Greinasafn fyrir flokkinn: Fjórhjól

Gleðileg Hjólajól. Takk fyrir ánægjulegar stundir á liðnu ári

Öllum þeim sem starfað hafa með okkur á liðnu ári þökkum við fyrir frábært samstarf með von um áframhald á komandi árum. Megi allir hafa ánægjulegar hjólastundir um hjólajólin og vonandi fá allir eitthvað fallegt hjóladót í pakkann sinn. Með von um ánægjulegar hjólastundir á komandi ári.

Stjórn VÍK.


Lokahóf MSÍ

Miðasala á MSIsport.is

Vísir.is: Landið þolir hesta verr en fjórhjól

'Bændur í Skaftárhreppi fara ekki lengur með hesta á fjall, heldur eingöngu fjórhjól. mynd/haukur snorrason

Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu/visir.is í morgun:

Hestar eru ekki lengur notaðir við leitir og smölun í Skaftárhreppi. „Menn voru sammála um að fara ekki með hesta á fjall, meðal annars vegna þess að við höfum ekki lengur hesthús við afréttarkofann. Slíkt þótti ekki gott áður fyrr og ekki heldur í dag. Auk þess erum við búin að taka tæknina í þjónustu okkar,“ segir Gísli Halldór Magnússon, fjallkóngur til 25 ára og bóndi að Ytri-Ásum í Skaftárhreppi, um þá hefð sem skapast hefur við smölunina. Hann segir fjórhjól hafa verið notuð með hestum til smölunar í aldarfjórðung. „Undanfarin þrjú til fjögur ár höfum við þó eingöngu verið á fjórhjólum.“

Fjallkóngurinn segir landið þola hesta miklu verr en fjórhjól. „Ef við værum allir á jálkum væri þetta miklu meira krass. Ég veit að vísu að menn geta gleymt sér augnablik í hita leiksins. Ég hef brýnt fyrir mönnum að vera ekki að trylla á þessu að óþörfu. Það skiptir hins vegar engu þótt það komi för í svörtum sandi.“

Gísli Halldór kveðst hafa skoðað vegsummerki eftir sjálfan sig frá því í fyrra. „Ég hafði ekið um á jeppa um grjót og klappir og ofan í dýjamosa. Förin í mosanum voru hræðilega ljót strax á eftir. Þegar ég fór núna til þess að skoða þetta sáust engin för. Svo var útlendingur sektaður í fyrra fyrir að keyra ofan í dýjamosa.“

Lesa áfram Vísir.is: Landið þolir hesta verr en fjórhjól

Fjórhjóli stolið

Hjólinu mínu var stolið í nótt(aðfaranótt 28.05) á Hellu, austan við Selfoss. Þetta er HONDA TRX 450.
Hjólið var á kerru fyrir utan heimili mitt á Hellu. Grindin á kerrunni er úr fellihýsi. Doka plötur í botninum og hvítur kassi fremst á kerrunni.
Þeir sem hafa séð hjólið eða kerruna eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 8649723

Takk kærlega, Þórður

Brautarverðir og Starfsfólk á Klaustri

VÍK vantar sjálfboðaliða til að sinna brautargæslu og fleirra á Klausturskeppninni 28 Maí. Æskilegt er að hafa Enduro/Crosshjól eða fjórhjól til brúks og áhöld eins og bakpoka og sleggju.Einnig erum við með verkefni sem ekki krefjast þess að hjól séu brúkuð.

Þeir sem hafa áhuga á því að sinna brautargæslu á Klaustri ættu að setja sig í samband við Svavar á e-mail svavark@gmail.com

Sumarið að koma – árskort, bikarkeppnir og fleira

Hér eru línurnar voru settar fyrir sumarið. Ákveðið var kynna nýja opnunartíma brauta, verðskrá og fjórar bikarkeppnir.

Verðskrá:

  • Árskort stórt hjól 24.000 (smella til að kaupa)
  • Árskort lítið hjól: 12.000 (smella til að kaupa)
  • Dagskort í crossbraut fyrir félagsmenn: 1.200 kr.
  • Dagskort í endúróbraut fyrir félagsmenn: frítt
  • Dagskort í crossbraut fyrir utanfélgasmenn: 1.500 kr.
  • Dagskort í endúróbraut fyrir utanfélagsmenn: 1.000 kr.

Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:

  • Þriðjudagar 16-21
  • Fimmtudagar 16-21
  • Laugardagar 10-17
  • Sunnudagar 10-17
  • Lokað í mx-braut mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
  • Endúróbrautin er alltaf opin.

Opnunartímar í Álfsnesi

  • Mánudagar 16-21
  • Föstudagar 16-21
  • Laugardagar 10-17
  • lokað aðra daga

Dauður mótor á bílastæði, teyma verður hjólin að tilgreindu startsvæði.

Bikarkeppnir

Keppnisgjald 3.000, flokkum raðað í moto þegar skráning er ljós, reglur og tímalengd verður kynnt fyrir hvert mót.

  • Bolaalda – Mánudaginn 13. Júní
  • Álfsnes – Sunnudaginn 26. Júní.
  • Styrktarkeppni enduro 15. Júlí
  • Bolaalda – Mánudaginn 14. Ágúst.