Skráningarkerfið er búið að hökta aðeins núna á fyrstu metrunum en helstu böggarnir hafa verið lagaðir í dag og nú á kerfið að vera í lagi.
Nú er hægt að skrá sig í keppni með því að slá inn keppnisnúmer. Einungis þeir sem hafa greitt félagsgjald hafa þó keppnisrétt og því gefst mönnum nú kostur á að greiða félagsgjaldið samhliða keppnisgjaldinu ef greitt er með kreditkorti.
Þeir sem ekki eru skráðir í félag fara inn á linkinn „Borga félagsgjöld“ og skrá sig þar og velja félag en um leið geta þeir greitt félagsgjaldið. Þeir geta svo farið á linkinn „sækja um númer“ og valið þar úr lausum keppnisnúmerum. Eftir það geta þeir skráð sig í keppnir.
Félagsmenn annarra klúbba geta skráð sig inn í gagnagrunninn og greitt félagsgjöld síns félags sem við skilum þá inn til viðkomandi félags. Ef menn eru búnir að borga gjöld sinna klúbba ( annara en VÍK ) á annan hátt og eru með keppnisnúmer, þá verður að senda póst á vik@motocross.is til að tengja mann við númer handvirkt. Stefnan er síðan sú að allir klúbbar geti haldið utan um sína félagsmenn í gegnum þetta kerfi.
Hákon Ásgeirsson fyrrverandi formaður og Kristinn Örn forritari hafa hannað þessa veflausn fyrir VÍK sem er algjör bylting í utanumhaldi um keppnir og félagatöl klúbbanna og er full ástæða til að þakka þeim og hrósa fyrir gott verk.
Kveðja, Keli
Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf
Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf
Skráningar- og félagakerfi mótorhjólaklúbbanna tekið í notkun
Skráningar og félagakerfi mótorhjólaklúbbana er hér með tekið í notkun. Hér geta menn skráð sig í alla mótorhjólaklúbba á landinu og borgað félagsgjöld. Keppnisnúmer eru fengin í kerfinu þó svo nokkra næstu daga virðist sem að mörg góð númer séu laus þá er alls ekki svo og verður það lagað á næstu dögum þegar félagalistar annarra félaga verða uppfærðir. Skráning í allar keppnir í Íslandsmóti auk nokkurra bikarmóta fer einnig fram í gegnum kerfið. Skráning hefst nú í fyrstu Endúrókeppni ársins auk annarra keppna. Langbest er fyrir skipuleggjendur mótanna að greitt sé með kreditkorti. Kerfið er sjálfvirkt og mun upphæðin takast út af kortinu um leið og umsókn er staðfest. þeir sem millifæra fá upplýsingar á skjáinn hjá sér um hvaða reikning á að millifæra á og leiðbeiningar um tilvísunarnúmer. Hægt er að skrá sig í allar keppnir ársins eða eina í einu. Til að geta keppt í Íslandsmótinu í motocrossi eða enduro þurfa menn að vera félagsbundnir í einn af klúbbunum sem eru listaðir upp í kerfinu.
Skráning er þá hafin í endurokeppnina við Leirtjörn 12 júní og henni lýkur á miðvikudagskvöld kl 23.59
Álfsnes opnar
Nú rétt í þessu er jarðýtan að klára í Álfsnesi. Brautin opnar 12.30. Viljum við minna alla á að passarnir fyrir Álfsnes eru seldir í Esso Mosfellsbæ. Meiri hluti ökumanna virðir reglur varðandi passana og viljum við þakka fyrir það. Flestir betri félagar líma miðana á hjólin eins og beðið er um. Nokkuð hefur þó borið á því að menn kaupi passa en lími þá ekki á hjólin heldur geymi þá inní bíl. Þetta gerir allt eftirlit sem við eigu allir að stunda erfitt. Við sem erum að eyða fleirri fleirri klst. í að halda þessum brautum gangandi svo þið og aðrir getið skemmt ykkur við akstur í brautinni eigu ekki að þurfa að standa í því þá daga sem við förum í brautina til að hjóla að þurfa að jagast í mönnum um að líma miðana á hjólin. Við erum oft búnir skrifa á netið og biðja menn um að líma miðana á án árangurs. Það eru þrjár úrlausnir til ef menn fást ekki til að fara eftir reglum.
- 1. Ef menn eru ekki með miðana á hægri frammdempara eða hafa ekki keypt miða þá fara þeir í mánaða bann í Álfsnesi og Sólbrekku.
- 2. Hækka gjaldið í 1000 kr. á dag. Þannig að þeir heiðarlegu borgi fyrir trassana.
- 3. Hætta að halda brautunum við og hverfa til fortíðar þar sem brautirnar eru bara lagaðar daginn fyrir keppni.
Þetta eru allt leiðinda lausnir. Við verðum allir að sýna þroska og samheldni. Láta alla í brautinn finna að við lýðum ekki að menn keyri miðalausir. Við sem stöndum í allri vinnunni gerum það af því að við höfum gaman af þessu, en gamanið kárnar ef við þurfum að standa eins og löggur í hvert sinn sem við förum að hjóla, þannig endumst við ekki í þessu. Tökum okkur nú allir saman í andlitinu og vinnum að þessu saman.
„Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum við“
Keppnisnúmer 2004
Eins og mönnum er kunnugt samþykkti stjórn VÍK nýtt fyrirkomulag á númerakerfi s.l. vor og kemur það nú til framkvæmda. Fyrirkomulagið er ferils-númerakerfi sem er byggt á AMA kerfinu í USA og FIM kerfinu í GP-inu. Úthlutunarreglur eru eftirfarandi Lesa áfram Keppnisnúmer 2004
Bréf frá 1934 eða fyrir 70 árum síðan
Eftirfarandi bréf fékk afi minn sent frá vini sínum 1934 eða fyrir 70 árum. Afi var mótorhjóla kappi í gamla daga og ók Harley. Þeystu hann og félagar hans um sveitir landsins. Gaman er að lesa bréfið og greinilegt að dellan var engu minni 1934, mönnum líkaði bjór og fóru á kenderí og skoðuðu bíla og mótorhjólasýningar í útlöndum.
kveðja, Katoom
Plata Stimpilhringjanna í 4.sæti
Í DV í dag er viðtal við alla helstu poppskríbenta, meðal annars Dr. Gunna sem valdi plötu Stimpilhringina “ Í Botni“ í 4. sæti sem bestu geislaplötu ársins. Það er greinilegt að bandið okkar er að gera góða hluti og aldrei að vita nema erlend plötufyrirtæki sýni þeim áhuga.
Ert þú ekki örugglega búinn að tryggja þér eintak. Allur ágóði rennur beint í vasa okkar sjálfra, þ.e. V.Í.K.