Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Frá Siv Friðleifsdóttur

Sælir VÍK-verjar. Þar sem málið er ykkur skylt vildi ég benda ykkur á að í dag og í gær hafa verið lagðar fram á Alþingi þrjár fyrirspurnir fyrir ráðherra, að minni hálfu, sem snerta ykkar mál.
Fyrirspurnirnar eru eftirfarandi:
http://www.althingi.is/altext/132/s/0309.html til umhverfisráðherra
http://www.althingi.is/altext/132/s/0322.html til viðskiptaráðherra
http://www.althingi.is/altext/132/s/0321.html til samgönguráðherra
Þessum fyrirspurnum verður svarað á Alþingi á næstu vikum en ekki er búið að ákveða nákvæma dagsetningu.
Hópur þeirra sem stundar torfæruhjólaakstur sér til ánægju hefur farið hratt vaxandi hin seinni ár án þess að
Lesa áfram Frá Siv Friðleifsdóttur

Um torfæruhjól og Hafnarfjarðarbæ

Þórir skrifaði fína grein í Moggan á sunnudaginn, hér er hún:
UNDANFARIÐ hafa verið uppi umræður um innanbæjarakstur og utanvegaakstur torfæruhjóla í Hafnarfirði og málum gerð skil m.a. í Fjarðarpóstinum. Virðist í flestum tilfellum vera um að ræða illa upplýsta og réttindalausa unglinga sem leika lausum hala. Slíkt ástand er með öllu óásættanlegt og verður að ráða bót á. En hvernig? Raunverulegur árangur næst ekki nema ráðist sé að rót vandans. Í þessu ákveðna tilfelli byrjar
Lesa áfram Um torfæruhjól og Hafnarfjarðarbæ

Aðild að FIM

Við vorum að fá þær fréttir að við höfum verið samþykktir sem aðilar að FIM um leið og við stofnum formlega sérsamband innan ÍSÍ. Stofnun sérsambandsins er á dagskrá í mai 2006. Þetta eru sannarlega frábærar fréttir og mikil lyftistöng fyrir sportið.

Formanns afmæli !!

Hrafnkell Sigtryggsson formaður VÍK er fertugur í dag. Við óskum Kela til hamingju með daginn og vonum að hann sjái sér fært að slaka á og njóta dagsins. Við hljótum allavega að vera sammála um að gefa honum frí í dag, enda ofvirkur fyrir okkur hjólamenn. Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Keli , hann á afmæli í dag. Hann er fertugur í dag, hann er fertugur í dag, hann er fertugur í dag hann Keli, hann er fertugur í dag. 🙂

Lagasafn um torfæruhjól – umferðarlög og reglugerð um aksturskeppnir

Vil vekja athygli á því að nú er komið inn hér vinstrameginn undir “ Félagið „, lagasafn um torfæruhjól – umferðarlög og reglugerð um aksturskeppnir. Gott fyrir menn að hafa þetta hér aðgengilegt ef einhverjar spurningar vakna.

Fjömenni á opnum fundi Vélhjólaíþróttaklúbbsins

Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) hélt á miðvikudagskvöldið vel heppnaðan opinn fund um málefni torfæruhjólafólks á Íslandi. Fjallað var m.a. um stöðuna skv. umferðarlögum og reglugerðum, tryggingar og tryggingavernd, barnakross og önnur atriði sem hafa verið í umræðunni undanfarið.
Frummælendur á fundinum voru Aron Reynisson, fulltrúi í Hjóla- og sleðanefnd ÍSÍ, sem ræddi stöðu torfæruhjólaíþrótta í Svíþjóð og bar hana saman við stöðuna hér á landi. Jóhann Halldórsson lögfræðingur og
Lesa áfram Fjömenni á opnum fundi Vélhjólaíþróttaklúbbsins