Leiðrétt útgáfa!!!!
MSÍ hefur gefið út lista yfir verðlaunasæti á árinu 2008:
Enduro:
Íslandsmót 2008 Enduro Meistaradeild
Íslandsmeistari Valdimar Þórðarson
2. sæti Einar Sigurðarson
3. sæti Gunnar Sigurðsson
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
Leiðrétt útgáfa!!!!
MSÍ hefur gefið út lista yfir verðlaunasæti á árinu 2008:
Enduro:
Íslandsmót 2008 Enduro Meistaradeild
Íslandsmeistari Valdimar Þórðarson
2. sæti Einar Sigurðarson
3. sæti Gunnar Sigurðsson
Laugardaginn 1. nóvember 2008 fer fram formannafundur MSÍ, allir formenn aðildarfélaga MSÍ eru hvattir til að mæta og tilkynna komu sína til Guðmundar Hannessonar formanns MSÍ
Laugardaginn 1. nóvember 2008 fer fram formannafundur MSÍ, allir formenn aðildarfélaga MSÍ eru hvattir til að mæta og tilkynna komu sína til Guðmundar Hannessonar formanns MSÍ. Að formannafundi loknum fer fram aukaþing MSÍ 2008. Fundarstaður er hjá ÍSÍ við Engjaveg í Laugardal.
Dagskrá: Formannafundur kl: 10:00 / Aukaþing kl: 11:00
Sama dag fer fram uppskeruhátíð fyrir Íslandsmótsröð MSÍ 2008. Veitt verða verðlaun fyrir Íslandsmeistaratitla í Moto-Cross, Enduro, Ís-Cross og Sno-Cross, einnig verða veitt verðlaun 3 efstu í hverjum flokki. Verðlaun fyrir liðameistara í Moto-Cross og Enduro verða einnig veitt. Boðið verður uppá léttar veitingar og eru allir keppendur og aðstandendur velkomnir.
Dagskrá: Uppskeruhátíð kl: 15:00
kveðja, stjórn MSÍ
Árshátíð VÍK verður haldin 1. nóvember í Rúbín í Öskjuhlíð (við hliðina á Keiluhöllinni). Glæsileg dagskrá er í smíðum og mun ljómsveitin Spútnik sjá um stuðið eins og í fyrra. Matseðillnn er ekki af verri endanum, en hann hljómar svona:
Forréttir Marineruð smálúða í lime og ferskum geitaosti, Lax í kóriander og piparhjúp með avocadó kremi og balsamic sírópi, Nautacarpaccio með steinseljurót, jómfrúar olíu og kóríander
Aðalréttir Kalkúnabringur með engifersoðkjarna og Nautahryggjarvöðvi með piparsósu. Meðlæti Gratineruð grænmetisblanda með ostasósu, fondant kartöflur, ferskt salat, brauð og smjöri. Eftirréttur Kaffi og konfekt. Miðasala hefst fljótlega og takmarkað magn verður af miðum. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Að gefnu tilefni vill formaður VS benda á að stranglega bannað er að hjóla í enduro-brautinni á skíðasvæðinu í Tindastóli. Aðeins var fengið leyfi fyrir þessa einu keppni sem haldin var 6. september og eru hjólamenn beðnir að virða þetta bann. Skíðadeildin sýndi okkur í VS og hjólamönnum landsins frábæran velvilja með að leyfa þessa keppni og við skulum sýna þeim þá virðingu að láta vera að raska svæðinu þeirra frekar.
Hins vegar er öllum velkomið að taka sér góðan göngutúr um svæðið og hjálpa til við að ganga frá eftir keppnina, enn eru nokkur hundruð stikur í jörðinni sem
þarf að fjarlægja.
Vélhjólakúbbur Skagafjarðar vill hér einnig nota tækifærið til
að þakka starfsmönnum sínum og keppendum fyrir
sumarið.
Á fimmtudaginn síðastliðinn birtist flott grein í 24stundum, um motocross á Hólmavík.
Áhuginn á svæðinu hefur aukist verulega undanfarin misseri og verður haldin motocross keppni í
Skeljavíkurbraut á Hamingjudögum um næstu helgi.
Heimasíða félgasins; www.123.is/strandir
Í gær var haldinn formlegur fundur þar sem Hafnarfjarðarbær kynnti deiliskipulag fyrir akstursíþróttasvæðið í Kapelluhrauni. Vel var mætt á fundinn – um eða yfir 50 manns. Yngvi frá Landmótun kynnti deiliskipulagið og síðan var opnað fyrir spurningar. Fulltrúar Hraunvinafélagsins kynntu sjónarmið sín í langri ræðu. Félagið er að mestu sátt við deiliskipulagið fyrir utan staðsetninguna á motocrossbrautunum því þar sé óraskað hraun.