Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Nú er komið að félagsgjöldunum

logo100.gif
Smellið á myndina til að borga félagsgjöldin

Ágætu félagsmenn, oft er þörf en nú er nauðsyn. Nú er hægt að greiða félagsgjöldin á vefnum fyrir árið 2009. Síðasta ár var ár mikilla framkvæmda og á sama tíma þrengdist um styrki og allar aðrar tekjur. Félagið skuldar enn nokkurt fé vegna framkvæmda síðasta árs og núna þarf félagið virkilega á ykkar hjálp að halda til að ná endum saman!
Fjöldi manns vinnur líka sjálfboðastarf á vegum félagsins við að halda keppnir, byggja upp svæðið og tryggja rétt okkar á slóðum og vegum landsins. Að byggja upp aksturssvæði til að stunda okkar frábæru íþrótt útiveru kostar peninga og því þurfa sem flestir að leggja sitt af mörkum.

Hvað gerir Vélhjólaíþróttaklúbburinn?
• Vélhjólaíþróttaklúbburinn, VÍK, er hagsmunafélag allra þeirra sem keppa og ferðast á torfærumótorhjólum.
• Umhverfisnefnd VÍK vinnur að því að fræða menn um góða umgengni við náttúruna og aðra útivistarhópa. Lesa áfram Nú er komið að félagsgjöldunum

Sögustund hjá Slóðavinum

Næst á dagskrá Slóðavina er Sögustundin. Ferðalög um Ísland á mótorhjólum hafa verið stunduð af íslendingum sem útlendingum frá því snemma á tuttugustu öldinni. Þessum frumkvöðlum í ferðamennsku á mótorhjólum verða gerð skil í máli og myndum þriðjudagskvöldið 17. mars. Til okkar koma reynsluboltar með ferðasögur, auk þess sem til sýnis verða nokkur af þeim hjólum sem voru hvað vinsælust til ferðalaga fyrir um 30-40 árum síðan. Á veggjum verða ljósmyndir af skemmtilegum augnablikum, en þess má geta að í lok kvöldsins verður Mótorhjólasafni Íslands falið að varðveita myndirnar.

Sögustundin er styrkt af Bernhard, og fer dagskráin fram í húsakynnum þeirra, Vatnagörðum, og hefst formleg dagskrá kl. 19:00 þó húsið opni kl. 18:00. Dagskrá kvöldsins má nálgast á vef Slóðavina, www.slodavinir.org.

Slóðavinir hvetja allt áhugafólk um ferðalög á mótorhjólum að fjölmenna

Bók Njáls Gunnlaugssonar, Þá riðu hetjur um héruð, verður seld á kvöldinu til styrktar Mótorhjólasafni Íslands.

Aðalfundur VÍK verður haldinn 25. mars nk.

Aðalfundur Vélhjólaíþróttaklúbbsins verður haldinn 25. mars nk. kl. 20 að Engjavegi 6, ÍSÍ húsinu. Á dagskránni eru helstu aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, yfirferð reikninga, kosning stjórnar og nefnda. 1-2 stjórnarmenn hyggjast draga sig út úr stjórn á aðalfundinum og því óskum við eftir að heyra frá áhugasömu fólki sem vill hafa áhrif á störf félagsins. Á tímum eins og þessum er kröftugt félagsstarf sérlega mikilvægt og því væri gaman að fá fleira fólk til starfa með okkur í stjórn, nefndum, foreldrastarfi og öðrum verkefnum félagsins. Ef þú hefur áhuga eða vilt bara koma nýjum hugmyndum á framfæri sendu okkur þá endilega póst á vik@motocross.is

Kveðja, stjórn VÍK

Vinnukvöld hjá Slóðavinum

FUS_logo.JPGFerða og útivistarfélagið Slóðavinir stendur fyrir vinnukvöldi í skúrnum næstkomandi þriðjudag, 10. mars, og verður kvöldið helgað blöndungnum. Mæting er að Skútuhrauni 4 í Hafnarfirði, bak við Mercedes Benz og GP Krana. Unnar Már Magnússon hjá Dynojet.is, og Hilde Berit Hundstuen, stjórnarmaður í Sniglum og Slóðavinum, ætla að fræða áhugasama um blöndunga, nálar, flotholt, hlutföll lofts og bensíns, lausagang, fúllt bensín í blöndungum, innsog og pöll svo eitthvað sé nefnt. Rifinn verður í sundur blöndungur og hann skoðaður hátt og lágt um leið og fræðin á bak við blöndungin verða krufin. Vandamál sem tengjst blöndungum geta verið þrálát og því er nauðsynlegt að kunna að bregðast rétt við og meta bilanir. Slóðavinir kvetja alla áhugasama til að mæta.

Kv. Jakob

Umræða á Alþingi um slóðamál á hálendinu

Í dag var rædd á Alþingi fyrirspurn frá Siv Friðleifsdóttur um hvernig vinnu nefndar um kortlagningu slóða miðar áfram og hvernig samstarfi nefndarinnar við hagsmunaaðila sé háttað. Umhverfisráðherra svaraði fyrirspurninni og virðist hafa kynnt sér málið ágætlega sem gefur vísbendingu um að þessi mál séu á réttri leið. Sjá nánar á vef Alþingis hér