Hér er fundargerð aðalfundar VÍK, þar sem meðal annars kemur fram hverjir voru kosnir í stjórn og nefndir fyrir 2005. Það er líka búið að uppfæra síðuna VÍK / Stjórn, en þar eru þessar uplýsingar líka aðgengilegar.
Lesa áfram Fundargerð aðalfundar
Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
tilkynningar og fundargerðir
|
||||||
|
Fótbolti á nýju ári
Boltinn heldur áfram í Fífunni eftir áramót og fyrsti tíminn er sunnudaginn 2. janúar kl. 22. Mætum allir!
Ef einhverjir hafa áhuga á að slást í hópinn þá er um að gera að mæta. Gott væri ef viðkomandi tilkynni þáttöku til Magga með tölvupósti á msveins@simnet.is. Líklegt er að verðið sé 5-6000 en það fer eftir þáttöku og boltinn er út april.
Gleðilget ár, Maggi.
Góðar jólafréttir – endurosvæði vonandi á réttri leið
Undanfarna mánuði hefur stjórn VÍK, meðlimir úr enduro-, motocross og umhverfisnefnd og fleiri lagst á eitt við að leita félaginu varanlegra aksturssvæða í nágrenni Reykjavíkur. Umferð torfæruhjóla um Hengilssvæðið og Reykjanes hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og það er orðið löngu tímabært að taka á þeim málum og beina umferðinni annað. Þar er frumkvæði okkar sjálfra lykilatriði frekar en að bíða eftir aðgerðum opinberra aðila með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Á undanförnum mánuðum hafa ýmsar hugmyndir verið viðraðar og rætt hefur verið við marga aðila um þessi mál. Við höfum horft sérstaklega hlýtt til Sveitarfélagsins Ölfus sem ræður yfir hvað mestu ónýttu landssvæði í nágrenni Reykjavíkur ásamt því að ræða við Umhverfisstofnun og Landgræðslu Ríkisins til að skýra okkar sjónarmið og þarfir. Af þessum viðræðum er ljóst að við eigum góða bandamenn víða sem vilja vinna með hjólamönnum til að draga úr landskemmdum af völdum mótorhjóla. Um leið er fullur vilji til að tryggja okkur aðgang að svæðum þar sem við getum stundað okkar íþrótt í sátt við annað útivistarfólk og hagsmunaaðila.
Í gær, 20. desember, áttum við undirritaðir góðan fund með fulltrúum sveitarfélagsins Ölfus ásamt fulltrúa Landgræðslu Ríkisins þar sem þessi mál voru rædd opinskátt og málefnalega. Í ljós kom að hjá þessum aðilum er góður skilningur á aðstæðum okkar og vilja til að draga úr skemmdum af völdum torfæruhjóla t.d. í kringum Hengilinn og víðar. Í umræðunni voru nokkur svæði sem geta komið til greina frá Litlu kaffistofunni til Þorlákshafnar. Niðurstaða fundarins var sú að málið yrði rætt af fyllstu alvöru innan sveitarfélagsins og afstaða verði tekin til tillagna okkar um miðjan janúar. Það kom fram í máli fulltrúa Ölfus að mikill vilji væri innan sveitarstjórnarinnar að bæta úr aðstöðuleysi hjólamanna, enda voru menn sammála um að ástæður landskemmda væri að hluta aðstöðuleysi okkar hjólamanna að kenna. Með aukinni þjónustu við hjólafólk yrði hægt að beina umferð annað og minnka álag á viðkvæmum svæðum. Við bindum miklar vonir við þessar málaleitanir og treystum því að niðurstaða sveitarfélagsmanna verði jákvæð þannig að við getum fyrr en seinna boðið félagsmönnum aðgang að sérstökum hjólasvæðum.
Lesa áfram Góðar jólafréttir – endurosvæði vonandi á réttri leið
Frá WADA
Nýr listi Alþjóða Lyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) yfir efni og aðferðir sem bannað er að nota í íþróttum tekur gildi 1. janúar 2005. ÍSÍ hefur sent listann til allra íþróttafélaga og deilda í landinu til kynningar en einnig til héraðssambanda og sérsambanda. Mjög mikilvægt er að listinn verði kynntur íþróttafólki og öllum þeim sem þurfa starfs síns vegna að kunna skila á þeim lyfjum og aðferðum sem bannað er að nota í tengslum við íþróttaiðkun. Sérstaklega skal athuga að fyrirkomulagi um undanþágur vegna notkunnar lyfja af bannlistanum í lækningaskyni hefur verið breytt. Nú þurfa allir að sækja um undanþágur á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á vef ÍSÍ. Þetta þýðir að t.d. íþróttamenn sem nota astmalyf þurfa að sækja um undanþágu fyrir notkun þess, ekki dugir að greina frá því þegar viðkomandi er tekin í lyfjapróf.
Nánari upplýsingar má finna á lyfjavef ÍSÍ
Með kveðju,
Anna Lilja Sigurðardóttir
Íþróttabandalag Reykjavíkur
annalilja@ibr.is
s. 5353706
Fyrsta hjólið komið aftur
Fyrsta mótorhjólið er nú komið aftur til landsins. Hjól þetta er af svissneskri gerð er nefndist Motosacoche en var selt undir nafninu ELG í Danmörku. Þar fann Njáll Gunnlaugsson, höfundur nýrrar bókar um 100 ára sögu mótorhjólsins, hjólið á safni og fékk það lánað til landsins. „Leiða má líkum að því að þetta sé sama hjólið og Þorkell Clemenz flutti til landsins fyrir næstum 100 árum síðan“ segir Njáll. „Hjólið er af 1903 árgerð og var prufueintak hjá söluaðila þess í Danmörku. Þorkell hugðist selja hjólin einnig hérlendis undir ELG nafninu og flutti það inn 19. júní 1905, líklega með því að fá það lánað hjá umboðinu. Á hjólinu sem við fengum frá Tækniminjasafni Danmerkur er númeraplata sem á stendur að hjólið sé reynsluaksturseintak og þess vegna getur vel verið að hér sé um sama hjólið að ræða“ segir Njáll ennfremur. Hjólið verður til sýnis í Pennanum Hallarmúla fram að jólum en verður svo á sérstakri afmælissýningu á samgönguminjasafninu á Skógum um páskana.