Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Dakar-upphitun í kvöld

Dakar-Upphitunin sem auglýst var hér fyrir nokkrum dögum, fer fram í húsakynnum Bændasamtakanna, Hótel Sögu, og hefst klukkan 20:00. Gengið er inn um norðurenda byggingarinnar, móts við Þjóðarbókhlöðuna, lyftan tekin upp á þriðju hæð og þá er salurinn á hægri hönd.

Sjá fréttina hér

Dakar 2009 – Upphitun

Mánudaginn 29. desember ætla Slóðavinir að hita aðeins upp fyrir Dakar keppnina sem hefst þ. 3. jan 2009.
Allir Dakar aðdáendur velkomnir og mega bara alls ekki láta þetta uppfræðandi kvöld fram hjá sér fara.
Við byrjum á léttri yfirferð ‘Dakarsins’ (Dóra Sveins) um upphaf og sögu Dakar keppninnar.
Þá lætur Hjörtur ‘Líklegur’ nokkrar útvaldar mannraunasögur flakka úr keppninni.
Síðan fer Einar ‘Horn í Horn’ Sverrisson yfir undirbúnings- og reglumál keppninnar.
Síðast, en fráleitt síst, ætlar Karl ‘Desertfox’ Gunnlaugsson að miðla úr visku- og reynslubrunni sínum. Hann lumar vafalaust á spennandi sögum, enda sá íslendinga sem hvað mest hefur spólað í erlendum sandi. M.a mátti sjá spólför eftir hann í Dubai hér á árum áður og svo nýverið í Tunis.
Eftir fjörug og myndskreytt framsöguerindi vindum við okkur í almennt spjall, búnaðarskoðun og laufléttar veitingar..!
Staðsetning og tími verður auglýst síðar.
Taktu kvöldið frá og gerðu klárt til að fylgjast með keppni allra keppna…. DAKAR 2009

Afreks- og stryktarsjóður Reykjavíkur

Ágætu VÍK félagar
Umsóknarfrestur til að sækja um í Afreks- og styrktarsjóð Reykjavíkur rennur út 8. desember n.k., senda skal umsókn á VIK@motocross.is í síðasta lagi í hádeginu þann dag (8.des).
Ekkert staðlað form er til fyrir þessa umsókn, en er æskilegt að fram komi m.a.;
Árangur íþróttamanns
Upplýsingar um þjálfara
Markmið
Æfinga og keppnisáætlun.
Langtíma keppnisáætlun
Fjárhagsáætlun

Nánar um sjóðinn hér.
Úthlutun úr sjóðinum fer fram í janúar 2009
Kveðja,
Stjórn VÍK

KKA fær stærra svæði

KKA hefur fengið leyfi frá og með 01. janúar 2009 til að starfrækja æfinga og keppnissvæði í Torfdalnum sem er norðan við svæði félagsins í Glerárhólum. Svæðið afmarkast núna að austan af veginum inn á svæðið, að sunnan af vegi upp á skotsvæði og að norðan af Hlíðarfjallsveginum. KKA þakkar bæjarstjórn Akureyrar fyrir traustið. Á svæðinu mun KKA búa til þolaksturleiðir og reiðhjólabrautir. KKA mun halda Íslandsmót á svæðinu í þolakstri 13. júní 2009. KKA hefur verið með þolakstursbrautir á neðra svæðinu og mun sú starfssemi færast upp eftir á svæðið í Torfdalnum. BA fær fljótlega úthlutað neðra svæðinu og mun hefja framkvæmdir við sitt svæði þar á næstunni.

Tekið af KKA.is

Næturenduro í Bolaöldu í kvöld kl. 20

Í kvöld er stefna næturenduromanna að taka út Bolaöldusvæðið að næturlagi og því verður þriðjudags næturenduroið keyrt þaðan í kvöld. Mæting er fyrir kl. 20 en lagt verður af stað á slaginu. Boðið verður upp á kaffi, kakó og piparkökur eftir túrinn í félagsheimili enduromannsins í Bolöldu. Sagan hermir að brautin og slóðarnir séu geggjaðir núna til næturenduro aksturs. Nú er bara um að gera að fjölmenna upp eftir á eftir og nota þetta hjólin og svæðið til hins ítrasta.

VÍK óskar eftir Aðalhönnuði

VÍK stendur í framkvæmdum á Álfsnesi við félagsaðstöuna og fleira. Búið er að teikna upp allskonar teikningar fyrir skipulag og byggingarfulltrúa en okkur vantar „löggiltan aðalhönnuð“ til að kvitta undir. Engin laun í boði enda nánast engin vinna 🙂 Bara fullt af ánægðum hjólamönnum sem elska viðkomandi sem eftir er. Hafið samband við Hákon í 820-8855 eða hakon@opex.is.