Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Tímatökustjóri óskast

Tímatökustjóri óskast til að starfa við tímatökubúnað MSÍ

Viðkomandi þarf að hafa góða tölvukunnáttu á Windows og Excel.

Okkur vantar kröftugan einstakling sem hefur gaman af sportinu, góð laun í boði. Áhugasamir hafi samband við Karl Gunnlaugsson formann MSÍ í síma 893-2098 eða email kg@ktm .is

Félagskvöld VÍK – ljósa og næturenduroþema í Bolaöldu á fimmtudaginn

Við blásum á allt myrkur, kulda og almennt harðlífi og bjóðum öllu hjólafólki á almennt félagskvöld næsta fimmtudagskvöld 27. nóv. kl. 20 í Bolaöldu. Í myrkri og frosti þurfum við að hjólin út miðað við aðstæður. Nýjasta æðið er næturenduro og það er ekkert stórmál að taka þátt. Á fimmtudaginn ætla Einar Sigurðarson “Púki” að fara í gegnum það helsta sem menn þurfa að gera til að geta notað hjólin í allan vetur. Hann fer yfir helsta ljósabúnað, dekkjapælingar s.s. naglar vs. karbítar vs. gúmmídekk, ljósaspólur, akstur í snjó og fleira. Honum til halds og trausts verður Ásgeir í Aukaraf með kynningu á ljósabúnaði og hvernig er best hægt að lýsa okkur veginn. Þeir sem eru í stuði gætu svo jafnvel hjólað brautina eða slóðana á eftir ef færi gefst.

Við bjóðum upp á kakó og piparkökur

Stefnan er svo að halda annað félagskvöld á fimmtudaginn eftir tvær vikur sem verður kynnt þegar nær dregur.

Kveðja stjórn VÍK

Endúrósvæði í Þorlákshöfn staðreynd

Bæjarstjórnin í Þorlákshöfn samþykkti í gær umsókn vélhjóladeildar Þórs um afnota af landi undir endúrósvæði. Svæðið verður líklega um 200 hektarar í nágrenni motocrossbrautarinnar. Skriffinnskan er komin á fullt og vonandi verður hægt að hjóla á svæðinu í vor. Sindri Stefánsson hjá Þór sagði í samtali við vefinn að gott samstarf væri við bæjarstjórnina og mikil bjartsýni væri í félaginu, í því eru um 50 meðlimir. Einnig sagði hann að þeir vonuðust eftir að halda Íslandsmót í Endúró strax á næsta ári en fyrir nokkrum árum voru iðulega haldnar vorkeppnir þarna í nágrenninu.

Þó ber að geta að stranglega bannað er að hjóla í fjörunni við Þorlákshöfn.

Aðalfundur torfæruhjóladeildar AÍH

Aðalfundur Torfæruhjóladeildar AÍH verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 12. nóvember, kl. 20:30 í Álfafelli, Íþróttahúsinu við Strandgötu. Álfafellið er á 2. hæð og er gengið inn um gafl hússins (þann sem snýr að Hafnarfjarðarkirkju). Hvetjum við félagsmenn til að fjölmenna og taka þátt. Dagskráin er eftirfarandi: Lesa áfram Aðalfundur torfæruhjóladeildar AÍH

Keppnisdagatal ársins 2009

MSÍ hefur birt keppnisdagatal fyrir árið 2009. Meðal helstu nýjunga eru að engin keppni verður um verslunarmannahelgi, engin keppni verður á Króknum og að keppt verður alltaf aðra hverja helgi fyrir utan aukafríhelgi í júlí. Enn á eftir að finna staðsetningu á eina motocrosskeppni og eina endurokeppni.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 17. Janúar Íslandsmót Mývatn AM
Ís-Cross 14. Febrúar Íslandsmót Mývatn AM
Snocros 28. Febrúar Íslandsmót Reyk/Ak/Ól. KKA/WSPA
Ís-Cross 14.Mars Íslandsmót Mývatn AM
Snocros 14. Mars Íslandsmót Mývatn /WSPA
Snocros 4. Apríl Íslandsmót Reyk/Ak/Ól. /WSPA
Snocros 25. Apríl Íslandsmót Egilsstaðir /WSPA
Enduro 16. Maí Íslandsmót Bolaalda VÍK
MX 31. Maí Íslandsmót Akureyri KKA
Enduro 13. Júní Íslandsmót Akureyri KKA
6 Tímar 20. Júní OffRoadChallange Reykjavík VÍK
MX 4. Júlí Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 25. Júlí Íslandsmót Álfsnes VÍK
MX 8. Ágúst Íslandsmót Sólbrekka VÍR
MX 22. Ágúst Íslandsmót Bolaalda VÍK
Enduro 5. Sept Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 4. Okt Alþjóðlegt MX of Nations FIM / Ítalía
Enduro 11-17 Okt Alþjóðlegt ISDE Six Days FIM / Portúgal
Árshátíð 14. Nóv Uppskeruhátíð Reykjavík MSÍ