Greinasafn fyrir flokkinn: Freestyle

FMX

Nýtt tímarit um jaðaríþróttir

Fyrsta forsíða Click

Tímaritið Click hefur hafið göngu sína. Blaðið fjallar um jaðaríþróttir og meðal annars grein um Eyþór „okkar“ Reynisson í fyrsta tölublaðinu sem var dreift í dag. Blaðinu er dreift frítt þannig að flestir ættu að hafa fengið gripinn innum lúguna í dag. Tékkið á lúgunni!!

Annars eru þeir á Feisbúkk og svo hér er .pdf útgáfa líka

LEX Games um helgina

Í fyrra voru haldnir LEX Games í fyrsta skipti og vöktu þeir mikla lukku. Í ár á að gera enn betur og er þetta orðið að tveggja daga viðburði á tveimur stöðum.

Fyrri dagurinn verður á motocross svæði VÍK í Bolaöldu og seinni dagurinn verður í Aksturssvæðinu (Rally-Cross brautinni) við Krísuvíkurveg í Hafnarfirði.

Það verður ekkert slakað á í því að bjóða fólki uppá allt það skemmtilegasta sem jaðaríþróttir á Íslandi hafa uppá að bjóða. Þessu getur þú einfaldlega ekki misst af!!

Lesa áfram LEX Games um helgina

LEX Games – skyldumæting

Verður fyrsta íslenska bakkflippið á LEX-Games
Verður fyrsta íslenska bakkflippið á LEX-Games?

Nú er allt að verða vitlaust í kringum LEX-Games.  Menn hafa verið yfirlýsingaglaðir um að slá í gegn og næla sér í verðlaunafé. Heyrst hefur af nokkrum sem ætla sér að vinna í fleiri en einum flokki. Einnig eru menn að keppa í nýjum greinum eins og Einar Sigurðarson og Daði Skaði ætla að keppa í fjórhjólakrossi. Svo má ekki gleyma að það standa yfir miklar æfingar í bakkflippi fyrir norðan.

Ljóst er að það verður margmenni á svæðinu og eru menn hvattir til að mæta snemma til að fá bílastæði. Fjörið byrjar klukkan 12 á laugardaginn og svo verða bílarnir og jepparnir í neðri gryfjunum klukkan 15. Hér er dagskráin í heild sinni.

Miðaverð er aðeins: 1.500 krónur – frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.

Dagskrá LEX Games

lex09_logo_150Dagskráin fyrir LEX-Games er komin á hreint. Þetta lítur út fyrir að verða allsvakalegt partý. Nú geta allir prentað út dagskrá og plakat og límt uppá vegg hjá sér

Dagskrá á A5
Plakat á A3

Annars er þetta svona:

kl:12.00 Fjórhjólacross keppni
kl:12.20 Krakkaskóli VÍK (Motorhjól)
kl:12.30 Verðlaun og tónlist
kl:12.40 Motocross keppni

Lesa áfram Dagskrá LEX Games

LEX-Games 09

29. águst er dagur sem verður tileinkaður öllum helstu jaðar og motorsportum á Íslandi þar sem haldin verður lítil eftirlíking af X-games.
Þar fær hver grein stutta stund til að vera með keppnir og syningar og kynna sitt sport fyrir almenning. Til dæmis verða þarna sýningar og keppnir í motocross, Freestyle, Trial, fjórhjólacross, drullupytt, reiðhjóla downhill, Dirt Jump, BMX en einnig verða flugvélar, rally, rallycross, torfæra og margt fleira á dagskránni.
Allt á einum degi í Motocross brautinni í Jósepsdal, Bolaöldu, hjá Litlu kaffistofunni á leið til Selfoss.

Þéttpökkuð dagskrá allan daginn og X-ið sér um lifandi tónlist.

X-Games í fullu fjöri

Allt að gerast á X-games… Pastrana krassaði, JS7 krassaði á supermoto æfingu, RC vann step-up keppnina, JS7 og RC létu einhvern græningja vinna sig í whippukeppninni ofrv.

ALLT HÉR m.a.s. bein útsending frá Supermotoinu