Greinasafn fyrir flokkinn: Félagsstarf

Ef starf er tengt félagi þá er það félagsstarf

Nánar um Stimpilhringina – útgáfupartý

Geisladiskur Stimpilhringjanna er gefinn út í tilefni af 25 ára afmæli V.Í.K og hefur öll vinnsla hans til þessa verið „TOP SECRET“

Diskurinn heitir að sjálfsögðu „Í BOTNI…“

Á honum eru átta þjóðkunn lög sem öll eru beint úr smiðju þessarar ótrúlegu framsæknu hljómsveitar. Flestir ykkar hafa heyrt suma þessara standarda eins og „Blindhæð & Beygja“ og „Hafsteinn Hestafl“ Enda hafa Stimpilhringirnir tryllt upp á sviði á öllum árshátíðum klúbbsins nema þeirri seinustu.

Blindhæð & Beygja er í nýrri og óþekkjanlegri útgáfu á þessum frábæra geisladisk.

Fleiri lög en þessi átta hafa Stimpilhringirnir ekki samið. Þetta er semsagt allur lagabálkurinn og hefur Diskurinn því ótvírætt söfnunargildi.

Sándið er geggjað og krafturinn ógurlegur…………..Það er allt að springa!!!!!

Má með sanni fullyrða að þessi diskur er framar öllum öðrum hljómdiskum sem um mótorhjól fjalla. Sumir vilja ganga svo langt að segja að hér sé á ferðinni „Best varðveitta leyndarmál íslenskrar Mótorhjólatónlistar“!!!!

Þeir örfáu sem diskinn hafa heyrt, eru breyttir menn á eftir………….

Allir meðlimir gefa sína vinnu og hugsanlegur hagnaður rennur óskiptur til okkar félags. Því er það von okkar að menn kaupi afmælisdiskinn handa öllum sem þeir þekkja, einnig ömmu og afa.
Stimpilhringirnir.

Útgáfuteitið verður haldið n.k. föstudag kl. 20:00 á Chefs (áður Kebab-húsið) Grensásvegi 3 við hliðina á Pizza Hut. Þar verður í fyrsta skipti leikinn nýi diskurinn með Stimpilhringjunum, „Í botni“, ásamt því að hægt verður að að tryggja sér eintak og jafnvel fá það áritað af hljómsveitarmeðlimum. Einnig verður hægt að kíkja á Idol þáttin til kl. 9:30 en þá verður sýnt frá fyrstu Supercrosskeppnina í USA undir styrkri stjórn Reynis og Inga McGrath. Hægt er að fá sér að borða á staðnum og stór bjór verður á Stimpilhringjatilboði á kr. 400,- og snaffs á 250,- Ekki klikka á Stimpilhringjunum og Supercrossi á föstudaginn!!! Skemmtinefndin

Stjórnarfundur VíK

Vefnum hefur láðst birta fundargerð síðasta stjórnarfundar VÍK sem haldinn var fyrir 13 dögum eða 27 nóvember.

Diskurinn kemur fyrir helgi

Stimpilhringirnir eru að gefa út sinn fyrsta geisladisk en gert er ráð fyrir hann verði kominn í flestar hjólaverslanir um helgina. Nánari upplýsingar um hvar hægt verður að nálgast diskinn berast síðar.

VÍK stendur að útgáfunni og fer allur ágóði til styrktar félaginu. Stimpilhringirnir samanstanda af Heimir Barðarsson á bassa, Þorvarður Björgúlfsson á gítar, Þorsteinn Marel á rafmagnsgítar og Jón Bjarnarson lemur húðirnar. Diskurinn verður seldur á 1900 krónur og gefinn út í takmörkuðu upplagi.

Stefnt er að því að halda útgáfupartý Stimpilhringanna næstkomandi föstudag og mun tilkynning berast síðar um staðsetningu. Með diskinum fylgir vegleg textabók en diskurinn er silfurlitaður eins og sannur stimpill.

Jólapakkinn í ár

Vefurinn mun bjóða öllum verslunum að setja saman jólatilboð. Þann 12 desember verða síðan öll tilboðin (jólapakkarnir) birtir hér á vefnum.

Skilyrðin eru þau að hver verslun bjóði að hámarki upp á 3 mismunandi jólapakka og að í hverjum jólapakka séu vörur sem eru / verða til í versluninni fyrir 24 desember og um leið aðgengilegir undir jólatréið.

Verslunum verður gefið það pláss sem þarf til að kynna jólapakkana. Ef verslun kýs að setja saman fleiri en eina vöru í einn jólapakka þá er ekki heimilt að birta sundurliðun á verðum. Einungis er heimilt að birta heildarverð jólapakkans ásamt upplýsingum um hversu mikill afsláttur er veittur (ef veittur) frá almennu útsöluverði.

Það er von vefsins að flestar verslanir sjái sér fært að setja saman einhverja jólapakka og senda vefnum. Upplýsingar verða að berast fyrir 12 desember. Ekki verður tekið við neinum upplýsingum eftir þann tíma.

Álfsnesbrautin klár!!!

Stór og breiður hópur vaskra drengja mætti á vinnukvöldið í Álfsnesi, lagði hönd á plóg og sannaði að margar hendur vinna létt verk. Motocross nefndin sá um skipulag framkvæmda. Kvöldið endaði síðan með myndarlegu kvöldkaffi í boði VÍK og sérútbúinn hjómflutningstækjabíll sá um að slá rétta bítið – langt fram á nótt.

