Ágúst Már Viggóson sendi inn myndir af nýjasta freestyle pallinum. Hann segir að nú geti freestyle hafist fyrir alvöru á Íslandi.
Greinasafn fyrir flokkinn: Freestyle
FMX
Stökkpalla forrit
Til að taka af allan vafa og ágreining um hönnun stökkpalla sendi ég ykkur forrit sem vinur minn, Jakob Már Rúnarsson, bjó til fyrir nokkrum árum. Það sýnir hvernig þetta virkar allt saman. Þið setjið inn þær tölur sem þið viljið hafa, halla í gráðum, lengd á stökki og svo framvegis. Þá getið þið látið líkanið reikna eitt gildi sem vantar með því að merkja í reitinn fyrir aftan t.d. hraðann og teikna mynd af ferlinu (stökkinu).
Stökk kveðjur, Gummi Sig
Hangtime rules
Þó að grunnskóla stærðfræðin með hinni margfrægu fallbyssukúlu sem Sveinn vitnar í hafi margt gott til síns máls þá er ekki alveg allskostar rétt að það sé best til að stökkva mótorhjóli!
Flestir sem hafa gert eitthvað að ráði í því að stökkva sér til skemmtunar og eru ekki að reyna að slá lengdar met vita að það er „hangtime“ sem er málið og til að gera trikk þá er meira en 45 gráður eiginlega skilyrði!!
Kveðja raggi
Stökkpallar!
Að gefnu tilefni,vill undirritaður benda mönnum sem hafa hug á að stökkva sem lengst á heimasmíðuðum pöllum eða náttúrufyrirbrigðum sem notast má til slíkra stökkva, að velja ramp sem er nokkru undir 45 gráður frá láréttum fleti.
Þá mun ökutækið fljúga í gegnum loftið í fallegum boga sem kallast Parabóla(fleygbogi), og allir aðrir hallar á palli, rampi eða hól, gefa styttri fluglengd. Farið varlega,og gleymið ekki stóra málbandinu hans Lopa og að sjálfsögðu botngjöf, sem miðast skal jafnan við aðstæður. Kveðja, sveinn@enduro.is
P.S ef þér mistekst jafnan við fyrstu tilraun! þá er fallhlífastökk ekki fyrir þig.
Nýr stökkpallur
Team KFC var að smíða sér glæsilegan stökkpall. Nánar á www.teamkfc.tk
Ísland í bítið
Valdi, Fredrik og Morgan voru í Ísland í bítið í morgun. Þar auglýstu þeir nýju brautina og keppnina Álfsnesi. Fyrir þá sem hafa gaman af freestyle þá geta þeir downlodað videó af þeim félögum Fredrik og Morgan.