Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

Íslandsmót um helgina – gætirðu aðstoðað okkur?

Á morgun er síðasta umferðin í Íslandsmótinu í motocross og daginn eftir það er síðasta umferðin í enduro.

Dagskráin fyrir motocross er HÉR.

Dagskráin fyrir enduro er HÉR.

Þetta er allt að smella hjá okkur en okkur vantar aðeins upp á. Í brautinni eru 8 pallar sem þurfa að vera mannaðir flöggurum á meðan keppni stendur. Hingað til hafa keppendur þurft að flagga sjálfir í Íslandsmótum í Bolaöldu. Það hefur verið til þess að menn hafa ekki mætt í sína flöggun. Flöggun er mjög mikilvægt öryggisatriði í svona keppni. Þannig að ef þú ætlar þér að koma og horfa á keppnina, þá væri það vel þegið ef þú gætir kannski skroppið á pall í 2 eða 3 moto.

Þó að starf flaggara sé mikilvægt, er það alls ekki erfitt starf. Staðreyndin er líka sú að í 99,99% tilvika, þarf flaggari ekki að gera neitt annað en að standa og horfa á keppnina. Flaggari stendur s.s. við stökkpall með gult flagg og fylgist með keppendum. Flaggari þarf að passa að flaggið sé ekki að flakkta eða vekja athygli á sér. Ef að keppandi fellur í lendingunni á pallinum er hann úr sjónlínu keppenda sem nálgast pallinn. Þá þarf flaggari að veifa gula flagginu og láta keppendur vita að þeir verði að gæta varúðar. Flaggari má staðsetja sig þeim megin í uppstökki sem keppandi liggur svo að umferðin stýrist hinum megin yfir pallinn. Keppendur mega ekki stökkva pall á gulu flaggi og framúrakstur á gulu flaggi er ekki löglegur. Flaggara ber að láta keppnisstjórn vita keppnisnúmer keppanda sem stekkur þegar gula flagginu eru augljóslega flaggað eða um slíkan framúrakstur er að ræða. Þegar keppandinn sem féll er kominn út fyrir braut og brautin eru orðin örugg aftur fyrir þann sem féll, þá sem hann aðstoða og alla aðra keppendur kemur flaggari sér bara aftur fyrir og fylgist með. Mjög einfalt og svo er mjög sjaldgæft að flaggari þurfi að sinna hlutverki sínu. Engu að síður verður hann að vera til staðar til að tryggja öryggi keppenda. Ef þú getur aðstoðað okkur, þá máttu endilega koma til okkar sem stjórnum keppninni á morgun.

Svo vantar okkur nokkra aðila í aðstoð á sunnudeginum í race police. Þar þarf viðkomandi að mæta á hjóli. Race police dreifir sér um brautina og fylgist með öryggi keppenda. Einnig fylgist race police með því hvort að keppendur fylgi brautinni. Race police er með talstöð sem tilkynnir númer keppanda í sem styttir sér leið. Keppnisstjórn fær þær upplýsingar og setur viðkomandi keppanda í víti. Að öðru leyti er viðkomandi úti í náttúrunni að horfa á keppnina. Ef þú hefur tök á að aðstoða okkur í því, þá máttu senda okkur póst, vik@motocross.is eða hafa samband við einhvern úr stjórninni. Þú getur líka hitt okkur á staðnum á laugardeginum ef þú hefur einhverjar spurningar.

Með von um gott samtarf og aðstoð

Stjórn VÍK

VÍK á YouTube – skemmtikeppni 23.8.2016

YouTube_logo
Smellið á merkið til þess að fara á rásina

Við höfum virkjað YouTube-rás fyrir VÍK. Við ætlum að reyna að setja þangað inn alls konar efni sem verður til í starfinu okkar. Allt frá lélegum Snapchat-myndböndum yfir í einhvers konar kynningarefni. Fyrstu tvo myndböndin eru komin inn og eru þau einmitt úr Snapchat og tekin úr Snapchat-aðgangi félagsins sem er með notendanafnið vikmx.

Við minnum á skemmtikeppnina sem við ætlum að hafa á morgun, þriðjudaginn 23. ágúst 2016, í motocrossbrautinni í Bolaöldu. Mæting kl. 18:00, keppni hefst 19:00, keppt verður í þremur flokkur, keyrt verður þrisvar í hverjum flokk, fyrirkomulagið er start + tveir hringir og þátttökugjald er 3.000 kr. Keppendur þurfa ekki tímatökusendi heldur bara að mæta og hafa gaman af. Þetta er frábært tækifæri til þess að prófa að starta í keppni og keyra fyrstu tvo hringina. Ef þú hefur aldrei keppt áður, þá mæli ég með því að koma hingað og prófa. Ég lofa því að þú átt eftir að skrá þig í mótið sem verður komandi laugardag. Ef þú hefur aldrei keppt áður þá mæli ég með að kíkja á þetta hérna. Hérna eru smá punktar um stökkpalla sem gott er að fara yfir.

