Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Bolaalda snilld í kvöld – vinnudagur á laugardaginn!

Það var þvílíkur mannfjöldi í Bolaöldubrautinni í kvöld að annað eins hefur ekki sést lengi. Það var ekki annað að heyra en að menn væru að fíla breytingarnar sem er besta mál. Helga og Bína grilluðu borgara og pulsur fyrir alla sem vildu – hvað getur það verið betra? Brautin verður opin á morgun og föstudag en lokuð á laugardagsmorguninn til 14.

Fyrsta endurokeppnin verður haldin á Bolaöldusvæðinu 16. maí nk. eftir miklar vangaveltur um aðra staðsetningu. Þorlákshafnarsvæðið var inni í myndinni en enduronefnd komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði ekki fyrir keppni að svo stöddu.  Af því tilefni verður vinnudagur á laugardagsmorguninn frá kl. 10 til 13. Það þarf að mála og snyrta húsið, týna rusl, laga girðingar, týna grjót úr brautinni og margt fleira eftir veturinn. Öll hjálp er því gríðarlega vel þegin, málningarsköfur, penslar og önnur áhöld koma að góðum notum. Grillið verður heitt og þeir sem vinna um morguninn hjóla frítt í brautinni frá kl. 13 en brautin opnar fyrir aðra kl. 14. Vonumst til að sjá sem flesta þá.

Þjálfarar/leiðbeinendur óskast til félagsins

VÍK hefur í hyggju að bjóða upp á æfingar fyrir yngstu ökumennina, 10-15 ára, yngri en 18 ára og byrjendur. Þeir sem hafa áhuga á að taka að sér þjálfun fyrir félagið (gegn greiðslu) vinsamlegast sendi tölvupóst á vik@motocross.is

Keppnisdagatal ársins 2009

Fyrir þá sem voru ekkert að hugsa um keppnir í nóvember síðastliðinn og eru nú farnir að pússa hjálminn sinn fyrir sumarið þá er rétt að rifja upp hvernig keppnisdagatalið fyrir sumarið lítur út:

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Enduro 16. Maí Íslandsmót Bolaalda VÍK
MX 31. Maí Íslandsmót Akureyri KKA
Enduro 13. Júní Íslandsmót Akureyri KKA
6 Tímar 20. Júní OffRoadChallange Reykjavík VÍK
MX 4. Júlí Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 25. Júlí Íslandsmót Álfsnes VÍK
MX 8. Ágúst Íslandsmót Sólbrekka VÍR
MX 22. Ágúst Íslandsmót Bolaalda VÍK
Enduro 5. Sept Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 4. Okt Alþjóðlegt MX of Nations FIM / Ítalía
Enduro 11-17 Okt Alþjóðlegt ISDE Six Days FIM / Portúgal
Árshátíð 14. Nóv Uppskeruhátíð Reykjavík MSÍ

Hér er tengill á fréttina frá því nóvember

Aðalfundur VÍK var í gær

motogp10.gifAðalfundur VÍK var haldinn í gærkvöldi, 25. mars. Framkvæmd voru helstu aðalfundarstörf s.s. farið yfir reikninga og skýrslu stjórnar og kosið í nefndir og stjórn. Tveir nýir menn bættust í stjórn, þeir Hrafn Guðbergsson og Ólafur Þór Gíslason en Kristján A. Grétarsson vék úr stjórn. Hrafnkell Sigtryggsson var endurkjörinn formaður eins og aðrir stjórnarmenn. Skýrsla stjórnar, reikningar félagsins, fundargerð aðalfundar og helstu atriði fundarins má lesa hér. Ágæt mæting var á fundinn og sköpuðust góðar umræður í lok fundarins.

Lesa áfram Aðalfundur VÍK var í gær

Minnum á aðalfund VÍK á miðvikudagskvöld kl. 20!

Við minnum á Aðalfund Vélhjólaíþróttaklúbbsins sem haldinn verður á miðvikudagskvöldið næsta, 25. mars nk. kl. 20 að Engjavegi 6, ÍSÍ húsinu. Á dagskránni eru helstu aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, yfirferð reikninga, kosning stjórnar og nefnda. Stjórn hefur óskað eftir að heyra frá áhugasömu fólki sem vill hafa áhrif á störf félagsins en merkilegt nokk þá hefur engin biðröð myndast 🙂 Það væri líka gaman að fá ábendingar og umræðu um félagið og hvort eitthvað vanti í starfsemi þess. Opnið spjallþráð eða sendið okkur póst á vik@motocross.is ef þið viljið leggja eitthvað til málanna.

Kveðja, stjórn VÍK

Sögustund Slóðavina

Ferða og útivistarfélagið Slóðavinir minna á Sögustundina þriðjudagskvöldið 17. mars. Kvöldið er helgað frumkvöðlum í ferðamennsku á mótorhjólum á Íslandi. Allt áhugafólk um ferðalög á Íslandi er velkomið. Sjá ítarlega dagskrá á vef félagsins, www.slodavinir.org.

Sögustundin er styrkt af Bernhard, og fer dagskráin fram í húsakynnum þeirra, Vatnagörðum, og hefst formleg dagskrá kl. 19:00 þó húsið opni kl. 18:00. Bók Njáls Gunnlaugssonar, Þá riðu hetjur um héruð, verður seld á kvöldinu til styrktar Mótorhjólasafni Íslands. Bókin er seld á 2990 og rennur allur peningurinn til mótorhjólasafnsins.