Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Næstu fræðslukvöld ÍSÍ

Fyrstu fræðslukvöld ÍSÍ í Reykjavík og á Akureyri samkvæmt nýju skipulagi fræðslusviðs vöktu mikla eftirtekt og mæting var mjög góð.

Á þessum fyrstu tveimur 5 kennslustunda fræðslukvöldum var boðið upp á fyrirlestur um íþróttasálfræði og var mjög góður rómur gerður að efninu.

Næstu fræðslukvöld verða í boði sem hér segir: Lesa áfram Næstu fræðslukvöld ÍSÍ

ÍBR heiðrar Íslandsmeistara

ÍBR mun eins og áður heiðra alla þá íþróttamenn sem náðu Íslandsmeistaratitli á síðasta ári og eru í félagi sem er innan vébanda ÍBR. Nærveru ykkar, sem unnið hafa titil, er því vinsamlegast óskað í Ráðhúsinu á fimmtudaginn kl. 17.30. Veitt verða verðlaun fyrir einstaklings og liðameistaratitla.

Hér eru þeir sem eiga að mæta kl. 17:30 á fimmtudaginn í Ráðhúsið og taka við viðurkenningum vegna Íslandsmeistaratitla: Lesa áfram ÍBR heiðrar Íslandsmeistara

Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun

Fjarnám ÍSÍ á 1. stigi þjálfaramenntunarinnar fer af stað mánudaginn 16. febrúar næstkomandi. Um er að ræða 60 stunda nám, metið til tveggja eininga enda um sama nám að ræða og kennt er í ÍÞF 102 í framhaldsskólum landsins.
Námið tekur átta vikur og er verkefnum skilað vikulega, auk lokaverkefnis. Þátttökugjöld eru kr. 24.000.- og eru þá öll námskeiðsgögn innifalin. Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnskólaprófi. Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000 og þarf henni að vera lokið fyrir mánudaginn 16. febrúar. Lesa áfram Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun

Ný fræðslunámskeið ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur lengi boðið upp á 20 kennslust. helgarnámskeið í þjálfaramenntun, auk fjarnáms í sömu fræðum.
Fræðslusvið ÍSÍ hefur nú breytt fyrirkomulagi 20 kennslustunda námskeiðanna, sett þau í nýtt og aðgengilegra form. Frá og með febrúar 2009 verða í boði stutt 5 kennslustunda námskeið kl. 17.00-21.00 virka daga. Lesa áfram Ný fræðslunámskeið ÍSÍ

Þjálfarastyrkir ÍSÍ í vor

Verkefnasjóður ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir jan.-júní 2009. Um er að ræða styrki sem veittir eru til einstaklinga sem sækja námskeið/fræðslu um íþróttaþjálfun erlendis á fyrrgeindu tímabili. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. og skal umsóknum skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu ÍSÍ, isi.is.

Allar nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri fræðslusviðs í neðangreindum símanúmerum eða á vidar@isi.is
Lesa áfram Þjálfarastyrkir ÍSÍ í vor

Næturmotocross í Bolaöldu annað kvöld!!

Merkilegt þetta veður, nú er motocrossbrautin í Bolaöldu frostlaus og í frábæru standi og það um hávetur. Arnar Ingi #616 var þar í gær og brosti allan hringinn, brautin ófrosin, röttar í beygjum og pöllum og aðeins einn pollur. Það er því hugmynd að breyta næturenduroinu tímabundið í næturmotocross í brautinni annað kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20. Landsnet lánar okkur eitt mastur með kösturum sem stillt verður upp í brautinni ásamt bílum þar sem því verður komið við. Auk þess mæta menn bara með allan tiltækan ljósabúnað á hjólin og láta vaða í brautina. Það er spáð 5 stiga hita og lítils háttar rigningu þannig að veðrið spillir ekki fyrir. Slóðarnir eru væntanlega talsvert blautir þannig að þetta er það besta sem býðst. Heitt kaffi/kakó og piparkökur í húsinu. Skemmtum okkur í skammdeginu! 🙂