sem hann var við æfingar í suprecross braut. Það liggur nærri að við verðum að vorkenna kappanum þar sem hann þarf að vera að æfa sig í steikjandi hita, glampandi sól og vel preppaðri braut.

Sjá ræmuna HÉR.

Það er ekki hitinn sem við þurfum að hafa áhyggjur af,  kannski bara það að sólin er svo neðarlega þessa dagana að það böggar okkur örlítið. Pælið í því það er að líða á lok Nóvember og við getum ennþá farið að hjóla án þess að pæla í nöglum eða vetraklæðnaði.

En hvað með það,, ég geri ráð fyrir því að það verði brjálað hjólafjör núna um helgina eins og undanfarið. Bolaöldubrautir ættu að vera nothæfar þar sem veðrið hefur verið okkur frábærlega hagstætt.

 Hef ekki fréttir af öðrum brautum en Þorlákshöfn ætti að vera nothæf, eins og oftast yfir vetrartímann, einnig ætti Sólbrekkan að vera brúkleg þó að ég viti ekki nánar um það.

Góða hjÓla helgi, hafa gaman saman.

Fjórhjólabraut rís á Sólbrekku

Jarðýtan komin af stað
Jarðýtan komin af stað

Framkvæmdir eru hafnar við sérstaka fjórhjólabraut sem staðsett er nálægt motocrossbrautinni í Sólbrekku. Það er Fjórhjólaklúbbur Reykjaness sem nýlega varð að sérstakri deild innan VÍR sem stendur fyrir framkvæmdinni.

Fyrsta skóflustungan var tekin í vikunni og stórtækar vinnuvélar eru á staðnum við framkvæmdir. Fjórhjólamenning hefur lengi verið öflug á Reykjanesinu og loks er langþráður draumur orðinn að veruleika. 

Sjá frétt og myndir á vir.is

AÍH Fundarboð

aih-logoAðalfundur torfæruhjóladeildar AÍH verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember n.k. kl. 20:30.  Fundarstaður er Álfafell – salurinn á 2. hæð í íþróttahúsinu við Strandgötu.  Hefðbundin aðalfundarstörf eru á dagskrá samkvæmt reglum félagsins. Félagsmenn hvattir til að mæta.

Stjórnin

Bryndís og Bjarki akstursíþróttamenn ársins

Bryndís og Bjarki taka við verðlaunum á uppskeruhátíð MSÍ
Bryndís og Bjarki taka við verðlaunum á uppskeruhátíð MSÍ

Bryndís Einarsdóttir og Bjarki Sigurðsson voru um helgina valin akstursíþróttamenn ársins af Mótorhjóla- og snjósleðasambandi Íslands. Bryndís náði góðum árangri í sumar á alþjóðavettvangi en hún endaði í 9.sæti í sænska meistaramótinu og í 31.sæti í Heimsmeistarakeppninni með 10 stig. Bjarki náði frábærum árangri i í þremur greinum í sumar sem endaði með titli í þeim öllum; snjócrossi, motocrossi og enduro. Bæði eru þau fyrirmyndar íþróttamenn jafnt innan brautar sem utan.
Lesa áfram Bryndís og Bjarki akstursíþróttamenn ársins