Beygjur hafa verið stílfærðar, battar myndaðir, stökkpöllum fjölgað, uppstökk steypt og hert og dekk mokuð niður meðfram allri brautinni. Í kvöld stendur síðan til að mála dekkin, ef veður leyfir.

Brautin verður lokuð í dag. „GENERAL PRUFA“ brautarinnar fer fram á morgun, föstudag – en þá er brautin EINGÖNGU opin þeim sem unnu í henni í vikunni. Motocross nefndin hefur séð um að skrá niður nöfn allra sem tóku þátt í vinnunni og þeim einum verður leyft að keyra á morgun, öðrum verður vísað frá og eru menn vinsamlegast beðnir um að virða í hástert umbun þeirra sem lögðu hönd á plóg.

HELGARGLEÐI verður í Álfsnesi um næstkomandi helgi því yfir helgina, laugardag og sunnudag, verður brautin opin öllum landsmönnum, þar sem allir geta hjólað, kynnt sér aðstöðuna og brautina.

MÁNAÐARPASSI: Á mánudaginn hefst sala á mánaðarpassa sem gilda mun í brautina. Passinn kostar kr. 2.500 og gildir það sem af er Ágúst og út September. Sölustaðir passans verða væntanlega hjólabúðir og umboð. Tekjum af sölu passans verður varið í viðhald brautarinnar en verið er að gera þjónustusamning við jarðýtu-verktaka sem mun væntanlega mæta í brautina 1 sinni í viku, slétta, laga og bæta eftir þörfum. PrentLausnir hafa boðist til að hanna passann og prenta án kostnaðar fyrir VíK (takk kærlega fyrir það Mr. Thor) en þetta verður límmiði sem límdur verður efst á framdemparann, þannig að miðinn snúi að ökumanni. Frekari upplýsingar um passann og sölustaði verða settar á netið um helgina.

Í lokin þakkar VÍK öllum sem unnið hafa að brautinni kærlega fyrir hjálpina en margir hafa gefið af sér mikinn tíma og aðrir lagt til vélar, efni og verkfæri í mjög gott málefni.  F.h. stjórnar VÍK, Bjarni Bærings

Álfsnes

Motocrossnefndin vill þakka þeim 43 sem mættu í gær í rjómalogni og blíðu í Álfsnes. Við höfum eytt miklum tíma og fjármunum í að byggja brautina okkar. Undanfarin ár hafa verið byggðar brautir með miklum myndarskap en oftar en ekki hefur dæmið ekki verið hugsað til enda. Brautirnar spólast upp og skemmast og sjaldnast lagaðar fyrr en nokkrum dögum fyrir keppni. Þá er rokið til og vinnan við endurbyggingu lendir á fáum útvöldum (oftar en ekki á Reyni Jónssyni).

Til að hefja sportið á hærra plan hefur motocrossnefndin ákveðið að mánaðargjald verði tekið af hjólamönnum. Mánaðrgjaldinu verður varið til viðhalds á brautinni. Þegar hefur verið samið við verktaka sem kemur vikulega og lagar eða endurbætir brautina. Með þessu telur nefndin að brautin eigi eftir að haldast eins góð og kostur er. Mánaðargjaldið er 2500 kr. fyrir 17 ára og eldri en 1000 kr. 16 ára og yngri (árið gildir).

Þegar hefur verið prentað mánaðarkort sem gildir í þetta skipti út September. Menn eru beðnir um að líma kortið á hægri framdemparann ofantil að aftanverðu. Við verðum svo öll að fylgjast með því að eingöngu séu menn í brautinni sem hafa mánaðarkortið á demparanum. Mánaðrkortin eru í númeraröð. Söluaðilarnir munu halda skrá yfir hverjir hafa keypt miðan, þeir senda nöfnin inná motocross.is og Guðjón ætlar að birta nafnaskrána á netinu. Söluaðilar eru Vélhjhól og sleðar verkstæði, JHM SPORT, Púkinn og MOTO.

Á morgun föstudag hefst sala miðanna í áður upptöldum búðum. Á laugardag verður brautin svo opnuð kl. 11.00 þeim sem hafa greitt.

Brautin opnar á Laugardaginn kl .11.00 en þeir sem hafa verið að vinna í brautinni undanfarna viku eru velkomnir að hjóla í henni frá 16.00 til 21.00 á morgun föstudag. Motocrossnefndin vill þakka Viggó (eldri), Gunna Sölva, Víði Ívarssyni, Svenna pípara, Aroni Reynissyni og Þorra Ásgeirssyni sérstaklega fyrir hjálpin. En þessir aðilar lögðu allir til frí tæki og sinn tíma við endurbygginguna.

Opnunartími brautarinnar er sem hér segir:

Þriðjudaga 16.00 – 21.00
Fimmtud. 16.00 – 21.00
Laugardaga 11.00 – 18.00
Sunnudaga 11.00 – 18.00

Munið svo að margt smátt gerir eitt stórt. Veitum öll aðhald til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu á Álfsnesi. Fh. Motocrossnefndar þór Þorsteinsson Ragnar Ingi Stefánsson Reynir Jónsson Haukur Þorsteinsson