Við minnum á opinn fund VÍK nk. miðvikudag 28. september kl. 20.00 í fundarsal ÍSÍ í Laugardal. Áhersla fundarins verður á stöðu torfæruhjóla skv. umferðarlögum og reglugerðum, á tryggingar og tryggingavernd og önnur atriði sem hafa verið í umræðunni undanfarið. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.
Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
Samningur um endurosvæði í Jósepsdal / Bolöldu undirritaður á morgun!
Eftirfarandi fréttatilkynning hefur verið send á alla fjölmiðla:
Á morgun, föstudaginn 22. júlí kl. 16:00 verður undirritaður í Litlu kaffistofunni í Svínahrauni samningur milli Vélhjólaíþróttaklúbbsins (VÍK), Landssambands Íslenskra Vélsleðamanna, Reykjavík (LÍV-R) annars vegar og Sveitarfélagsins Ölfus hins vegar um afnot af svæði sunnan við Litlu kaffistofuna og inn í Jósepsdal undir æfingaakstur torfæruhjóla og vélsleða. Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga og verður viðstödd undirritunina á morgun.
Lesa áfram Samningur um endurosvæði í Jósepsdal / Bolöldu undirritaður á morgun!
Jón Arnar Magnússon þjálfar motocross og enduro menn
Ólympíufarinn Jón Arnar Magnússon hefur undanfarið verið að þjálfa Team Yamaha. Lögð er áhersla á úthaldsæfingar. Það er gríðarlegt tækifæri að fá mann eins og Jón sem býr yfir gríðarlegu reynslu sem einn fremsti keppnismaður í heimi í sinni grein. Jón er óspar á að ausa úr viskubrunni sínum. Nú er að byrja
Lesa áfram Jón Arnar Magnússon þjálfar motocross og enduro menn
Hvað gerðist á málþingi um utan vega akstur?
Laugardaginn 30. apríl stóð Landvernd og Umhverfisstofnun fyrir málþingi um akstur utan vega. Á málþingið mættu áhugamenn um efnið, sem og fulltrúar hagsmunaðila, frjálsra félagasamtaka og stofnana. Mótorhjólamenn létu sitt ekki eftir liggja og mættu tveir á fundinn; fulltrúi umhverfisnefndar og Kristján Grétarsson. Kann ég honum mínar bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Málþingið skiptist í tvennt, annars vegar erindi og hins vegar pallborðsumræður. Það var nokkuð ljóst á meðan erindin voru flutt að gamlar syndir fylgja okkur um langa tíð. Frægar myndir sem teknar voru fyrir
Lesa áfram Hvað gerðist á málþingi um utan vega akstur?
Vinnudagur á Sólbrekkubraut!!!!!
Sólbrekkubraut allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að mæta með
skóflur, hrífur og hjólbörur til að hægt sé að opna sem
fyrst. Tilvalið tækifæri til að vinna sér inn brautarmiða 1 klst. = 2 brautarmiðar. Mæting kl. 13.00 – 17-18.00 (Ef
veður verður mjög slæmt frestast þetta). Kveðja, Stjórn VÍR
ÍSÍ stofnar Vélhjóla- og vélsleðaíþróttanefnd
Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur skipað þá Aron
Reynisson, Alexander Kárason og Njál Gunnlaugsson í Vélhjóla- og
vélsleðaíþróttanefnd ÍSÍ.
Vélhjóla- og vélsleðasportið hefur vaxið mjög ört á undanförnum árum enda
íþróttagrein sem hefur átt vaxandi fylgi að fagna erlendis. ÍSÍ hefur verið í
góðu
Lesa áfram ÍSÍ stofnar Vélhjóla- og vélsleðaíþróttanefnd