VÍK óskar öllum Íslendingum til hamingju með daginn í dag en vill koma því á framfæri að allir enduroslóðar eru lokaðir vegna brautarlagningu fyrir Midninght Off-Road keppninnar, sem fer fram á laugardag. Verða slóðarnir lokaðir fram yfir keppni. Jafnframt á að verða vinnudagur á morgun upp í Bolaöldu eftir kl.18 og er öll aðstoð vel þegin.
Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
Skráning á motocross æfingar VÍK
Skráning er hafin í Barna- og Unglinganámskeið VÍK í motocrossi. Hægt er að skrá sig hér fyrir neðan. Skráningin tekur gildi þegar millifærsla fyrir æfingargjöldum hefur verið framkvæmd.
Vinsamlega lesið fyrst nánari upplýsingar um æfingarnar hér.
VÍK stendur fyrir æfingum barna og unglinga í sumar
VÍK mun í sumar standa fyrir skipulögðum æfingum fyrir yngstu aldurshópana og byrjendur. Þetta hefur lengi verið á verkefnalistanum og nú verður þetta loks að veruleika. Félagið hefur fengið til liðs við sig nokkra af reyndustu ökumönnum og leiðbeinendum landsins til að halda regluleg námskeið í sumar.
Félagið hefur ennfremur samið við ÍTR þannig að allir 18 ára og yngri sem búsettir eru í Reykjavík geta nýtt sér Frístundakortið til að greiða fyrir æfingarnar. Æfingagjöld eru mjög hagstæð en innifalið í gjaldinu er árskort í brautir VÍK.
Lesa áfram VÍK stendur fyrir æfingum barna og unglinga í sumar
Mikið fjör í Bolaöldu í gær
Það var mikið fjör í Bolaöldu í gær. OfurSveppi ásamt OfurBínu mættu á svæðið og gerðu það sem ýmsir höfðu hugsað en ekki gert – þau kláruðu að mála húsið ásamt ýmsum öðrum verkum sem lágu fyrir.
Garðar og Biggi voru í skilta- og merkingarmálum – þvílíkir fagmenn þarna að verki. Annað eins hefur ekki sést norðan alpafjalla.
Enduroslóðanefndin var líka á svæðinu til að vinna að 6 tíma keppninni. Þar er á ferð hópur valinkunnra manna sem vita sínu viti, enda hoknir af reynslu. Að þeirra sögn er búið að finna flottar leiðir til brúks í keppninni – SPENNANDI !!!
Bolaöldubrautarnefnd mætti einnig á svæðið til pælinga. Nefndin er með ýmsar framkvæmdir á prjónunum, en þær koma í ljós þegar nær dregur keppni.
Svakalegt fjör var í MX brautunum og enduroslóðar voru tættir fram og til baka. Aðstaðan okkar á svæðinu er enda til þess fallin að allir geta fundið sér eitthvað til drullumallsdundurs í sínum frítíma.
Frábær dagur og kvöld í frábærri aðstöðu með frábæru fólki.
Óli Gísla
Endúróskóli Slóðavina og MCraft.se
Fyrstu helgina í júlí standa Slóðavinir fyrir námskeiði í endúrófræðum. Hingað til lands koma tveir sænskir endúró-ökumenn til að kenna íslensku hjólafólki endúrófræði: Aksturstækni, stillingar hjólsins, búnaður o.fl.. Svíarnir reka endúróskóla í Svíþjóð og hafa gert um nokkurt skeið undir nafni Mcraft.se en stofnandi og eigandi þess fyrirtækis er Bertil Marcusson (Berra), sem í tvígang hefur tekið þátt í Paris-Dakar keppninni. Yfir skólanum mun svifa Dakar-andi og ætlar Bertil að segja okkur frá reynslu sinni af þátttöku í þessari erfiðustu keppni í heimi. Bertil er ekki alveg ókunnugur Íslandi því undanfarin ár hefur hann komið hingað með ferðamenn í mótorhjólaferðlög. Með Bertil kemur Per Carlsson, en hann hefur margra ára reynslu sem keppnismaður í endúró, auk þess að búa yfir um tíu ára reynslu í miðlun fróðleiks um akstur mótorhjóla. Per er kennari að mennt. Námskeiðið er hugsað fyrir ökumenn tvíhjóla, hvort sem þeir aka léttari endúróhjólum eða stærri ferðahjólum. Það stendur yfir í tvo og hálfan dag og samanstendur af verklegum og bóklegum æfingum.
Athygli áhugasamra er vakin á því að skráningarfrestur hefur verið framlengdur til 27. maí vegna þess að lítið vantar upp á að lágmarks nemendafjölda sé náð. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Slóðavina.
Þvílíkur vinnudagur, hvílíkur kraftur!
Vaaaaaááá, þvílík snilld sem þessi dagur í Bolaöldu var. Maður verður ekki oft kjaftstopp en þvílík mæting hefur aldrei sést á vinnudag félagsins hvorki fyrr eða síðar og afköstin eftir því. Á milli 40 og 50 manns mættu á vinnudaginn í dag og svæðið tók algjörum stakkaskiptum. Eitt stykki endurobraut var lögð, húsið þrifið hátt og lágt, skrapað og málað. Tré gróðursett og hrossaskít dreift yfir. Starthliðin tekin upp fyrir galvaníseringu, 85 brautin grjóttýnd og hreinsuð, stóra brautin sléttuð, herfuð og tonn af grjóti hent út fyrir, girðingar strekktar. Vökvunarkerfið standsett og keyrt í gang. ofl. ofl. ofl.
Um tvöleitið var hleypt inn í braut og þar hélt actionið áfram fram á kvöld. Þá fór grillið af stað og borgarar og pulsur mokuðust út. Það var hreint ótrúlegt að fylgjast með þessu í dag og ljóst að sumarið verður hrein snilld. Ef það er kreppukvikindið sem kveikti þessa stemningu þá erum við klárlega í betri málum en við héldum.
Takk allir sem mættu fyrir ómetanlega hjálp og frábæran dag!