Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Bolaöldusvæðið

Garðar vill koma því á framfæri að allar brautir eru í frábæru ástandi. Veðrið er frábært og þeir fáu pollar sem voru á svæðinu í gær ættu að vera farnir um miðjan dag. Hann var sveittur í allan gærdag að fara yfir brautirnar!!!  Allt fyrir okkur hjólarana.

Einnig er Garðar búinn að vera að vinna töluvert í barnabrautinni, nú er kominn þar rosa flottur pallur með 20 metra lendingu. Þetta ætti að kæta alla byrjendur/ börn.

Höfum gaman saman á Bolaöldusvæðinu. Nýtum dag eins og þennann, það verða ekki margir svona dagar í viðbót.

Bolaöldubraut

Garðar er búinn að vera að græja brautirnar í Bolaöldunni og segir að þær séu allar í 100% ásigkomulagi. Einnig bendir hann á að veðrið er frábært þessa stundina og veðurspáin fyrir morgundaginn er eins góð og hún getur orðið á þessum árstíma. Hann er búinn að vera að hamast, bæði með jarðýtunni og traktornum, við að rippa brautinar og lagfæra palla. 

Nú er um að gera að nýta sér þessa góðu daga sem bjóðast til að hjóla.

Vinnukvöld í slóðakerfinu í gær.

Við þökkum þeim sem mættu til að vinna við slóðakerfið í gærkvöldi. Þó að það væru ekki margir sem mættu þá voru þeir 10-12 manns hörkudugleg-ir og skiluðu frábærri vinnu. Það var hreinsað mikið af steinum, stikum og borðadrasli vítt og breytt um svæðið.

Það lá samt við að það þyrfti að hringja á vælubílinn fyrir mig í upphafi þar sem kl 18:15 voru einungis 2 komnir á svæði til að vinna. En úr því rættist, ég átti samt von á mun fleyrum á vinnukvöldið þar sem margir vilja hafa slóðakerfið okkar í góðu ástandi. En svona er það nú bara.

Einhverjum slóðum var lokað í gærkvöldi og það þýðir að þeir slóðar eru LOKAÐIR, virðið það.

Stjórnin.

Áminning.!!!!!!!!!!!!!

Allir sem hafa áhuga á slóðakerfinu okkar, vinnukvöldið er í dag, miðvikudag.

Mæting kl :18:00. Fyrir þá sem hafa möguleika á að mæta tímalega/ fyrr, Garðar er með skipulagið á hreinu.

Ef það er ekki áhugi á vinnukvöldinu þá verðum við að loka einhverjum slóðum þar sem þeir þola ekki meiri ánýðslu án viðhalds.

Félagsmenn og aðrir slóðavinir, sýnum viljann í verki.

Stjórnin.

Kennsla til stuðnings STRÁKANNA OKKAR

Jói Kef stendur fyrir kennsludegi n.k Laugardag. 12.09.09.

Þennan dag hefur hann skipulagt til að styrkja strákana okkar til keppni á MXON. 

Hér er frábært tækifæri fyrir alla þá sem vilja bæta sig sem hjólara og í leiðinni styrkja strákana sem eru að keppa fyrir Íslands hönd. Námskeiðin henta öllum.

Strákarnir eru. Gulli #111. Aron #66. Viktor #84.

Fyrirkomulagið er einfalt en framkvæmdin er frábær.

Kennslan verður í eftirfarandi brautum.

Lesa áfram Kennsla til stuðnings STRÁKANNA OKKAR

Fjör í Bolaöldu á Sunnudegi

Það var hörku fjör hjá þeim sem voru að tæta og trylla í Bolaöldubrautinni í dag, það ringdi á stöku stað svona rétt til þess að hafa gott rakastig í brautinni. Öll uppstökk og lendingar eru í frábæru  standi og er varla hægt að hafa brautina betri. Það voru allar gerðir af ökumönnum í brautinni allt frá byrjendum upp í nokkuð góða, en þó var lítið um topp ökumennina. Sennilega flest allir búnir að missa sig í kökur og sælgæti eftir að keppnistímabilinu lauk. Humm nei það getur ekki verið, hlýtur að vera almenn leti enda ýmislegt framundan í sportinu, bikarkeppnir á víð og dreif hér og þar um landið. Einnig gæti síðasta endurokeppni sumarsins, sem var haldin á Akureyri í gær, spilað þar inní.

Ég smellti nokkrum myndum af frískum hjólurum.

Lesa áfram Fjör í Bolaöldu á Sunnudegi