Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Krakkakross í Reiðhöllinni í dag kl 16

Góðan dag og bestu þakkir til allra sem skemmtu sér vel í

Stillt upp á æfingu í Reiðhöllinni - mynd frá Sveppagreifanum
Stillt upp á æfingu í Reiðhöllinni - mynd frá Sveppagreifanum

gærkvöldi á árshátíðinni. Í dag verður æfing í Reiðhöllinni frá kl. 16 til 18. Æfingin á miðvikudaginn tókst gríðarlega vel og frábært að sjá hvað margir mættu og skemmtu sér vel í höllinni. Krakkarnir eiga án efa eftir að taka miklum framförum og ekki laust við að maður öfundi púkana að fá að keyra þarna inni. 🙂 Í dag verður æfing kl. 16 en þá mæta minni hjólin/óvanari ökumenn og stærri hjólin/vanari keyrarar mæta kl. 17. Hægt er að skrá sig í æfingarnar fram að áramótum eða borga fyrir staka æfingu á staðnum.

Nokkrir valmöguleikar á æfingum eru í boði og verðin er eftirfarandi: 
a) 10.000 kr. Þrekæfingar í Selásskóla – mánudaga og fimmtudaga kl. 17 – til áramóta           
b) 12.000 kr. Hjólaæfingar í Reiðhöllinni eingöngu, kl. 16/17  – til áramóta
c) 18.000 kr. Þrek + hjólaæfingar í Reiðhöllinni 
d)  8.000 kr.  Hjólaæfingar í Reiðhöllinni (þe. þeir sem eru skráðir nú þegar í þrekæfingarnar)
e)   2.000 kr. Stök æfing í Reiðhöllinni

Allir velkomnir að kíkja og prófa – góða skemmtun

Uppskeru-Árshátíðar-hjóladagur í Bolaöldum

Loksin kom að því að við getum hrært þessu öllu saman.

Samkvæmt Garðari brautar-svæðis-verkstjóra, þá er svæðið í alveg ágætis ástandi. Brautirnar ótrúlega góðar og Jósesdalurinn fínn til þess að leika sér í. Nú er um að gera að nýta sér Laugardaginn til að tæta og trylla á svæðinu, koma síðan úthjólaður og til í fjörið á hátíðina í Rúbín um kvöldið.

Veðurspáin fyrir morgundaginn er glæsileg en trúleg mun kólna verulega eftir helgi, jefnvel frysta. Þá verður ekki gott að hjóla um svæðið nema útbúinn til vetraraksturs.

Munið eftir því að kaupa miða á Olís eða í Litlu kaffistofunni.

Gaman saman

Stjórnin.

Taka #2 á krakkakross í Reiðhöllinni annað kvöld kl. 20

Mynd Sveppagreifinn - takk fyrir lánið
Mynd Sveppagreifinn - takk fyrir lánið

Annað kvöld, miðvikudag gerum við aðra tilraun með krakkakross í Reiðhöllinni sökum þess hve stuttan tíma við fengum á sunnudaginn. Við fáum höllina kl. 20 og byrjum á minni hjólum og þeim sem eru að byrja. Kl. 21 mega svo 85cc hjólin mæta og hraðari ökumenn á 65cc hjólum eins og á æfingunum í sumar. Gulli og Helgi verða á staðnum og munu skipta hópnum upp eftir getu og stýra æfingum hjá krökkunum.

Hugmyndin er svo að vera með fasta tíma einu sinni í viku í vetur sem tilraun amk. fram að áramótum. Við þurfum hins vegar að fá einhverjar vísbendingar um þátttöku og munum skrá alla niður á morgun sem hafa áhuga á þessum æfingum hjá VÍK. Verðið ræðst af þátttöku en hægt verður að velja um:

A) Þrekæfingar mánudaga og fimmtudaga kl. 17
B) Hjólaæfingar eingöngu í Reiðhöllinni kl. 16 / 17 eftir getu.
C) Þrekæfingarnar + hjólaæfingar á sunnudögum kl. 16 / 17
Endilega kommentið hér eða skráið ykkur á morgun til að við sjáum hver möguleg þátttaka og áhugi á þessu er. Kv. Keli

Vantar menn í stjórn MSÍ

Formaður MSÍ skrifaði grein á vefsíðu MSÍ þar sem hann óskar eftir mönnum til að bjóða sig fram til stjórnar. Einnig er grein þá sem hafa nú þegar boðið sig fram. Hér er greinarnar:

Nú líður senn að aðalþingi MSÍ sem fer fram laugardaginn 14. nóvember n.k. og hafa aðeins borist 4 framboð til stjórnar MSÍ, 3 sitjandi stjórnarmenn þeir Jóhann Halldórsson, Guðmundur Hannesson og Stefán Gunnarsson ásamt undirrituðum formanni MSÍ hafa gefið kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn MSÍ.

Lesa áfram Vantar menn í stjórn MSÍ

Bikarmótið í dag, umfjöllun.