Badalalalala…

27. og 28. ágúst 2016 – Motocross og enduro

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Laugardaginn 27. ágúst 2016 fer fram síðasta umferðin í Íslandsmótinu í motocross í Bolaöldu. Dagskrána má sjá HÉR.

Sunnudaginn 28. ágúst 2016 fer fram síðasta umferðin í Íslandsmótinu í enduro í Bolaöldu. Dagskrána má sjá HÉR.

Þetta eru síðustu forvöð til þess að ná að keppa í Íslandsmóti 2016. Hérna ráðast úrslit í öllum flokkum í báðum greinum.

Ef þú hefur áhuga á keppnishaldi er þér klárlega velkomið að koma og aðstoða okkur við það. Hvort sem það er til þess að sjá það af meiri dýpt áður en þú kemur og keppir sjálf/ur eða bara af áhuga á því að leggja hönd á plóg. Á keppnisdag í motocross-inu vantar flaggara. Á keppnisdag í enduroinu vantar okkur „race police“. Í vikunni fyrir keppni þurfum við hendur í að klára brautirnar. Ef þú hefur áhuga á að koma að einhverju af þessu með okkur, þá skaltu hafa samband við okkur í vik@motocross.is eða tala við einhvern úr stjórninni.

Svo hvetjum við að sjálfsögðu alla til þess að mæta og horfa á sem eru ekki að hjóla. Þetta er rétt fyrir utan borgina og það er alveg nauðsynlegt að fá sér smá súrefni og náttúru af og til. Svo skemmir ekki fyrir að motocross-tækni og -geta er á uppleið á Íslandi. Í yngstu flokkunum eru keppendur sem hafa verið að hjóla síðan þeir voru smábörn og hafa verið að æfa innandyra með þjálfurum á veturna. Í MX2 og open erum við með einstakling með keppnisreynslu úr keppnisliði í Evrópu. Sá einstaklingur er búinn að vera með hóp af krökkum á æfingum í allt sumar sem eru að keppa í hinum ýmsu flokkum.

„When you’re racing, you’re living. Everything else is just waiting.“
Einhver mótorhaus

Við minnum á námskeiðið sem verður núna um helgina.

Reykjavik August

Um helgina mun Peter Weiss verða á svæðinu með námskeið í enduro. Ef þig langar til þess að bæta þig, þá viltu ekki missa af þessu. Það eru eingöngu 2 pláss laus. Sjá nánar HÉR.

Bolaalda er lokuð vegna bleytu.

Bolaalda

Eftir rigninguna er allt á floti í Bolaöldu. Þess vegna eru brautirnar lokaðar að svo stöddu. Við látum ykkur vita þegar þetta er komið í betra stand.

Eftir tæpar tvær vikur er svo tvöföld keppnishelgi hjá okkur. Þá er motocross á laugardeginum og enduro á sunnudeginum. Við vorum með enduro-skemmtikeppni um helgina og við stefnum á að ná motocross-skemmtikeppni með start + tveir hringir fyrirkomulagi fyrir Íslandsmótið.

Drulluskemmtileg Skemmtikeppni. Úrslit ofl.

Í dag skelltum við í Skemmtikeppni í Bolaöldunni. Meiningin var að hafa hana í góðu veðri, EN, við búum á Íslandi, þannig að við létum bara vaða.

Þeir sem mættu fengu geggjað drullureis og í verðlaun var Prins Póló að viðbættu Coca Cola fyrir sigurvegana. Því miður gleymdust verðlaunapeningarnir (reyndar gleymdi The Punisher þeim viljandi sem ein af refsingum dagsins) , því verður reddað.

Fystu þrjú sætin:

  1. Atli og Ragnar
  2. Oddur og Jóhann
  3. Heiðar og Þorgeir

Hér er tengill á tíma og hringi.

TVIMENN-EXTENDED

Án þess að dregið sé úr neinum, sem stóðu að þessari keppni. þá stóð einn úppúr í hlutverki sínu og hann tók það MJÖG alvarlega. Enda hræddust keppendur hann, enda skelfilegar refsingar sem hann fann uppá. Burpees, magafettur, hnébeygjur, húllað, söngur og fjölskylduhnébeygjur. Reyndar fengust verðlaun fyrir söng og fjölskylduhnébeygjur.

13912781_1057125494341235_1784451152106792556_n
THE PUNISHER
Fjölluhnébeygjur
Fjölluhnébeygjur

13876653_1057125307674587_4835570201087501363_n