Viðkomandi þarf að hafa góða tölvukunnáttu á Windows og Excel.
Okkur vantar kröftugan einstakling sem hefur gaman af sportinu, góð laun í boði. Áhugasamir hafi samband við Karl Gunnlaugsson formann MSÍ í síma 893-2098 eða email kg@ktm .is
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
Viðkomandi þarf að hafa góða tölvukunnáttu á Windows og Excel.
Okkur vantar kröftugan einstakling sem hefur gaman af sportinu, góð laun í boði. Áhugasamir hafi samband við Karl Gunnlaugsson formann MSÍ í síma 893-2098 eða email kg@ktm .is
Við blásum á allt myrkur, kulda og almennt harðlífi og bjóðum öllu hjólafólki á almennt félagskvöld næsta fimmtudagskvöld 27. nóv. kl. 20 í Bolaöldu. Í myrkri og frosti þurfum við að hjólin út miðað við aðstæður. Nýjasta æðið er næturenduro og það er ekkert stórmál að taka þátt. Á fimmtudaginn ætla Einar Sigurðarson “Púki” að fara í gegnum það helsta sem menn þurfa að gera til að geta notað hjólin í allan vetur. Hann fer yfir helsta ljósabúnað, dekkjapælingar s.s. naglar vs. karbítar vs. gúmmídekk, ljósaspólur, akstur í snjó og fleira. Honum til halds og trausts verður Ásgeir í Aukaraf með kynningu á ljósabúnaði og hvernig er best hægt að lýsa okkur veginn. Þeir sem eru í stuði gætu svo jafnvel hjólað brautina eða slóðana á eftir ef færi gefst.
Við bjóðum upp á kakó og piparkökur
Stefnan er svo að halda annað félagskvöld á fimmtudaginn eftir tvær vikur sem verður kynnt þegar nær dregur.
Kveðja stjórn VÍK
Bæjarstjórnin í Þorlákshöfn samþykkti í gær umsókn vélhjóladeildar Þórs um afnota af landi undir endúrósvæði. Svæðið verður líklega um 200 hektarar í nágrenni motocrossbrautarinnar. Skriffinnskan er komin á fullt og vonandi verður hægt að hjóla á svæðinu í vor. Sindri Stefánsson hjá Þór sagði í samtali við vefinn að gott samstarf væri við bæjarstjórnina og mikil bjartsýni væri í félaginu, í því eru um 50 meðlimir. Einnig sagði hann að þeir vonuðust eftir að halda Íslandsmót í Endúró strax á næsta ári en fyrir nokkrum árum voru iðulega haldnar vorkeppnir þarna í nágrenninu.
Þó ber að geta að stranglega bannað er að hjóla í fjörunni við Þorlákshöfn.
Aðalfundur Torfæruhjóladeildar AÍH verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 12. nóvember, kl. 20:30 í Álfafelli, Íþróttahúsinu við Strandgötu. Álfafellið er á 2. hæð og er gengið inn um gafl hússins (þann sem snýr að Hafnarfjarðarkirkju). Hvetjum við félagsmenn til að fjölmenna og taka þátt. Dagskráin er eftirfarandi: Lesa áfram Aðalfundur torfæruhjóladeildar AÍH
MSÍ hefur birt keppnisdagatal fyrir árið 2009. Meðal helstu nýjunga eru að engin keppni verður um verslunarmannahelgi, engin keppni verður á Króknum og að keppt verður alltaf aðra hverja helgi fyrir utan aukafríhelgi í júlí. Enn á eftir að finna staðsetningu á eina motocrosskeppni og eina endurokeppni.
Grein: | Dagsetning: | Mótaröð: | Staðsetning: | Aðildarfélag: |
Ís-Cross | 17. Janúar | Íslandsmót | Mývatn | AM |
Ís-Cross | 14. Febrúar | Íslandsmót | Mývatn | AM |
Snocros | 28. Febrúar | Íslandsmót | Reyk/Ak/Ól. | KKA/WSPA |
Ís-Cross | 14.Mars | Íslandsmót | Mývatn | AM |
Snocros | 14. Mars | Íslandsmót | Mývatn | /WSPA |
Snocros | 4. Apríl | Íslandsmót | Reyk/Ak/Ól. | /WSPA |
Snocros | 25. Apríl | Íslandsmót | Egilsstaðir | /WSPA |
Enduro | 16. Maí | Íslandsmót | Bolaalda | VÍK |
MX | 31. Maí | Íslandsmót | Akureyri | KKA |
Enduro | 13. Júní | Íslandsmót | Akureyri | KKA |
6 Tímar | 20. Júní | OffRoadChallange | Reykjavík | VÍK |
MX | 4. Júlí | Íslandsmót | Tilkynnt síðar | Tilkynnt síðar |
MX | 25. Júlí | Íslandsmót | Álfsnes | VÍK |
MX | 8. Ágúst | Íslandsmót | Sólbrekka | VÍR |
MX | 22. Ágúst | Íslandsmót | Bolaalda | VÍK |
Enduro | 5. Sept | Íslandsmót | Tilkynnt síðar | Tilkynnt síðar |
MX | 4. Okt | Alþjóðlegt | MX of Nations | FIM / Ítalía |
Enduro | 11-17 Okt | Alþjóðlegt | ISDE Six Days | FIM / Portúgal |
Árshátíð | 14. Nóv | Uppskeruhátíð | Reykjavík | MSÍ |
Örfáar myndir voru teknar á laugardaginn þar sem flestir voru uppteknir við annað en að sveifla myndavélinni. Hér er þó eitthvað.
Valdimar Þórðarson fór heim með dágóðan skammt af bikurum