Því er þannig farið í öllu íþróttastarfi að það þarf sjálfboðaliða til að láta dæmið ganga upp. Því ef ekkert er sjálfboðastarfið þá er ekki hægt að reka klúbbana af myndarskap. Í öllum brautum landsins eru grjóthart fólk sem vinur að hugsjón við uppbyggingu fyrir sitt félag. Í okkar klúbbi eru að sjálfsögðu svona hetjur. Undanfarna daga hefur hinn grjótharði Róbert og hans félagar verið að koma upp aðstöðu fyrir Enduro-Cross og svona í leiðinni verið að græja og gera vökvunarkerfið. Í gær mættu þeir fyrstir á svæðið og þegar fréttaritari vefsins fór, með síðustu mönnum af svæðinu, voru Robert og co enn að störfum. Þeir eru hluti af okkar grjótharða fólki sem elskar sportið mikið og fórnar frítíma sínum fyrir okkur hin.
Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
LOKSINS ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ. OPNUN BOLAÖLDUSVÆÐISINS
SUMARIÐ ER KOMIÐ og BARNASTARFIÐ HAFIÐ
Það var gaman að sjá krakkana sem mættu í fyrsta tíma sumarsins. Að sjálfsögðu eru æfingarnar í nýlöguðum brautum félagsins í Bolaöldu. Einnig er gaman að sjá hversu foreldrarnir eru vikrir með krökkunum.
Æfingar eru mánudaga (Helgi) og miðvikudaga (Gulli). Æfingatímabil er Maí, Júni, Ágúst & September (Júlí er frí)
18:00-19:00 = 50cc og byrjendur 19:00-20:00 = 65cc og 85cc
ATH að barnabrautirnar eru opnar til æfinga. Ekkert gjald er rukkað í þær brautir. Lesa áfram SUMARIÐ ER KOMIÐ og BARNASTARFIÐ HAFIÐ
KLAUSTUR 2014 BARNA – UNGLINGA – KEPPNI.
Barna og unglingakeppni á Klaustri
Eins og oft áður verður haldin Barna/Unglingakeppni á Klaustri þetta árið. Keppni er haldin fyrir 65/85cc/150cc hjól (12 til 15 ára strákar og stelpur) og algjöra byrjendur
Keppnin verður haldin að Ásgarði Laugardaginn 24 Maí milli 09-10.
Mæting/Skoðun/ Prufuhringur á milli 08-8-45. Ræsing í keppnina er klukkan 09 og keyrt í 60 mínutur.
Hluti af aðalbraut keyrð og hringir verða taldir þannig að það er ekki þörf á neinum tímatökusendi.
Allir fá medalíur. Ekkert skráningargjald.
Vinsamlegast tilkynnið skráningu á Guðbjart í e-mail guggi@ernir.is eða í gegnum síma 864-3066.
Taka þarf fram Nafn, Hjólastærð, Símanúmer aðstandenda, og keppnisnúmer.
Bolaöldusvæðið er LOKAÐ þangað til annað verður auglýst.
Klaustur 2014. Undirbúningur.
Farin var vinnuferð að keppnissvæðinu á Ásgarði í gær, Sumardaginn 1. Það var hörku hópur sem var tilbúinn til að fórna frídegi til að undirbúa svæðið fyrir keppnina sem verður haldin 24. maí. Það verður þó að segjast að SAS ( sérfræðingar að sunnan) höfðu ekkert rosalega mikið að gera þar sem heiðursfólkið á Ásgarði og Kjartan eru búin að vinna mikla undirbúningsvinnu. En við byrjuðum á því að fúaverja þau mannvirki sem upp eru komin, eða alveg þangað til að það fór að rigna. Við settum niður nokkur hundruð stikur, sem btw, Ásgarðsfólkið var búið að mála fyrir okkur, hér og þar um brautina. Töluverður tími fór í þetta þar sem við erum að snúa við akstursáttinni fyrir þetta ár. Einnig þarf að færa ýmsar merkingar og þarf líka að gera nokkrar nýjar. Niðurstaða úr vinnuferðinni: Ótrulega gaman að fara með svona duglegu fólki í vinnuferð og ÓTRULEGT hversu mikil breyting verður á brautinni við að snúa henni við. Það er eitt alveg á hreinu, greinarhöfund hlakkar til.
Ekki má gleyma að nefna að Ásgarðsfólkið er búið að slétta mest allan keppnishringinn frá keppninni í fyrra.
Óli Gísla