Greinasafn fyrir flokkinn: Fjórhjól

Fjórhjólabraut rís á Sólbrekku

Jarðýtan komin af stað
Jarðýtan komin af stað

Framkvæmdir eru hafnar við sérstaka fjórhjólabraut sem staðsett er nálægt motocrossbrautinni í Sólbrekku. Það er Fjórhjólaklúbbur Reykjaness sem nýlega varð að sérstakri deild innan VÍR sem stendur fyrir framkvæmdinni.

Fyrsta skóflustungan var tekin í vikunni og stórtækar vinnuvélar eru á staðnum við framkvæmdir. Fjórhjólamenning hefur lengi verið öflug á Reykjanesinu og loks er langþráður draumur orðinn að veruleika. 

Sjá frétt og myndir á vir.is

LEX Games – skyldumæting

Verður fyrsta íslenska bakkflippið á LEX-Games
Verður fyrsta íslenska bakkflippið á LEX-Games?

Nú er allt að verða vitlaust í kringum LEX-Games.  Menn hafa verið yfirlýsingaglaðir um að slá í gegn og næla sér í verðlaunafé. Heyrst hefur af nokkrum sem ætla sér að vinna í fleiri en einum flokki. Einnig eru menn að keppa í nýjum greinum eins og Einar Sigurðarson og Daði Skaði ætla að keppa í fjórhjólakrossi. Svo má ekki gleyma að það standa yfir miklar æfingar í bakkflippi fyrir norðan.

Ljóst er að það verður margmenni á svæðinu og eru menn hvattir til að mæta snemma til að fá bílastæði. Fjörið byrjar klukkan 12 á laugardaginn og svo verða bílarnir og jepparnir í neðri gryfjunum klukkan 15. Hér er dagskráin í heild sinni.

Miðaverð er aðeins: 1.500 krónur – frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.

Dagskrá LEX Games

lex09_logo_150Dagskráin fyrir LEX-Games er komin á hreint. Þetta lítur út fyrir að verða allsvakalegt partý. Nú geta allir prentað út dagskrá og plakat og límt uppá vegg hjá sér

Dagskrá á A5
Plakat á A3

Annars er þetta svona:

kl:12.00 Fjórhjólacross keppni
kl:12.20 Krakkaskóli VÍK (Motorhjól)
kl:12.30 Verðlaun og tónlist
kl:12.40 Motocross keppni

Lesa áfram Dagskrá LEX Games

LEX-Games 09

29. águst er dagur sem verður tileinkaður öllum helstu jaðar og motorsportum á Íslandi þar sem haldin verður lítil eftirlíking af X-games.
Þar fær hver grein stutta stund til að vera með keppnir og syningar og kynna sitt sport fyrir almenning. Til dæmis verða þarna sýningar og keppnir í motocross, Freestyle, Trial, fjórhjólacross, drullupytt, reiðhjóla downhill, Dirt Jump, BMX en einnig verða flugvélar, rally, rallycross, torfæra og margt fleira á dagskránni.
Allt á einum degi í Motocross brautinni í Jósepsdal, Bolaöldu, hjá Litlu kaffistofunni á leið til Selfoss.

Þéttpökkuð dagskrá allan daginn og X-ið sér um lifandi tónlist.

Slóðar í Bolaöldu opnir

Búið er að opna fyrir akstur um slóða-net Bolaöldu.  Menn eru þó beðnir um að beita skynseminni vel í umgengni við slóðirnar – eins og alltaf.   Þó svo að stígarnir séu að mestu orðnir þurrir, þá geta leynst í þeim einstaka bleytusvæði.  Reynið að keyra ekki út fyrir stígana við slíkar aðstæður.  Minnkið frekar hraðann og læðist yfir.  Með því móti minnka líkurnar á skemmdum og slysum.
Lesa áfram Slóðar í Bolaöldu opnir

Áttu fjórhjól?

VÍK vantar fólk við brautargæslu á Klausturskeppninni. Sérstaklega er gott að fá menn sem hafa aðgang að fjórhjóli og geta komið á því. Starfið felst í því að reisa stikur og slá þær niður með sleggju. Einnig hafa menn réttindi til að dæma keppendur í víti ef þeir stytta sér leið. Nú þegar er kominn góður her manna til verksins en þetta verður bara auðveldara og skemmtilegra ef það eru fleiri.
Þeir sem eiga bara venjulegt hjól eða trial hjól eru einnig velkomnir til starfa.
Nóg verður að gera bæði föstudag og laugardag og það verður fundur með starfsmönnum klukkan 22 á föstudagskvöldið.
Vinsamlega hafið samband við Kela í vik@motocross.is fyrir nánari upplýsingar