Ágætu félagsmenn, oft er þörf en nú er nauðsyn. Nú er hægt að greiða félagsgjöldin á vefnum fyrir árið 2009. Síðasta ár var ár mikilla framkvæmda og á sama tíma þrengdist um styrki og allar aðrar tekjur. Félagið skuldar enn nokkurt fé vegna framkvæmda síðasta árs og núna þarf félagið virkilega á ykkar hjálp að halda til að ná endum saman!
Fjöldi manns vinnur líka sjálfboðastarf á vegum félagsins við að halda keppnir, byggja upp svæðið og tryggja rétt okkar á slóðum og vegum landsins. Að byggja upp aksturssvæði til að stunda okkar frábæru íþrótt útiveru kostar peninga og því þurfa sem flestir að leggja sitt af mörkum.
Hvað gerir Vélhjólaíþróttaklúbburinn?
• Vélhjólaíþróttaklúbburinn, VÍK, er hagsmunafélag allra þeirra sem keppa og ferðast á torfærumótorhjólum.
• Umhverfisnefnd VÍK vinnur að því að fræða menn um góða umgengni við náttúruna og aðra útivistarhópa. Lesa áfram Nú er komið að félagsgjöldunum