Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Bikarkeppni í Bolaöldu.

091028_0000_0841
Úrkomuspá nk laugardag kl: 12:00

Þar sem við erum svo einstaklega heppin með veðurfar þessa dagana ætlum við að skella á bikarkeppni í Bolaöldubraut n.k Laugardag, Að sjálfsögðu verða allir flokkar í boði. Verðlaun eftir aðstæðum og mikið fjör.

Veðurspáin er með ágætum fyrir helgina, fínt hitastig og skúrir á stöku stað, gert er ráð fyrir því að vindurinn verði ekki að flýta sér þann daginn. VÁ, JÁ, og það er lok Október þvílikt veðurfar.

Skráningarkerfið okkar hér á motocross.is verður notað og verður skráning opnuð í kvöld. Fylgist vel með því þegar hinn ástkæri vefstjóri okkar ( Hákon ) verður búinn að græja það.

Skoðun hefst kl 10:00 og er til kl: 11:00.

Dagskrá:

11:00  85 cc  kk + kvk + kvenna. 10 mín +1 hr

11:25 Unglingaflokkur + B flokkur 15 mín + 2 hr.

11:55 MX2 + MXopen 20 mín + 2 hr.

12:30 85 cc  kk + kvk + kvenna. 10 mín +1 hr. Moto 2

12:55 Unglingaflokkur + B flokkur 15 mín + 2 hr. Moto 2

13:25 MX2 + MXopen 20 mín + 2 hringir. Moto 2

14:00 Drullupollakeppni fyrir þá sem þora!!!  Hver verður með flottustu skvettuna? Hver verður með flottustu fleytinguna.

VÍK áskilur sér rétt til þess að breyta skipulagi keppninnar ef þurfa þykir.

Keppnisgjald er kr: 3.000.

Stjórnin

Uppskeruhátíð MSÍ

Uppskeruhátíð MSÍ fer fram laugardagskvöldið 14. nóvember í veislusal Rúbín við Öskjuhlíð. Húsið opnar kl: 19:00 og boðið verður upp á glæsilegan 3 rétta kvöldverð. Koníaksbætt humarsúpa er í forrétt, Lynggrillaður lambalærisvöðvi á sveppaturni ásamt sherrysveppasósu og kryddkartöfluteningum í aðalrétt og ofnbakaður banani hjúpaðu myntu súkkulaðisósu í eftirrétt.

Að loknum kvöldverði fer svo fram verðlaunaafhending fyrir Enduro og Motocross, myndbönd frá sumrinu verða frumsýnd ásamt ýmsum aukaverðlaunum og fleiru óvæntu. Karl Örvarsson stjórnar veislunni og hljómsveitin Vítamín mun svo sjá um fjörið fram á nótt.

Miðasala fer fram á síðu MSÍ og þarf að skrá sig inn eins og um keppni sé að ræða, flokkarnir koma fram eftir fjölda miða sem verslaðir eru 1x 2x 3x 4x eða 5x árshátíð. Miðaverð er 7.900,- á mann. ATH. Takmarkaður miðafjöldi er í boði þannig að rétt er að bóka sér miða strax.

Stjórn MSÍ.

Heyrst hefur að það stefni í flottann dag.

bolaodu-6-09-09-002Já!!! Það hefur heyrst að það verði töluvert af mannskap í Bolaöldum á morgun Sunnudag. Þar sem veðruspáin er geðveik, þá stefnir slatti að fólki á að skemmta sér saman til að fagna vetri.  Enda eru brautirnar í frábæru ástandi.

Vonandi heldur veðrið áfram á þessum nótum, það væri frábært ef það væri hægt að hjóla saman á árshátíðardeginum þann 14. nóv. Síðan skella sér á frábæra skemmtun um kvöldið.

Sjáumst hress og kát á morgun.

Hjóla hjóla, alveg fram til jóla.

Bolaöldusvæðið

new-image-bolalda-vokvun
Flott vökvunarkerfið í Bolaöldum

Enn og aftur viljum við ítreka það að Bolaöldusvæðið er í frábæru standi þessa dagana, núna þegar þessi orð eru rituð eru nokkrir mættir í brautina til að tæta og trilla.

Garðar er búinn að vera með traktorinn á fullri gjöf, í allan morgun, við að lagfæra uppstökk og rithmapalla. Einnig hefur hann verið að vinna  í að lagfæra síðustu hólana í rithmapöllunum, til að gera það mögulegt fyrir hraðari að fara hratt og líka fyrir þá hægari.

Svei mér þá ef við náum því ekki að!!

Hjóla Hjóla, fram til jóla. 🙂

Stjórnin.

Lesa áfram Bolaöldusvæðið

Midnight Motocross in Iceland

Rakst á þetta á Facebook, málaranum er víst farið að langa í alvöru vetrar enduró / mótorcross / snjóbull eða bara eitthvað brjálæði.

SJÁ HÉR

Það fer að styttast í það að Hardenduró / vetrarcrossararnir geti farið að leika sér aftur.

Bolaöldusvæðið

Veðrið á Bolaöldusvæðinu í dag er ekki mjög hjólavænt, nema að sjálfsögðu fyrir alvöru hardcore hjólamenn!  En brautirnar eru allar í góðu ásigkomulagi en að sjálfsögðu eru þær nokkuð blautar.

Veðurspáin fyrir helgina er hjólalega-þrælgóð miðað við árstíma, eina sem þarf að gera er að klæða sig samkvæmt veðri.

Það er ástæða til þess að hvetja hjólafólk til að nýta sér Bolaöldusvæðið á meðan veður leyfir, það hafa verið ótrúlega margir nothæfir hjóladagar það sem er af Október, ekki víst að það verði mjög margir í viðbót. Nema að þú sért Hardendurohjólakappi sem elskar snjó eða viðbjóðslegar aðstæður og teljir það að hjóla í hringi sé bara fyrir þá sem rata ekkert nema það sem hringurinn leiðir þá. Bolaöldusvæðið er að sjálfsögðu kjörið svæði yfir vetrartímann fyrir þannig hjólara.

Hjólafjör með bros á vör.