Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Fréttatilkynning – Stofnun nýrra samtaka

Hópur áhugafólks um ferðamennsku og útivist á vélhjólum (tví- og fjórhjólum) hefur ákveðið að stofna félag sem hefur m.a. það að markmiði að auka þekkingu vélhjólafólks, sem og almennings, fjölmiðla og stjórnvalda, á notkun vélhjóla til ferðalaga og útivistar. Félagið mun miðla upplýsingum um akstursleiðir, standa fyrir ferðum og fræðslufundum.
Mikill uppgangur er í notkun vélhjóla til ferðamennsku og útivistar á öllu landinu. Notkunin er bundin við akstursleiðir á lág- sem hálendi, mest á sumrin og haustin, en harðfennisakstur á vetrum hefur aukist umtalsvert undanfarin ár. Aðstaða til aksturs vélhjóla á Íslandi er í flesta staði viðunandi og í sátt við samfélag og umhverfi.

Lesa áfram Fréttatilkynning – Stofnun nýrra samtaka

Áramótakveðja frá stjórn VíK, ekkert Klaustur ofl. fréttir

Sæl öll sömul og gleðilegt nýtt ár!
Síðasta ár var ansi líflegt og mikið sem hefur áunnist á stuttum tíma. Bolaöldusvæðið hefur sannarlega staðið fyrir sínu og nú er þar komið eitt flottasta enduro og motocrosssvæði landsins en við erum langt því frá hættir uppbyggingunni.

Lesa áfram Áramótakveðja frá stjórn VíK, ekkert Klaustur ofl. fréttir

Ljósmyndakeppni motocross.is 2007

Motocross.is hélt í sumar ljósmyndakeppni sem lukkaðist ágætlega.
Sendar voru hátt í hundrað myndir í keppnina og voru flestar þeirra
mjög flottar. Á árshátíð VÍK um daginn voru svo veitt verðlaun fyrir þá
4 flokka sem keppt var í og að lokum valin ljósmynd ársins.

Motocross.is
vill þakka öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna og vonandi
verða enn fleiri og flottari myndir með á næsta ári.

Þetta er mynd ársins:

Sigurvegarar urðu sem hér segir:
Lesa áfram Ljósmyndakeppni motocross.is 2007

DVD diskurinn Motocross 06/07 kominn í sölu

DVD diskurinn Motocross 06/07 er kominn í sölu hér á netinu. Hann mun fást í mótorhjólabúðum um helgina.
Diskurinn er tvöfaldur og inniheldur myndir frá öllum Íslandsmótum í motocrossi frá 2006 og 2007. Skyldueign í safnið.

Smellið hér

Opinn fundur Umhverfisnefndar MSÍ í kvöld

Ágæti félagi, í kvöld, mánudaginn 19. nóvember, stendur umhverfisnefnd Mótorhjóla- og snjósleðasambands Íslands (U-MSÍ) fyrir opnum félagsfundi í húsakynnum ÍSÍ í Laugardalnum (Engjavegi 6), Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 19:30 og stendur til 21:30.
Markmið fundarins er að upplýsa félagsfólk, sem og aðra þá sem áhuga hafa á vélhjólamennsku, um það starf sem unnið er í nefndinni og hvers megi vænta á næstu misserum í hagsmunabaráttu okkar fyrir bættum réttindum.

Lesa áfram Opinn fundur Umhverfisnefndar MSÍ í kvöld

Árshátíð VÍK frestað til 3. nóvember.

Árshátíð VÍK 2007 frestast um tvær vikur frá áður auglýstum degi og verður haldin þann 3. nóvember í Lídó við Hallveigarstíg. Nánari dagskrá auglýst síðar.
Skemmtinefndin