Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Umhverfisnefnd óskar eftir GPS hnituðum slóðum

Umhverfisnefnd VÍK sótti fjölmennan fundi um utanvega akstur. Að fundinum stóðu Umhverfisráðuneyti og Umhverfisstofnun. Þeir sem fylgst hafa með fréttum undanfarna daga hafa væntanlega heyrt um nefnd sem á að koma með tillögur að nýtingu vega/slóða, eða með öðrum orðum ákveða hvað er vegur og hvað ekki. Landmælingar og vegagerðin hafa verið dugleg undanfarin ár að gps mæla vegi og slóða (þó ekki slóðana sem við förum). Félagsmenn 4×4 hafa einnig verið duglegir að safna „trökkum“ (gps leiðum) af þeim slóðum og vegum sem þeir fara um og væntanlega munu þau gögn renna í þetta verkefni, jeppamönnum til góðs. Einnig veit ég að einhverjir hjólamenn eru að trakka slóða og leitast umhverfisnefndin því eftir samstarfi við hjólamenn um söfnun þeirra trakka sem við höfum nú þegar. Við erum að leita að gögnum um vegi, slóða, einstígi, þjóðleiðir og allt annað sem við erum að fara, jafnt á láglendi sem hálendi. Það sem við getum ekki notað eru gps punktar af OFF-ROAD akstri af skiljanlegum ástæðum. Margar af þeim leiðum sem hjólamenn erum að fara eru trúnaðarmál þeirra sem þær fara. Því verða gögnin meðhöndluð sem trúnaðarmál og ekkert sent frá nefndinni nema með fullu samþykki þeirra sem eiga gögnin. Þeir sem vilja hjálpa okkar með þessa söfnun geta haft samband við Jakob (892-1373) eða sent mér trökkin beint í geokobbi@simnet.is. P.S. Nefndin á að skila af sér 1. des 2004 og því höfum við enn nokkurn tíma til að undirbúa baráttuna fyrir slóðunum okkar.
Umhverfisnefnd

Afsláttur hjá Bílanausti

Ragnar Baldursson #520 hafði sambandi við VÍK vildi koma því á framfæri að félagsmönnum í VÍK stendur til boða 10% afsláttur í öllum verslunum Bílanausts gegn framvísun félagsskírteinis. Raggi er verslunarstjóri í Bílanaust í Kópavogi og við bendum auðvitað öllum hjólamönnum á beina viðskiptum sínum sérstaklega þangað enda taka þeir Raggi og Stebbi Briem örugglega vel á móti ykkur.

Fyrsta tímabili MotoXskólans lokið

Það má eiginlega segja að hjá okkur í motocrossinu þá séu áramótin um mánaðarmótin ágúst – september. Þá er motocrosstímabilinu lokið og menn strax farnir að undirbúa næsta season. Umboðin eru farin að taka inn 2005 árgerðir og svokallað „silly season“ hefur göngu sína. Hver verður hvar á næsta ári? Hvaða hjól er best að kaupa? MotoXskólinn er þegar byrjaður að plana næsta tímabil og núna á næstu vikum fær vefurinn nýtt lúkk og markar það upphaf á nýju tímabili (2005) hjá MotoXskólanum. Það eina sem ég get sagt núna er að það verður allt að gerast á næsta ári og enginn ætti að kaupa sér hjól fyrr en hann/hún veit hvað verður að gerast hjá MotoXskólanum á næsta ári. Að lokum vill MotoXskólinn þakka styrktar aðilum sínum á liðnu tímabili sem voru Suzuki, Pukinn.com og Mountain Dew. Takk kærlega fyrir frábært samstarf í sumar.
Kv, Ingi / MotoXskóinn

Púkanámskeið á sunnudaginn

MotoXskólinn verður með púkadag næsta sunnudag upp á Álfsnesi. Stendur námskeiðið frá kl. 13.00 – 16.00 og er ætlað fyrir litlu krakkana á mini hjólunum (50cc – 65cc tvígengis og 50cc – 110cc fjórgengis). Púkinn.com verður á staðnum með Macbor minihjól til sýnis. Allir krakkar fá svo Mountain Dew til að svala þorstanum! Verð á hvern púka er 1.500 kr. (1.000 kr. ef þú ert með fleiri en einn). Skráning er á motoxskolinn@motoxskolinn.is. Kv, MotoXskólinn

Ný braut á Egilsstöðum

Egilsstaðabúar hafa opnað nýja braut og er hún eins og þeir segja 15 wúpsar í röð, 2faldir og 3faldir pallar, geggjað stuð. Þannig að ef einhverjir ætla að fara austur í sumarfrí er tilvalið að taka hjólið með sér
Upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma í síma 660-7979 Kristdór Þór

Brautin

Tjaldstæði á Akureyri

Búið að er bóka tjaldstæðið á Húsabrekku (það sama og í fyrra) fyrir VÍK um næstu helgi í sambandi við Motocrosskeppnina á Akureyri 19. Júní. Þar er mjög góð aðstaða fyrir fólk, bæði sturtur og rafmagn fyrir tjaldvagna. Einnig er hægt að leigja sér lítil hús á svæðinu, síminn er 4624921.
Líklegt að að Eyjafjarðaleikarnir verðir endurvaktir með klassískum keppnisgreinum eins og Drumbakasti, Breakdanskeppni o.fl. Svo verður sjálfsögðu nóg um að vera á Akureyri á 17. Júní. Þannig að það er um að gera að taka sér frí þann 18. og mæta snemma með sólarvörn nr. 25 því Veðurklúbburinn á Dalvík er búin að spá þvílíkri blíðu fyrir norðan þessa helgi að annað eins hefur ekki sést…