Greinasafn fyrir flokkinn: Fjórhjól

Kynningar á liðum

Motocross.is ætlar að birta hér á síðunni kynningar á keppnisliðum ársins 2011. Liðsstjórar eru hér með hvattir til að senda inn lista yfir þá sem eru í keppnisliðum með upplýsingum um aldur, hjólategund, styrktaraðila o.s.frv.
Myndir af meðlimunum mega endilega fylgja með.

Þetta gildir fyrir lið í öllum flokkum, öllum greinum og á öllum aldri.

Sendið efni á vefstjori@motocross.is

Akstur á Bolaöldusvæðinu

Það er kannski þegar komið í gleymskubókina hjá mörgum – en það eru samt ekki nema fimm ár síðan VÍK fékk afnot af Bolaöldusvæðinu.  Fram að þeim tímapunkti var ekkert svona svæði aðgengilegt og samningurinn við Ölfuss um afnot af svæðinu kærkominn tímamótagjörningur.
Samningurinn var hins vegar ekki á þeim nótunum að við mættum sprauta um allt svæðið og spóla það í klessu á núll komma þremur! 
Af gefnu tilefni er fólk beðið um að halda sig við slóðana sem eru á svæðinu og búa alls ekki til nýja.  Sérstaklega er beðið um það í samningnum, að ekki sé keyrt upp í Ólafsskarðið.  Vinsamlegast hjálpið til við að virða þessi tilmæli.
Er ekki annars bara allt gott að frétta..!?

Veðrabreytingar

Veður breytist oft og hratt hér á landi. 
Nú t.d. er allt í einu 5 stiga hiti, eftir að jörð hefur verið frosin í einhvern tíma.
Aðstæður eru því eins og að vori.  Vatn situr í efstu lögum jarðvegarins og drullusvöð myndast.  Hafið þetta endilega í huga og sleppið öllum akstri tví- og fjórhjóla þegar svona aðstæður koma upp.  Skemmdirnar sem hljótast af slíku brölti eru fráleitt virði þeirrar skemmtunar sem fæst út úr einum túr.  Einn svona túr, eins manns, getur kostað tóm leiðindi í langan tíma fyrir alla sem á eftir koma.

Loksins langtímasamningur um Sólbrekkubraut

Guðlaugur H. Sigurjónsson og Ásgrímur Pálsson við undirritun samningsins

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti þann 22.júlí s.l. samning við Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness um leyfi til tímabundinna afnota á Sólbrekkusvæðinu auk stækkunar. Samningurinn gildir til 31.maí 2017 með möguleika á framlengingu.

Samningurinn er sannkallaður tímamótasamningur fyrir VÍR því í mörg ár hefur brautin verið á skammtímaleyfum. Uppbygging á aðstöðunni við brautina mun eflaust taka kipp eins og menn hafa séð byrja í sumar enda hefur VÍR marga öfluga liðsmenn innanborðs.

LEX Games um helgina

Í fyrra voru haldnir LEX Games í fyrsta skipti og vöktu þeir mikla lukku. Í ár á að gera enn betur og er þetta orðið að tveggja daga viðburði á tveimur stöðum.

Fyrri dagurinn verður á motocross svæði VÍK í Bolaöldu og seinni dagurinn verður í Aksturssvæðinu (Rally-Cross brautinni) við Krísuvíkurveg í Hafnarfirði.

Það verður ekkert slakað á í því að bjóða fólki uppá allt það skemmtilegasta sem jaðaríþróttir á Íslandi hafa uppá að bjóða. Þessu getur þú einfaldlega ekki misst af!!

Lesa áfram LEX Games um helgina

Nýr diskur!

Ferðin á MXON og Lex Games
Ferðin á MXON og Lex Games

Ferðin á MXON og Lex Games + Aukaefni.
Troðfullur DVD diskur sem inniheldur þátt um ferð landsliðsins á Motocross of the Nations keppnina á Ítalíu í október, tvo þætti um Lex Games leikanna sem fram fóru í haust og síðasta en ekki síst Fréttatíma MXTV sem sló í gegn á uppskeruhátíð MSÍ ásamt tónlistarmyndböndum frá keppnisárinu 2009 og MXON keppninni.

Diskurinn verður eingöngu seldur hérna á vefnum. Verð 2.500,- Diskurinn er sendur ókeypis í pósti til kaupenda.

Smelltu HÉRNA til að kaupa disk.