Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Bolaöldubrautir

Garðar vill koma þessu á framfæri.

Nú er tækifærið!!! Það er frábært veður í Bolaöldum, brautirnar eru allir í mjögu góðu ásigkomulagi og allur snjór horfinn. Hann skorar á hjólara að finna allar ástæður til að losna úr vinnu eða skóla og koma að hjóla.

 Hann nefndi ýmsar aðferðir til þess að losna, m.a ýmsar umganspestir sem eru á ferðinni sem mætti nota sér í afsökun, setja inn sprengjuhótun í skólanum og ýmislegt sem ekki er hægt að hafa eftir honum. Vefurinn styður að sjálfsögðu ekki svona aðgerðir en hvetur fólk samt til að hjóla eins mikið og hægt er á meðan veðrið en eins gott og nú er.

Þeir sem ekki eru með árskort verða að sjálfsögðu að muna eftir því að kaupa miða!. Garðar er á svæðinu til eftirlits.

Bolaöldubraut

Það var tekin vetvangsskoðun í Bolaöldum í morgun. 7. stiga hiti var á svæðinu og það kom á óvart að vindurinn var ekki að flýta sér eins mikið þarna uppfrá eins og hér í byggð. Brautin er í ótrúlega góðu standi miðað við árstíma, það er minna af snjó í brautinni en var um síðustu helgi. Einungis smá snjóspýjur hér og þar í brautinni sem ætti að hverfa við smá hjólerí.

Að sjálfsögðu biðjum við fólk um að fara varlega fyrstu hringina.

Þeir sem ekki eru með árskort!!! Muna eftir að kaupa miða í brautina.

Stjórnin

Foreldrar!!! Börnin eru á ykkar ábyrgð.

Enn og aftur kom upp tilfelli í Bolaöldu þar sem barn fer í stóru brautina og hefur hvorki kunnáttu né færni í að hjóla þar. Það eru þrjár brautir á svæðinu. Ein er fyrir algjöra byrjendur og börn á litlum hjólum, ein er fyrir 60 – 150cc barna og unglinga hjól, þar geta byrjendur á stærri hjólunum líka farið og síðast en ekki síst er stóra brautin fyrir stóru hjólin og þá sem eru vanir á 85cc og 150cc hjólunum.

Vefnum barst þessi ábending eftir helgina.

„Hæ, það mætti benda á að það þurfi að merkja betur hver akstursstefnan er i brautinni og minna à að foreldrar eiga ekki að hleypa òvönum ökum að keyra þarna, það munaði engu að það yrði stòrslys à palli þar sem ungur ökumaður á crf 230 eða 150 sneri öfugt í brautinni mv akstursstefnu“ kv Robbi #69″

Foreldrar!!!! Leyfið börnum ykkar ekki að fara í stóru brautina ef þau hafa ekki getu til þess. Það getur orðið stórslys ef þau lenda fyrir hraðari ökumönnum á stóru hjólunum. Látið börnin hjóla í viðeigandi braut. Það er á ykkar ábyrgð hvað börnin eru að gera á hjólunum.

Stjórnin.

Bolaöldubrautir

Samkvæmt veðurfréttum frá Litlu Kaffistofunni þá er frábært veður á Bolaöldusvæðinu. Hiti rétt um frostmark og galmpandi sól,  einungis smá snjóföl yfir sem ætti að bráðna af fljótlega upp úr hádegi. Jörð er ekki enn farin að frjósa þannig að brautirnar ættu að vera fínar. Eina sem þarf að gera er að fara varlega fyrstu hringina.

Minnum á miðana í Litlu kaffistofunni fyrir þá sem ekki eru árskortshafar.

Bolaöldubrautir

Garðar vill koma því á framfæri að allar brautirnar eru í frábæru standi. Það fraus aðeins í nótt en það var að mestu bráðið þegar hann mætti til vinnu í morgun. Eins og alltaf, á þessum árstíma, þá er frábært rakastig í brautunum sem gerir það að verkum að allt viðhald er mun auðveldara og pallarnir halda sér mun betur. Getur ekki verið betra.

Enn og aftur hvetjum hjólafólk að nýta sér þá góðu daga sem bjóðast og dagurinn í dag er einmitt einn af þeim.

Þeir sem ekki eru með árskort!!!!! Munið eftir að kaupa miða í Litlu Kaffistofunni eða í Olís.

Gaman saman á flottu Bolaöldusvæði.

Slóðakerfið í Bolaöldu

Þar sem mikið hefur ringt undanfarið þá er slóðakerfið okkar mjög viðkvæmt. Nú verðum við að höfða til skynseminnar hjá hjólafólki.

Moldarstígarnir eru eitt drullusvað og eitthvað er um að ökumenn keyri þá meðfram stígunum. Úr því verður hin mesta gróðurskemmd og það viljum við ekki sjá á svæðinu okkar. Vinsamlegast keyrið bara á svæðinu inn í Jósefsdal á meðan ástandið er svona.

Ef ekki er hægt að verða við þessari beiðni er hætta á því að slóðakerfinu verði lokað. En að sjálfsögðu treystum við því að til þess þurfi ekki að koma.

Stjórnin.