Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Þetta er aðalflokkurinn

KÆRU FÉLAGAR!!!!!! Við látum vaða.

Þar sem veðrið er gott núna og veðurguðirnir virðast ætla að hafa hægt um sig fram til kl 1500 þá er ekkert annað í boði en að leika sér.

Sjáumst kl 1200

Þar sem veðurspáin er að rugla aðeins í okkur viljum við biðja ykkur um að fylgjast VEL með síðunum okkar í fyrramálið (Sunnudag) við viljum alls ekki boða óvana og Ekki keppnisfólk í skemmtun sem gæti boðið uppá flughála og erfiða braut.

Kveðja Rugludallarnir. Óli, Keli og Guggi.

Skemmtikeppni – undirbúningur

Í kvöld kl. 18:30 ætla nokkrir galvaskir menn að mæta upp í Bolaöldu að fara yfir slóðana fyrir keppnina á sunnudaginn. Hjóla slóðana, sparka í steina (grjót í fleirtölu, ekki sérnafn), segja hetjusögur og aðallega komast út af heimilinu.

Ef þú hefur áhuga á að sjá brautina fyrir sunnudaginn, jafnvel sjá slóðana í fyrsta skiptið skaltu endilega mæta með hjólið/á hjólinu og leggja þeim hjálparhönd. Markmiðið er að sjá til þess að brautin sé örugg og skemmtileg yfirferðar í keppninni.

Ef þig langar, en þú þekkir engan, þá mætirðu bara á þessum tíma og segir hæ. 🙂

Skemmti-enduro-keppni – Sunnudaginn 14. ágúst – Bolaalda

Kæru hjólarar, á sunnudaginn n.k. ætla nokkrir reynsluboltar og VÍK-verjar að skella í eina skemmtikeppni handa okkur. Þetta verður enduro-keppni þar sem keppt verður í tveggja einstaklinga liðum og keyrður verður stuttur hringur. Það eru engir flokkar heldur verða sett upp tveggja einstaklinga lið þar sem vanur ökumaður keyrir með óvönum.

12:00 – Mæting og skráning í húsinu í Bolaöldu.

13:00 – Keppni hefst.

14:30 – Keppni lýkur

15:15 – Mótókross

15:50 – ÓL: Samantekt

16:25 – Saga af strák About a boy

16:50 – ÓL: Fimleikar

18:50 – Táknmálsfréttir

3.000 kr. þátttökugjald verður í keppnina sem greiðist við skráningu. Þú þarft engan tímatökusendi. Þú þarft bara að mæta með hjólið og annað hvort góða skapið eða keppnisskapið. Þetta er samt aðallega staður fyrir góða skapið.

Þetta er svo sannarlega staður til þess að prófa að vera í keppni þannig að ég mæli með því að þú grípir tækifærið ef þig hefur alltaf langað að koma nálægt keppni. Þú þarft ekki að þekkja neinn á staðnum. Þú verður dregin/n saman við einhvern og í versta falli kynnistu fólki.

Sjáumst á sunnudaginn.

 

HEYRST HEFUR:

SMÁ UPPFÆRSLA:  Samkvæmt veðurspá þá verður þessi skemmtun ekki haldin fyrr en á Sunnudag. Fylgist vel með hér á síðunni…

Pálmar lögga

NENNIÐ ÞIÐ AÐ VERA MEMM?

AÐ: TVEIR RUGLUDALLAR HAFI FENGIÐ HUGMYND.

AÐ: HUGMYNDIN SÉ AÐ SKELLA Á SKYNDI-SKEMMTI-ENDURO-SPRETTI.

AÐ: AÐ SJÁLFSÖGÐU SÉ HUGMYNDIN AÐ HALDA HANA Í BOLAÖLDU-SLÓÐUM.

AÐ: JAFNVEL GANGI HUGMYNDIN ÚTÁ AÐ HALDA ÞETTA N.K FÖSTUDAGSKVÖLD.

AÐ: FYRIRKOMULAGIÐ SÉ ÞJÓÐÞEKKT. VANUR OG ÓVANUR VERÐI VALDIR SAMAN.

