Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Áramótaveisla

Bjóðum alla hjólamenn, fyrrverandi og núverandi, velkomna á áramótaveislu Arctic Trucks á morgunn, 30. desember milli kl. 17.00 og 20.00 í tilefni af komu nýju 2004 torfæruhjólanna frá Yamaha. Það verður margt nýtt og spennandi að sjá. 14 ný torfæruhjól af öllum stærðum og gerðum; Frumsýnum nýja Yamaha YFZ450 fjórhjólið.

Komdu og sjáðu allt það nýjasta fyrir sumarið og gæddu þér á léttum veitingum. Starfsfólk Arctic Trucks

Jólabolti – síðasti tími ársins

Strákar, það verður bolti í Fífunni á sunnudaginn (28. des.) kl. 22:00 eins og vanalega. Mætum allir og hlaupum af okkur jólaspikið!

Opnunarhátíð Nítró

Kæri hjólamaður/kona, við viljum bjóða þér og þínum í partý til okkar í tilefni opnunar verslunarinnar Nítró laugardaginn 20. desember nk. kl. 14:00 – 18:00 að Járnhálsi 2, 110 Rvk.

Erum búin að fá nýju Kawasaki KX- seríuna í hús og er þar á meðal hið eftirsótta KX250F ásamt Kawasaki Sport Z1000, sem er stórglæsilegt hjól. Eigum von á fleiri götuhjólum eftir áramót, þ.a.m. stolt Kawasaki, Vulcan 2000 og hið hrikalega Ninja ZX10 (rúmlega hestafl á kíló).

Einnig sýnum við Kawasaki KFX400 sport fjórhjól og KVF360 4×4 fjórhjól ásamt 3 Husaberg hjólum. Aðrar vörur s.s. götuhjóla- og torfærufatnaður og aukahlutir eru á leiðinni en ekki er víst að þær verði komnar fyrir opnunarpartý.

Erum komin með umboð fyrir Rieju skellinöðrur sem allir unglingar verða að eignast. Skoðið heimasíðu Rieju: riejumoto.com. Hjólin koma til landsins milli jóla og nýárs.

Stefnt er að því að vera með sölu á notuðum hjólum í sýningarsal á neðri hæð verslunarinnar. Unnið er að því að setja upp verkstæði, þar sem við komum til með að þjónusta okkar viðskiptamenn ásamt öllum öðrum, sem vilja góða þjónustu og gott verð.

Við hvetjum alla hjólaunnendur til að mæta og fagna þessum merka áfanga með okkur. Kær kveðja, Haukur og Tedda

VÍF – Nýtt félag

Á haustdögum var stofnaður í Fjarðabyggð vélhjólaíþróttaklúbbur VÍF. Unnið er að því með bæjaryfirvöldum að finna svæði þar sem leggja má braut og hafa tveir verktakar á Eskifirði, Bragasynir EHF og Kranabíll.is boðið klúbbnum vinnu við gerð brautarinnar að verðmæti 1.000.000.- kr.

Sjá heimasíðu þeirra www.kranabill.is og hafa þeir að undanförnu kynnt sér brautir á höfuðborgarsvæðinu. Allar upplýsingar um brautir og brautargerð eru vel þegnar á netfangið bragasynir@simnet.is. Vonumst til að sjá sem flesta fyrir austan næsta sumar. kveðja Vélhjólaíþróttaklúbburinn Í Fjarðabyggð

Nýtt félag í Garðabæ?

Nokkrir áhugasamir aðilar vilja kanna hvort áhugi sé fyrir því að stofna vélhjólafélag í Garðabæ. Umrætt félag yrði stofnað sem íþróttafélag til þess að vinna að því í samráði við bæjaryfirvöld í Garðabæ að fá úthlutað æfingasvæði sem gæti þjónað öllum aldursflokkum en þó einkum þeim yngri. Varðandi æfingasvæði er sérstaklega horft til fyrirhugaðs byggingarlands í nánd við Garðarholt. Áhugasamir eru beðnir um senda vefpóst á veffangið jh@isl.is með nafni, kt. og símanúmeri. Kveðja Jóhann Halldórsson

Motocross braut fyrir 4-12 ára?

Skipulag Reykjavíkur hefur óskað eftir ábendingum um skipulag á gömlu ruslahaugunum á Gufunesi. Þeir sem vilja fá þarna litla motocross braut fyrir 4-12 ára ættu að senda tölvupóst á skipbygg@rvk.is fyrir 30.des 2003 og tjá sig um kosti slíkrar brautar. VÍK hefur nú þegar sent inn póst. Skrifið undir nafn og heimilisfang.
Kveðja, Hákon Orri Ásgeirsson, Formaður VÍK