Fyrir 14 mánuðum lánaði Jón í JHM-Sport VÍK bíl fyrir starfsmann félagsins. Bíllinn hefur verið notaður mikið og flutt allt efni, áburð o.fl. bæði á Bolaöldur og Álfsnes síðastliðið ár. Í dag var bílnum skilað með trega og má sjá Hjört og Jón takast á um lykilinn á meðfylgjandi mynd….
Lesa áfram JHM Sport-bíll
Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
Afsláttur af hagnýtum bókum
Þeir sem mæta á fræðslufundi Umhverfisnefndar VÍK 2. og 9. maí í Bolaaöldu, eiga kost á því a kaupa bækur Jóns Snælands, Utan alfaraleiða og Ekið um óbyggðir, með sérstökum afsláttarkjörum, eða 3000kr/stk. Einnig verður bók Jakobs Þórs, Iceland overland – handbook and planning guide for motorcyclists, seld á sérstökum afsláttarkjörum eða 1500kr/stk. Skoðið „Á döfunni“ hér til hliðar fyrir nánari upplýsingar um fræðslufundina. Umhverfisnefnd MSÍ og VÍK.
150 fjórgengis á leiðinni í 80 flokkinn
Eins og glöggir aðilar hafa væntanlega lesið sig til um þá hefur FIM gert breytingar á reglum um vélarstærðir í 80 cc flokknum þess efnis að 150cc 4T hjól eru leyfð.
Smellið á sjá meira til að sjá nýja töflu frá FIM
Ný stjórn VÍR
Nýja stjórnin er skipuð þannig: Ásgrímur Pálsson formaður, Arnar Sveinbjörnsson varaformaður, Erla Jónsdóttir gjaldkeri, Magnús Hersir Hauksson meðstjórnandi, Jóhannes Sveinbjörnsson meðstjórnandi, Varamenn: Guðni Söring Þrastarson og Elín Gylfadóttir
Stjórn VÍR.
Samút fundar
VÍK á aðild að félagsskap sem heitir Samtök útivistarfélaga. Að samtökunum standa vel á annan tug félaga sem á einn eða annan hátt hafa útivist og útiveru á stefnuskrá sinni. Þann 22. janúar 2007 var haldinn fundur hjá Samút, og var fundarefnið annars vegar fyrirliggjandi frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð og hins vegar að tilnefna fulltrúa Samút í Samvinnunefnd um miðhálendi Íslands. Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér frumvarp umhverfisráðherra um Vatnajökulsþjóðgarð er bent á að gera það (http://www.althingi.is/altext/133/s/0439.html).
ÍSÍ & FIM aðild
24. nóvember 2006 var Mótorhjóla & Snjósleðasamband Íslands formlega stofnað og tekið inn í ÍSÍ sem sérsamband fyrir þessar keppnisgreinar. Sama dag var Mótorsportsambandi Íslands formlega slitið en það var stofnað í janúar árið 2000 til þess að fara með keppnismál mótorhjóla og snjósleða ásamt því að vinna að stofnun sérsambands innan ÍSÍ og aðildar að FIM alþjóða keppnissamtökunum.
Þessum áfanga hefur nú loksins verið náð og teljast þessar íþróttagreinar nú undir þessum samböndum.
Þetta þýðir að “sportið okkar” hefur öðlast opinbera viðurkenningu og eiga nú þeir íþróttamenn og félög sem
Lesa áfram ÍSÍ & FIM aðild