Mótið tókst frábærlega að öllu leiti, enda hvað er annað hægt. Frábært veður var í dag, þó með smá skúrum inn á milli til að halda rakastiginu  í brautinni. Nokkuð góð mæting var í öllum flokkum með þeirri undantekningu að í MX2 var sami maðurinn í síðasta og fyrsta sæti. Það voru allir sammála um það að brautin væri frábær og voru tilþrifin samkvæmt því. Fullyrða má að margir hafi séð eftir því að hafa ekki tekið þátt.

Skvettugangur í Bolaöldum
Skvettugangur í Bolaöldum.

Ekki varð um teljandi óhöpp að ræða en þó var einn maður sem vildi standa veglega undir nafni og var þar að verki enginn annar en maðurinn sem veit ekki hvaða hjól honum langar til að eiga, Daði skaði, en hann urlaðist á hausinn með stæl á stóra pallinum. Drengurinn er kattliðugur og fann ekki fyrir því að kollhnýsast um pallinn með hjólið skoppandi á aftir sér.

Vinningshafar dagsins:

85cc: Guðbjartur Magnússon #102.

Unglingaflokkur: Gummi Kort #99

Kvennaflokkur: Bryndís Einarsdóttir #66

Besti flokkurinn: Daði Skaði á hjóli #707

MX2: Haukur Þorsteinsson #10

MXopen: Gunnlaugur Karlsson #111

Sjá nánar á myndum Sveppagreifans.

Í lokin skelltu nokkrir ferskir sér í pollaleik. Leikurinn gekk út að hver væri með flottustu skvettuna. Tilþrifin voru glæsileg hjá öllum þátttakendum en sigurvegarinn var valinn af tveimur fjallmyndalegum stúlkum og völdu þær Skaðann sem skvettumeistara dagsins eftir mikil fundarhöld.

Að sjálfsögðu var bara frábært fólk mætt á svæðið til keppni og áhorfs. Allir voru tilbúnir að hjálpast að til að gera daginn góðann. Fólk tók að sér að flagga, stigatalningu, starthliðin, verðlaunaafhendingu og frágang eins og ekkert væri sjálfsagðara og ekki þurfti að ganga á eftir fólki til þess. VÍK þakkar öllum sem komu að deginum kærlega fyrir hjálpina, án ykkar væri þetta ekki hægt.

Veglegir vinningar voru í boði fyrir alla sem komust á pall, m.a Powerade frá Vífilfell, olíur frá Nítró, laugardagsnammi frá Freyju og verðlaunapeningar. Skvettumeistaraverðlaunin voru í boði Litlu Kaffistofunnar.

Að venju voru Sveppahjónin með myndavélina að vopni og drituðu myndum í gríð og erg milli þess að þau trylltu og tættu um brautina í sínum flokkum. SJÁ FULLT AF FLOTTUM MYNDUM FRÁ ÞEIM HÉR.

Stórnin.

Bikarmótið í Bolaöldum á morgun Laugardag.

Það ætlar aldeilis að rætast úr veðurspánni fyrir okkur.  Sjá veðurspá HÉR

Skráningin gengur frábærlega, eina sem vantar uppá eru fleiri skráningar í kvennaflokkinn.

Tímatökusendarnir verða EKKI notaðir.

Núna kl 21:12 eru búnir að skrá sig 35 manns og var það markmið okkar að ná amk 30 manns til keppni og það hefur tekist.

Þar sem við í stjórninni erum í svaklalega góðu skapi þá ætlum við að bjóða slugsunum upp á það að mæta í fyrramálið og skrá sig á staðnum. EN ÞAÐ VERÐUR BARA HÆGT Á MILLI KL 10:00 og 10:30. OG  ÞÁ GEGN 3000 KR GREIÐSLU MEÐ PENINGUM.

Dagskráin færist um 1/2 tíma fram, við verðum með upphitun fyrir alla frá kl 11:00 – 11:2o.

Það verður raðað á starlínu eftir því hver verður besti vinur línumanns, hver sem það verður. ( Kannski )

Vinningshafi verður væntanlega sá sem stekkur fyrstur yfir lokalínuna.  (Eða þá vinur línumannsins.)

Það er sett sem skilyrði að góða skapið verði tekið með í þessa keppni þar sem aðalatriðið er að hafa gaman af þessu.


11:00  85 cc  kk + kvk + kvenna. 10 mín +1 hr

11:25 Unglingaflokkur + B flokkur 15 mín + 2 hr.

11:55 MX2 + MXopen 20 mín + 2 hr.

12:30 85 cc  kk + kvk + kvenna. 10 mín +1 hr. Moto 2

12:55 Unglingaflokkur + B flokkur 15 mín + 2 hr. Moto 2

13:25 MX2 + MXopen 20 mín + 2 hringir. Moto 2

14:00 Drullupollakeppni fyrir þá sem þora!!!  Hver verður með flottustu skvettuna? Hver verður með flottustu fleytinguna.

Stjórnin