AÐ: MAÐURINN MEÐ REFSIVÖNDINN VERÐI KANNSKI Á STAÐNUM. ( þessi á myndinni)

AÐ: STJÓRNENDURNIR RÁÐI ÖLLU UM ÚRSLIT OG GÆTU JAFNVEL ÚTHLUTAÐ SJÁLFUM SÉR VERÐLAUNIN.

AÐ: ÞETTA GÆTI JAFNVEL ORÐIÐ SVO GAMAN AÐ KÁRI J OG EINAR S TÆKJU ÞÁTT. ( En það er bara svona „sögur segja“ )

Væri gaman að fá viðbrögð við þessari vitleysu inná FB síðu VÍK. Eru þið með? Þetta hentar fyrir alla, konur sem kalla.

Óli G OG Keli S

PS:  Stjórnin er alveg búin að leyfa okkur!!!!!

ATH: Nánari dagskrá verður væntanlega birt hér á morgun.

 

Bolaöldufregnir

Núna er vökvunarkerfið komið á „full swing“ eins og það var einhvers staðar orðað. Þó að makaskipti komi því hvergi nærri. Við keyptum fullt af nýjum stútum sem vökva svona líka fallega fyrir okkur og glæsilega nýja herfið okkar fylgir því svo eftir til þess að mýkja. Þannig að vökvun, verkfæri og lögun brautar eru komin í flott horf. Drengirnir hafa borið smá sand í brautina til þess að mýkja hana á köflum og svo er búið að lofa hörpunni í þessari viku. Við vonum að það standist og bíðum spennt eftir því að sjá árangurinn af þeirri tilraun. Steinarnir eru það sem helst stendur eftir.

Við munum að sjálfsögðu auglýsa það vel þegar harpan hefur komið og lokið sér af. Við vorum búnir að setja á dagatal skemmtikeppni/bikarmót núna í vikunni. Við ætlum að fresta því þar sem við eigum núna von á hörpunni. Stefnan er sett á fimmtudaginn eftir verslunarmannahelgi. Punktið það hjá ykkur en við munum að sjálfsögðu auglýsa það mun betur þegar nær dregur. Það verður góð æfing fyrir Íslandsmótið sem fer fram í lok ágúst í Bolaöldu sem er jafnframt síðasta umferð ársins.

Bolaalda 180716 01 Bolaalda 180716 02 Bolaalda 180716 03

Lesa áfram Bolaöldufregnir

Bolaalda – verk í vinnslu…

Bolaalda 260616
Þessi mynd var tekin fyrir rétt rúmri viku

Pétur og co. hafa verið að vinna við Bolaöldusvæðið af fullum krafti núna frá því að sólin fór að sjást á lofti. Mikið verk hefur unnist og það í tveimur brautum. Núna við síðasta verkhluta gömlu brautarinnar voru kantarnir teknir inn og henni lyft upp. Nú rís hún alls staðar upp og lögunin á henni er komin í mjög gott horf. Við þessa breytingu kom upp mikið af grjóti sem unnið er að koma úr brautinni. Við vonum að í næstu viku komi til okkur vegtætari sem ætlar að mýkja hana fyrir okkur svo að hún verði alveg eins og við viljum hafa hana. Við vorum einnig að fá í hendurnar fleiri úðara í vökvunarkerfið sem fara upp á næstunni. Hún er svolítið gróf núna á meðan við bíðum eftir tætaranum og svo hefur veðurfarið verið með öllu móti, sem þýðir að rakastigið hefur einnig verið með öllu móti, en á næstunni getum við komið á móts við það ef það verður þurrt þegar nýju úðararnir eru komnir í gagnið.

Svo þegar gamla brautin er klár getum við snúið okkur aftur að nýju brautinni. Við munum að sjálfsögðu færa ykkur fréttir af framvindu mála. Þegar allt er klárt munum við svo halda bikarmót þar sem fólk getur prófað að keppa í henni, eða jafnvel keppa almennt, og svo verður Íslandsmótið að sjálfsögðu á sínum stað í lok ágúst.

Þær eru báðar opnar en þið hafið í huga að vinnunni er ekki lokið. Slóðarnir eru að sjálfsögðu einnig opnir.

Wax on, wax off.