Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Bolaöldusvæðið.

Garðar var að láta vita að brautirnar eru í frábæru ástandi. Hann var að klára barnbrautina og er búinn að græja stóru brautina líka. Ekki spillir fyrir að það er búið að rigna vel þannig að þær eru allt að því 100% eða jafnvel betri. Hvetjum alla til að nýta þessa frábæru daga sem eru framundan. Það styttist alltaf dagurinn! Munið eftir að kaupa miða!

Garðar hefur einnig veri að vinna í slóðakerfinu. Búið er að laga Jósefsdalinn og er hann orðin allt að því í hraðbrautargæðum. Nú ætti að vera hægt að blasta þar allt í rot, þó skil ég ekki hvað er svona gaman við það ( nott). Að venju er gott að fara varlega fyrsta hringinn til að átta sig á aðstæðum.

SLÓÐAKERFISVINNUDAGUR:

Næstkomandi miðvikudag verður hinn mjög svo eftirsótti Slóðavinnudagur/ kvöld. Nú kemur í ljós hverjir hafa virkilegann áhuga á að halda slóðunum okkar í viðunandi /nothæfu ástandi. Það hafa fallið þó nokkur orð um gæði slóðanna okkar og hafa notendur að sjálfsögðu forgang í að fá að vinna við þá. Við byrjum vinnuna kl 18:00. Fyrir þá sem geta komið fyrr þá mun Garðar beina vinnuþyrstum á réttar leiðir. Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir fjölda manns og höfum við skipulagt vinnusvæðin í þaula þannig að allir fái verkefni.

Látum ekki stóru orðinn falla undir steinana sem þarf að tína úr slóðunum.

Sjáumst hress og kát.

Stjórnin.

Flöggun á keppnisdag – aðstoð óskað

Þar sem við erum að lenda í flaggarahallæri fyrir morgundaginn að þá óskum við aðstoðar allra keppenda og aðstandanda þeirra.  Í fyrramálið við skoðun fá keppendur afhent blað með skipulagi að flöggunarkerfi ásamt afstöðumynd af þeim pöllum sem við óskum aðstoðar við.  Eru fólk beðið að kynna sér það og koma til móts við okkur um að reyna að keyra þetta kerfi snurðulaust fyrir sig þannig að hægt verði að tryggja öryggi allra.  En flaggarastarfið er gríðarlega mikilvægt fyrir öryggi allra keppenda en fyrir einhverjar sakir að þá virðist það alltaf ganga mjög erfiðlega að útvega fólk til að uppfylla þessa einföldu öryggiskröfu sem er svo mikilvæg.  Hugmyndin er að hver keppandi, eða aðstandandi hans, taki að sér að flagga eitt moto á morgun og þá eigum við eingöngu við eitt moto, hvort sem um tímatöku sé að ræða eða sjálfa keppnina.  Þar með er þeirra þátttöku í flöggun lokið og öryggi allra tryggt.

Bolaöldubraut

Kíkti við í Bolaöldubraut áðan og voru nokkrir þar að tæta og trylla. Brautin var ágæt eins og alltaf  þegar hún er blaut. Eitthvað hefur samt rigningin skemmt í brautinni og hjólarar þurfa að fara varlega fyrsta hringinn. Eftir það er bara fullt rör og engar bremsur.

Það má búast við að það verði mikið fjör á svæðinu næstu tvær vikur þar sem að við verðum með bikarmót og síðasta MX mót sumarsins. Vonandi skemmta allir sér saman á svæðinu okkar. Einhverjar breytingar verða gerðar á brautinni næstu daga eða um leið og jarðýtan verður klár í slaginn. Eitthvað þarf að vinna við ýtuna og væntanlega þurfum við hjálp góðra félagsmanna til að klára græjuna. Að sjálfsögðu verður það ekkert mál enda einvalalið innan okkar félags.

Sjáumst kát í Bolaöldubraut.

Flaggara vantar á Sólbrekku

Flaggara vantar í 4 umf. Íslandmótsins í motocrossi sem haldin verður 8. ágúst á Sólbrekkubraut.
Í boði eru : Ársmiðar í Sólbrekkubraut og matur á keppnisdag.
Áhugasamir hafi samband við Eyjólf í síma: 898-6979 eða sendi tölvupóst á eyvileos@simnet.is

Vel heppnað vinnukvöld í Álfsnesi

Reynir var svakalega ánægður með það frábæra fólk sem mætti á vinnukvöldið í gær. Hans orð “ svakalega duglegt fólk sem nennti að vinna“ og hann hælir ekki fólki nema að það eigi það skilið. FRÁBÆRT fyrir íþróttafélag að eiga svona góðann hóp að fólki innan sinna vébanda.

En betur má ef duga skal, það vantar endahnútinn á þetta!!. Okkur vantar duglegt fólk aftur í kvöld. Það er kannski klukkutíma vinna eftir í brautinni fyrir góðann hóp. Aðallega þarf að tína upp rusl og steina úr brautinni til að þetta verði fyrirmyndarbraut til keppni. 1 klst á mann og málið dautt.

Einnig væri frábært ef einhver vissi um haugsugu eða vatnsbíl sem hægt væri að fá til afnota í kvöld og á morgun. Við værum ævarandi þakklát ef hægt væra að græja þetta fyrir félagið. Þurkurinn undanfarið og vindurinn í dag gerir okkur lífið leitt uppá þurkun á brautinni.  Einnig kemur til greina að leigja svona græju fyrir viðunandi gjald. Hægt er að hafa samband við Reynir í S: 848 8419 eða Einar í S: 898-6021.

Álfneskeppnin nk. laugardag

Nú er þetta að skella á.

Það er allt á fullu í undurbúning fyrir keppnina, það var bara gott fólk mætt til vinnu í gærkvöldi. Reynir, Einar, Sveppi, Bína, Baldur, Doddi, Kristján, Örn, Gísli Þór, Óli Gísla,  ( held að ég sé ekki að gleyma neinum )

Unnið var við gáminn sem að á að tengja pittinn við startið, vaskir menn tóku sig til við að rétta hann og lagfæra, síðan tók Örn til við að stífa af þakið í honum ( væri verra ef draslið myndi leggjast saman í miðri keppni ).  Í kvöld verður vinnukvöld og hvet ég ALLA til að mæta og lána til verksins dugelgar hendur. Það liggur ýmislegt fyrir.  MÆTA TAKK FYRIR og sýna félagsandann.

Það verður spennandi fyrir keppendur að sjá hvernig stökkpallurinn yfir gáminn verður, Reynir er með stórar hugmyndir í gangi.  Spennandi!!!!!!!!!

Veðurspáin er fín fyrir laugardaginn, 2m í vind 🙂 skúrir á stöku stað, þó sennilega ekki á Álfsnessvæðinu 🙁 , hiti 10-11 stig. Þetta getur ekki orðið betra fyrir  keppnisfólkið. Hinir, á kanntinum, þurfa bara að mæta í úlpu og síðan öskra sig hása og hafa gaman af.